Django Unchained orðin tekjuhæsta mynd Tarantinos Freyr Bjarnason skrifar 31. janúar 2013 06:00 Django Unchained er vinsælasta mynd Quentins Tarantino í Norður-Ameríku. Django Unchained í leikstjórn Quentins Tarantino hefur hitt rækilega í mark síðan hún var frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum og Kanada. Hún hefur núna tekið fram úr síðustu mynd hans, Inglourious Basterds, og er orðin tekjuhæsta mynd hans vestanhafs með aðsókn upp á tæpar 150 milljónir dollara. Hún hefur einnig verið vinsælasta mynd Íslands síðustu tvær vikur. Tarantino, sem verður fimmtugur í mars, getur því vel við unað enda hefur hann gert tvær myndir í röð sem hafa farið yfir 100 milljón dollara markið vestanhafs. Aðeins Pulp Fiction hefur einnig náð þessu eftirsótta marki. Fimmtán ár liðu á milli Pulp Fiction og næstu 100 milljón dollara myndar hans, Inglourious Basterds, sem er enn vinsælasta mynd hans á heimsvísu. Reyndar er aðeins tímaspursmál er hvenær Django Unchained siglir fram úr henni. Vinsældir Django eru merkilegar miðað við gagnrýnina sem Tarantino hefur fengið fyrir ofbeldið í henni, tíða notkun N-orðsins og hvernig þrælahaldið í Bandaríkjunum er túlkað. Django er dýrasta mynd Tarantinos og Inglourious Basterds kemur þar á eftir. Báðar hafa þær samt skilað framleiðendum sínum vænum fúlgum fjár. Pulp Fiction er aftur á móti sú Tarantino-mynd sem hefur skilað mestum hagnaði á ferli hans og ef verðbólga er tekin með í reikninginn er hún enn vinsælasta mynd hans með miðasölutekjur upp á 197 milljónir dollara. Death Proof, sem var hluti af bíótvennunni Grindhouse, er sú eina sem hefur komið út í tapi. Miðað við peningana sem Tarantino hefur búið til með síðustu myndum sínum ætti hann að geta gert það sem honum dettur í hug er hann hefst handa við sitt næsta verkefni. Það hljóta að teljast góð tíðindi fyrir dyggan aðdáendahóp hans, sem fer sífellt stækkandi. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Django Unchained í leikstjórn Quentins Tarantino hefur hitt rækilega í mark síðan hún var frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum og Kanada. Hún hefur núna tekið fram úr síðustu mynd hans, Inglourious Basterds, og er orðin tekjuhæsta mynd hans vestanhafs með aðsókn upp á tæpar 150 milljónir dollara. Hún hefur einnig verið vinsælasta mynd Íslands síðustu tvær vikur. Tarantino, sem verður fimmtugur í mars, getur því vel við unað enda hefur hann gert tvær myndir í röð sem hafa farið yfir 100 milljón dollara markið vestanhafs. Aðeins Pulp Fiction hefur einnig náð þessu eftirsótta marki. Fimmtán ár liðu á milli Pulp Fiction og næstu 100 milljón dollara myndar hans, Inglourious Basterds, sem er enn vinsælasta mynd hans á heimsvísu. Reyndar er aðeins tímaspursmál er hvenær Django Unchained siglir fram úr henni. Vinsældir Django eru merkilegar miðað við gagnrýnina sem Tarantino hefur fengið fyrir ofbeldið í henni, tíða notkun N-orðsins og hvernig þrælahaldið í Bandaríkjunum er túlkað. Django er dýrasta mynd Tarantinos og Inglourious Basterds kemur þar á eftir. Báðar hafa þær samt skilað framleiðendum sínum vænum fúlgum fjár. Pulp Fiction er aftur á móti sú Tarantino-mynd sem hefur skilað mestum hagnaði á ferli hans og ef verðbólga er tekin með í reikninginn er hún enn vinsælasta mynd hans með miðasölutekjur upp á 197 milljónir dollara. Death Proof, sem var hluti af bíótvennunni Grindhouse, er sú eina sem hefur komið út í tapi. Miðað við peningana sem Tarantino hefur búið til með síðustu myndum sínum ætti hann að geta gert það sem honum dettur í hug er hann hefst handa við sitt næsta verkefni. Það hljóta að teljast góð tíðindi fyrir dyggan aðdáendahóp hans, sem fer sífellt stækkandi.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning