Betra skipulag Svandís Svavarsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Skipulagsmál eru mikilvægur málaflokkur sem hefur mikla þýðingu fyrir lífsgæði almennings. Ákvarðanir um skipulag fela í sér ákvarðanir um framtíðarnotkun lands, hvernig byggð og landnotkun eigi að þróast til langs tíma, hvernig umhverfi íbúanna eigi að vera og hvernig það samfélag sem á að byggja upp muni líta út. Haustið 2010 samþykkti Alþingi ný skipulagslög og nú í vikunni tók gildi skipulagsreglugerð á grundvelli nýrra laga. Framsetning á reglugerðinni er einfaldari og skýrari en á þeirri sem hún leysir af hólmi, auk þess sem nokkur nýmæli eru í reglugerðinni. Hér nefni ég fjögur slík dæmi, sem sýna ágætlega hvernig skipulag getur mótað samfélag til hins betra. Í fyrsta lagi er aukin áhersla á að sjónarmið almennings komi fram við gerð skipulagsáætlana og eins snemma í ferlinu og unnt er. Þetta er í samræmi við aukna aðkomu almennings að stefnumótun og endurspeglar hversu miklu ákvarðanir um skipulagsmál varða almenning. Í öðru lagi eru skilgreindir fleiri landnotkunarflokkar en áður. Þannig er nú hægt að skilgreina varúðarsvæði umhverfis starfsemi sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu og öryggi manna. Þá hafa strandsvæði verið sérstaklega skilgreind m.a. til að gera sveitarfélögum hægara um vik að vernda strandlengjuna og bæta aðgengi almennings að henni. Í þriðja lagi eru felldar út lágmarkskröfur um fjölda bílastæða. Sveitarfélög geta komið bílastæðakröfum þannig fyrir í aðalskipulagi að svigrúm sé veitt til þéttingar byggðar, sem leiðir hvort tveggja í senn til sjálfbærari landnotkunar og eflingar almenningssamgangna. Í fjórða lagi er hverfisskipulag skilgreint í reglugerðinni, sem tegund deiliskipulags fyrir hverfi sem þegar hafa verið byggð. Með því má greina hver séu helstu gæði viðkomandi hverfis, hvað helst eigi að varðveita af yfirbragði þess og hverju megi breyta. Slík skipulagsvinna á eflaust erindi í fjölda hverfa, enda stór hluti þéttbýlis kominn á þann aldur að þar sé ástæða til að varðveita byggingarsöguna. Fleira mætti telja til en meginefnið er það að með nýrri reglugerð er lögð áhersla á betra vinnulag við skipulagsgerð. Miklu skiptir að takist vel við skipulag, enda er þar lagður grunnur að umhverfi komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skipulagsmál eru mikilvægur málaflokkur sem hefur mikla þýðingu fyrir lífsgæði almennings. Ákvarðanir um skipulag fela í sér ákvarðanir um framtíðarnotkun lands, hvernig byggð og landnotkun eigi að þróast til langs tíma, hvernig umhverfi íbúanna eigi að vera og hvernig það samfélag sem á að byggja upp muni líta út. Haustið 2010 samþykkti Alþingi ný skipulagslög og nú í vikunni tók gildi skipulagsreglugerð á grundvelli nýrra laga. Framsetning á reglugerðinni er einfaldari og skýrari en á þeirri sem hún leysir af hólmi, auk þess sem nokkur nýmæli eru í reglugerðinni. Hér nefni ég fjögur slík dæmi, sem sýna ágætlega hvernig skipulag getur mótað samfélag til hins betra. Í fyrsta lagi er aukin áhersla á að sjónarmið almennings komi fram við gerð skipulagsáætlana og eins snemma í ferlinu og unnt er. Þetta er í samræmi við aukna aðkomu almennings að stefnumótun og endurspeglar hversu miklu ákvarðanir um skipulagsmál varða almenning. Í öðru lagi eru skilgreindir fleiri landnotkunarflokkar en áður. Þannig er nú hægt að skilgreina varúðarsvæði umhverfis starfsemi sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu og öryggi manna. Þá hafa strandsvæði verið sérstaklega skilgreind m.a. til að gera sveitarfélögum hægara um vik að vernda strandlengjuna og bæta aðgengi almennings að henni. Í þriðja lagi eru felldar út lágmarkskröfur um fjölda bílastæða. Sveitarfélög geta komið bílastæðakröfum þannig fyrir í aðalskipulagi að svigrúm sé veitt til þéttingar byggðar, sem leiðir hvort tveggja í senn til sjálfbærari landnotkunar og eflingar almenningssamgangna. Í fjórða lagi er hverfisskipulag skilgreint í reglugerðinni, sem tegund deiliskipulags fyrir hverfi sem þegar hafa verið byggð. Með því má greina hver séu helstu gæði viðkomandi hverfis, hvað helst eigi að varðveita af yfirbragði þess og hverju megi breyta. Slík skipulagsvinna á eflaust erindi í fjölda hverfa, enda stór hluti þéttbýlis kominn á þann aldur að þar sé ástæða til að varðveita byggingarsöguna. Fleira mætti telja til en meginefnið er það að með nýrri reglugerð er lögð áhersla á betra vinnulag við skipulagsgerð. Miklu skiptir að takist vel við skipulag, enda er þar lagður grunnur að umhverfi komandi kynslóða.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun