Hver ber ábyrgðina ef illa fer? Þorbjörn Jónsson skrifar 25. janúar 2013 06:00 Á hverjum degi má lesa í dagblöðunum og heyra í ljósvakamiðlum um slæmt ástand á Landspítalanum sjúkrahúsi allra landsmanna. Þegar þessi grein er rituð liggja 36 sjúklingar í einangrun, ættingjar eru beðnir að takmarka heimsóknir til inniliggjandi sjúklinga og svonefnt óvissustig hefur verið á spítalanum undanfarna daga. Ástæðan er ekki stórslys eða stórfelldar náttúruhamfarir heldur árviss inflúensa, auk þess sem RS- og nóróveirusýkingar eru á kreiki. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að mikið álag er á starfsfólki Landspítalans. Ræsa hefur þurft fólk út á aukavaktir og fjölga starfsfólki á þeim deildum þar sem mögulegt er að fjölga sjúkrarúmum. Auk þess hefur staðið til að takmarka fjölda þeirra sjúklinga sem komast í valaðgerðir og valrannsóknir, en það er mikilvægur hluti af starfsemi spítalans.Komin út á ystu nöf Haft hefur verið eftir Birni Zoëga, forstjóra Landspítalans, að toppnum sé ekki enn náð og reynslan sýni að ástandið eigi eftir að versna. Forstjórinn var spurður að því hvort heilbrigðiskerfið gæti talist eðlilegt þegar við árlega inflúensu þurfi að grípa til þess að lýsa yfir óvissustigi. Hann sagði þá m.a.: „Nei, ég tel það ekki eðlilegt heilbrigðiskerfi.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, sagði í blaðaviðtali fyrir skömmu um ástandið á spítalanum: „Við erum komin út á ystu nöf, ef það kæmi upp t.d. bílslys og bráðamóttakan þyrfti að taka á móti átta sjúklingum þá veit ég ekki hvernig hægt væri að leysa það. Það er ekki mikil teygja eftir í okkar spítala hér í Reykjavík,“ Hann bætti síðan við: „Ég myndi segja að við séum í rauninni að tala um rekstrarlega vá spítalans, miðað við umfang rekstursins og þau verkefni sem okkur ber að sinna þá erum við komin algjörlega út fyrir öll velsæmismörk. Þú veist aldrei hvenær slysið verður.“ Forstjórinn og yfirlæknirinn eru í hópi þeirra sem best þekkja til ástandsins og þeim líst ekki vel á stöðuna samkvæmt þessu. Það ætti að vera okkur öllum umhugsunarefni.Of hart hafi verið gengið fram Niðurskurður fjárveitinga til Landspítalans hefur verið um 20% frá hruni og starfsfólki spítalans fækkað um 600. Það er augljóst að í kjölfar slíks niðurskurðar er hvorki hægt að bjóða upp á sömu þjónustu eða öryggi fyrir sjúklinga eins áður. Með því að rýna í ársskýrslur Landspítalans og forvera hans, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala, má sjá hvað hefur verið að gerast. Sjúkrarúmum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um mörg hundruð undanfarin ár (sjá súluritið). Rúmafjöldi Landspítalans árið 2011 er einungis 50% af því sem gömlu Ríkisspítalarnir og Sjúkrahús Reykjavíkur (Landakot og Borgarspítali) höfðu yfir að ráða árið 1999, síðasta starfsárið sem þessar stofnanir voru reknar sjálfstætt. Þótt framfarir í læknisfræði séu vissulega örar og ýmislegt megi nú framkvæma með styttri innlögn eða jafnvel á dagdeild er harla ólíklegt að það geti skýrt svona mikla fækkun. Miklu líklegra er að of hart hafi verið gengið fram í niðurskurði, hagræðingu og fækkun sjúkrarúma undanfarin ár.Ítrekað varað við Læknar og samtök þeirra hafa undanfarin ár varað við því að alltof langt hafi verið gengið í sparnaði í heilbrigðiskerfinu, þar með talið á Landspítalanum. Í ályktun aðalfundar Læknafélags Íslands fyrir nokkrum árum sagði meðal annars svo: „Fjárveitingar til heilbrigðismála hafa dregist saman undanfarin ár og Læknafélag Íslands hefur áhyggjur af áhrifum þess á framboð og gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Fundurinn leggur áherslu á að allir landsmenn búi við öryggi í heilbrigðismálum og hvetur Alþingi og ráðuneyti heilbrigðismála til að íhuga vandlega afleiðingar hins mikla niðurskurðar sem áformaður er á vissum landsvæðum þannig að öryggi þegnanna verði ekki skert.“ Læknaráð Landspítala hefur ítrekað ályktað á sama hátt undanfarin ár og keimlík varnarorð hafa borist frá öðrum heilbrigðisstéttum en læknum. Það er því ekki hægt að halda því fram að ekki hafi verið varað við því hvaða ástand gæti skapast. En því miður virðast varnaðarorðin ekki alltaf ná eyrum ráðamanna.Hver ber ábyrgðina? Hver ber ábyrgðina ef illa fer vegna mikils niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu, lítils viðbúnaðar eða of fárra sjúkrarúma? Er það læknirinn sem sinnir sjúklingnum, yfirmenn spítalans eða ráðamenn þjóðarinnar? Svarið hlýtur að liggja í augum uppi. Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn ráða litlu um framboð á heilbrigðisþjónustu, þar með talið fjölda sjúkrarúma. Stjórnendur Landspítalans og annarra heilbrigðisstofnana eru embættismenn og þeim ber að framfylgja stefnu og ákvörðunum stjórnvalda. Þeirra svigrúm er takmarkað og þeim ber að halda sig innan ramma fjárlaga. Er ekki augljóst að ábyrgðin liggur hjá ráðamönnum þjóðarinnar? Treysta þeir sér til að axla ábyrgðina ef illa fer vegna þess hve hart er búið að ganga fram í niðurskurði til heilbrigðismála? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi má lesa í dagblöðunum og heyra í ljósvakamiðlum um slæmt ástand á Landspítalanum sjúkrahúsi allra landsmanna. Þegar þessi grein er rituð liggja 36 sjúklingar í einangrun, ættingjar eru beðnir að takmarka heimsóknir til inniliggjandi sjúklinga og svonefnt óvissustig hefur verið á spítalanum undanfarna daga. Ástæðan er ekki stórslys eða stórfelldar náttúruhamfarir heldur árviss inflúensa, auk þess sem RS- og nóróveirusýkingar eru á kreiki. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að mikið álag er á starfsfólki Landspítalans. Ræsa hefur þurft fólk út á aukavaktir og fjölga starfsfólki á þeim deildum þar sem mögulegt er að fjölga sjúkrarúmum. Auk þess hefur staðið til að takmarka fjölda þeirra sjúklinga sem komast í valaðgerðir og valrannsóknir, en það er mikilvægur hluti af starfsemi spítalans.Komin út á ystu nöf Haft hefur verið eftir Birni Zoëga, forstjóra Landspítalans, að toppnum sé ekki enn náð og reynslan sýni að ástandið eigi eftir að versna. Forstjórinn var spurður að því hvort heilbrigðiskerfið gæti talist eðlilegt þegar við árlega inflúensu þurfi að grípa til þess að lýsa yfir óvissustigi. Hann sagði þá m.a.: „Nei, ég tel það ekki eðlilegt heilbrigðiskerfi.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, sagði í blaðaviðtali fyrir skömmu um ástandið á spítalanum: „Við erum komin út á ystu nöf, ef það kæmi upp t.d. bílslys og bráðamóttakan þyrfti að taka á móti átta sjúklingum þá veit ég ekki hvernig hægt væri að leysa það. Það er ekki mikil teygja eftir í okkar spítala hér í Reykjavík,“ Hann bætti síðan við: „Ég myndi segja að við séum í rauninni að tala um rekstrarlega vá spítalans, miðað við umfang rekstursins og þau verkefni sem okkur ber að sinna þá erum við komin algjörlega út fyrir öll velsæmismörk. Þú veist aldrei hvenær slysið verður.“ Forstjórinn og yfirlæknirinn eru í hópi þeirra sem best þekkja til ástandsins og þeim líst ekki vel á stöðuna samkvæmt þessu. Það ætti að vera okkur öllum umhugsunarefni.Of hart hafi verið gengið fram Niðurskurður fjárveitinga til Landspítalans hefur verið um 20% frá hruni og starfsfólki spítalans fækkað um 600. Það er augljóst að í kjölfar slíks niðurskurðar er hvorki hægt að bjóða upp á sömu þjónustu eða öryggi fyrir sjúklinga eins áður. Með því að rýna í ársskýrslur Landspítalans og forvera hans, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala, má sjá hvað hefur verið að gerast. Sjúkrarúmum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um mörg hundruð undanfarin ár (sjá súluritið). Rúmafjöldi Landspítalans árið 2011 er einungis 50% af því sem gömlu Ríkisspítalarnir og Sjúkrahús Reykjavíkur (Landakot og Borgarspítali) höfðu yfir að ráða árið 1999, síðasta starfsárið sem þessar stofnanir voru reknar sjálfstætt. Þótt framfarir í læknisfræði séu vissulega örar og ýmislegt megi nú framkvæma með styttri innlögn eða jafnvel á dagdeild er harla ólíklegt að það geti skýrt svona mikla fækkun. Miklu líklegra er að of hart hafi verið gengið fram í niðurskurði, hagræðingu og fækkun sjúkrarúma undanfarin ár.Ítrekað varað við Læknar og samtök þeirra hafa undanfarin ár varað við því að alltof langt hafi verið gengið í sparnaði í heilbrigðiskerfinu, þar með talið á Landspítalanum. Í ályktun aðalfundar Læknafélags Íslands fyrir nokkrum árum sagði meðal annars svo: „Fjárveitingar til heilbrigðismála hafa dregist saman undanfarin ár og Læknafélag Íslands hefur áhyggjur af áhrifum þess á framboð og gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Fundurinn leggur áherslu á að allir landsmenn búi við öryggi í heilbrigðismálum og hvetur Alþingi og ráðuneyti heilbrigðismála til að íhuga vandlega afleiðingar hins mikla niðurskurðar sem áformaður er á vissum landsvæðum þannig að öryggi þegnanna verði ekki skert.“ Læknaráð Landspítala hefur ítrekað ályktað á sama hátt undanfarin ár og keimlík varnarorð hafa borist frá öðrum heilbrigðisstéttum en læknum. Það er því ekki hægt að halda því fram að ekki hafi verið varað við því hvaða ástand gæti skapast. En því miður virðast varnaðarorðin ekki alltaf ná eyrum ráðamanna.Hver ber ábyrgðina? Hver ber ábyrgðina ef illa fer vegna mikils niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu, lítils viðbúnaðar eða of fárra sjúkrarúma? Er það læknirinn sem sinnir sjúklingnum, yfirmenn spítalans eða ráðamenn þjóðarinnar? Svarið hlýtur að liggja í augum uppi. Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn ráða litlu um framboð á heilbrigðisþjónustu, þar með talið fjölda sjúkrarúma. Stjórnendur Landspítalans og annarra heilbrigðisstofnana eru embættismenn og þeim ber að framfylgja stefnu og ákvörðunum stjórnvalda. Þeirra svigrúm er takmarkað og þeim ber að halda sig innan ramma fjárlaga. Er ekki augljóst að ábyrgðin liggur hjá ráðamönnum þjóðarinnar? Treysta þeir sér til að axla ábyrgðina ef illa fer vegna þess hve hart er búið að ganga fram í niðurskurði til heilbrigðismála?
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun