Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Hafliði S. Magnússon skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. Mig langar að nefna nokkra vankanta á frumvarpinu: Í frumvarpinu er snúið á haus því almenna ákvæði laga að allt sé leyft sem ekki er sérstaklega bannað. Þannig á að banna akstur um alla vegi og slóða nema þeir séu skráðir í viðeigandi gagnagrunn hjá Landmælingum Íslands. Væri þessi regla viðhöfð í núverandi gatnakerfi þyrfti við hver einustu gatnamót að vera skilti sem segði að aka mætti inn á viðkomandi götu en ekki eins og nú tíðkast að eingöngu er tilgreint ef götur eru lokaðar eða þar gildir einstefna. Þannig hefur það verið frá ómunatíð og gefist vel. Þetta gerir auðvitað kröfur um að þar sem er talin þörf á að takmarka umferð verður að merkja slíkt með skýrum hætti. Er það ekki þannig sem við viljum hafa það? Einfaldar reglur um hvað má og ekki má? Þórsmörk á bannsvæði? Í frumvarpinu eru einnig strangar reglur um akstur yfir vöð og vatnsföll. Samkvæmt þeim er t.d. ekki leyfilegt að aka niður eyrar við ár til að leita að góðu vaði. Þetta þýðir að nánast aldrei verður hægt að fara í Langadal eða Húsadal í Þórsmörk án þess að gerast brotlegur við lög þar sem vöðin yfir Krossá færast til og frá í ánni. Er þetta framtíðin sem við viljum? Í reglugerð með væntanlegum lögum er mun strangar kveðið á um hvenær leyft er að aka utanvega á snævi þakinni og frosinni jörð með nokkrum undantekningum. Hvernig vitum við hvort jörð sé frosin undir? Jöklar eru snævi þaktir en jörð undir þeim er ekki frosin. Til að brjóta ekki þetta ákvæði þarf einfaldlega að banna allan akstur á jöklum, m.a. með erlenda ferðamenn sem skila drjúgum gjaldeyri í þjóðarbúið. Ég spyr aftur; er þetta það sem við viljum? Almannaréttur hefur fylgt íslenskri þjóð frá örófi alda, löngu áður en vélknúin ökutæki komu til sögunnar. Í þessu frumvarpi er ekkert tillit tekið til þeirrar staðreyndar að í dag ferðumst við um landið á slíkum ökutækjum enda nokkuð liðið á annan áratug 21. aldar! Slík tæki eru ekki viðurkennd innan almannaréttarins og hlýtur hver maður að sjá rökvilluna í slíkri afstöðu og hvað það þýðir fyrir þær tugþúsundir Íslendinga sem vilja ferðast um frjálsir menn í frjálsu landi. Lög eða ólög? Að lokum þetta. Lög eiga að vera samkvæm sjálfum sér. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að almenningur geti framfylgt þeim án þess að vera með lögmann eða siglingafræðing sér til ráðuneytis. Lög mega heldur ekki vera svo flókin að ferðamenn þurfi að fara á kvíðastillandi lyf áður en land er lagt undir fót, hver sem ferðamátinn er eða í hvaða tilgangi farið er af stað. Ríki óvissa um túlkun laga er einbúið að þau gagnast ekki. Slík lög verða aldrei annað en ólög. Þannig hygg ég að fari fyrir nýjum náttúruverndarlögum verði þau samþykkt óbreytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. Mig langar að nefna nokkra vankanta á frumvarpinu: Í frumvarpinu er snúið á haus því almenna ákvæði laga að allt sé leyft sem ekki er sérstaklega bannað. Þannig á að banna akstur um alla vegi og slóða nema þeir séu skráðir í viðeigandi gagnagrunn hjá Landmælingum Íslands. Væri þessi regla viðhöfð í núverandi gatnakerfi þyrfti við hver einustu gatnamót að vera skilti sem segði að aka mætti inn á viðkomandi götu en ekki eins og nú tíðkast að eingöngu er tilgreint ef götur eru lokaðar eða þar gildir einstefna. Þannig hefur það verið frá ómunatíð og gefist vel. Þetta gerir auðvitað kröfur um að þar sem er talin þörf á að takmarka umferð verður að merkja slíkt með skýrum hætti. Er það ekki þannig sem við viljum hafa það? Einfaldar reglur um hvað má og ekki má? Þórsmörk á bannsvæði? Í frumvarpinu eru einnig strangar reglur um akstur yfir vöð og vatnsföll. Samkvæmt þeim er t.d. ekki leyfilegt að aka niður eyrar við ár til að leita að góðu vaði. Þetta þýðir að nánast aldrei verður hægt að fara í Langadal eða Húsadal í Þórsmörk án þess að gerast brotlegur við lög þar sem vöðin yfir Krossá færast til og frá í ánni. Er þetta framtíðin sem við viljum? Í reglugerð með væntanlegum lögum er mun strangar kveðið á um hvenær leyft er að aka utanvega á snævi þakinni og frosinni jörð með nokkrum undantekningum. Hvernig vitum við hvort jörð sé frosin undir? Jöklar eru snævi þaktir en jörð undir þeim er ekki frosin. Til að brjóta ekki þetta ákvæði þarf einfaldlega að banna allan akstur á jöklum, m.a. með erlenda ferðamenn sem skila drjúgum gjaldeyri í þjóðarbúið. Ég spyr aftur; er þetta það sem við viljum? Almannaréttur hefur fylgt íslenskri þjóð frá örófi alda, löngu áður en vélknúin ökutæki komu til sögunnar. Í þessu frumvarpi er ekkert tillit tekið til þeirrar staðreyndar að í dag ferðumst við um landið á slíkum ökutækjum enda nokkuð liðið á annan áratug 21. aldar! Slík tæki eru ekki viðurkennd innan almannaréttarins og hlýtur hver maður að sjá rökvilluna í slíkri afstöðu og hvað það þýðir fyrir þær tugþúsundir Íslendinga sem vilja ferðast um frjálsir menn í frjálsu landi. Lög eða ólög? Að lokum þetta. Lög eiga að vera samkvæm sjálfum sér. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að almenningur geti framfylgt þeim án þess að vera með lögmann eða siglingafræðing sér til ráðuneytis. Lög mega heldur ekki vera svo flókin að ferðamenn þurfi að fara á kvíðastillandi lyf áður en land er lagt undir fót, hver sem ferðamátinn er eða í hvaða tilgangi farið er af stað. Ríki óvissa um túlkun laga er einbúið að þau gagnast ekki. Slík lög verða aldrei annað en ólög. Þannig hygg ég að fari fyrir nýjum náttúruverndarlögum verði þau samþykkt óbreytt.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun