Lífið

Leikur tálkvendi

Leikur Övu Eva Green fer með hlutverk tálkvendis í framhaldsmynd Sin City.
nordicphotos/getty
Leikur Övu Eva Green fer með hlutverk tálkvendis í framhaldsmynd Sin City. nordicphotos/getty
Leikkonan Eva Green fer með hlutverk tálkvendisins Övu Lord í kvikmyndinni Sin City: A Dame To Kill For. Leikstjórar myndarinnar, Robert Rodriguez og Frank Miller, höfðu upphaflega sóst eftir Angelinu Jolie í hlutverkið.

Leikarahópur myndarinnar er stór og skemmtilegur og telur meðal annars gömlu kempuna Mickey Rourke, Bruce Willis, Rosario Dawson, Jaime King, Josh Brolin, Dennis Haysbert, Christopher Meloni, Jeremy Piven, Jamie Chung, Ray Liotta og Juno Temple.

Líkt og áður sagði fer Green með hlutverk Övu Lord, konu sem myrðir eiginmann sinn en kemur sökinni á fyrrum elskhuga sinn, leikinn af Brolin. „Ava Lord er einn banvænasti íbúi Sin City. Sú sem tæki að sér hlutverk Övu þyrfti að geta túlkað margþættan persónuleika hennar og Green getur það,“ sögðu Rodriguez og Miller í viðtali við The Hollywood Reporter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.