Bongó á hlut í þremur skútum Freyr Bjarnason skrifar 24. janúar 2013 07:00 President Bongó siglir um á skútunni sinni við Þerney. Hann segir mikið frelsi felast í skútusiglingum. Stephan Stephensen, meðlimur hljómsveitanna GusGus og Gluteus Maximus, er mikill skútuáhugamaður og á hlut í þremur skútum. Ein þeirra er staðsett á Íslandi en hinar erlendis. Spurður út í skútuáhuga sinn segir Stephan, öðru nafni President Bongó, áhugann hafa fæðst í einkar saklausum kvöldverði í New York fyrir átta til tíu árum. „Áhuginn á siglingum fæddist hins vegar á seglbáti milli Ibiza og Formentera þegar ég var tólf ára og fékk kusk í augað. Það var fjarlægt með húsráði kapteinsins en framkvæmt af sætri stelpu og sleikt úr. Et voilá." Stephan er með fullgild réttindi til að sigla allt að 24 metra langri skútu og að sjálfsögðu til að halda teiti um borð í hverri höfn. „Við Gluteus-menn hljótum að taka sjóleiðina á Sónar í Barselóna í sumar," segir hann en tvíeykinu hefur verið boðið að spila á hátíðinni í júní ásamt fleiri Íslendingum. Hvernig er tilfinningin að sigla um á skútu? „Að sigla á rúmsjó án þess að sjá land er tilfinning sem allir ættu að upplifa, helst undir seglum. Þetta er frelsi sem á sér fáar hliðstæður. Vindurinn, sjórinn og söngur bátsins er eina tónlistin sem maður þarf á að halda í siglingum." Aðspurður segir hann Sónar-hátíðina í Reykjavík, sem verður haldin um miðjan febrúar, leggjast vel í sig. „Bæði GusGus og Gluteus Maximus spila og það verður einkar gaman að fá að taka þátt með þeim báðum. Það er nefnilega ekkert sjálfsagt í þeim efnum því yfirstjórnin í Katalóníu hélt fast um valdtauminn." Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Stephan Stephensen, meðlimur hljómsveitanna GusGus og Gluteus Maximus, er mikill skútuáhugamaður og á hlut í þremur skútum. Ein þeirra er staðsett á Íslandi en hinar erlendis. Spurður út í skútuáhuga sinn segir Stephan, öðru nafni President Bongó, áhugann hafa fæðst í einkar saklausum kvöldverði í New York fyrir átta til tíu árum. „Áhuginn á siglingum fæddist hins vegar á seglbáti milli Ibiza og Formentera þegar ég var tólf ára og fékk kusk í augað. Það var fjarlægt með húsráði kapteinsins en framkvæmt af sætri stelpu og sleikt úr. Et voilá." Stephan er með fullgild réttindi til að sigla allt að 24 metra langri skútu og að sjálfsögðu til að halda teiti um borð í hverri höfn. „Við Gluteus-menn hljótum að taka sjóleiðina á Sónar í Barselóna í sumar," segir hann en tvíeykinu hefur verið boðið að spila á hátíðinni í júní ásamt fleiri Íslendingum. Hvernig er tilfinningin að sigla um á skútu? „Að sigla á rúmsjó án þess að sjá land er tilfinning sem allir ættu að upplifa, helst undir seglum. Þetta er frelsi sem á sér fáar hliðstæður. Vindurinn, sjórinn og söngur bátsins er eina tónlistin sem maður þarf á að halda í siglingum." Aðspurður segir hann Sónar-hátíðina í Reykjavík, sem verður haldin um miðjan febrúar, leggjast vel í sig. „Bæði GusGus og Gluteus Maximus spila og það verður einkar gaman að fá að taka þátt með þeim báðum. Það er nefnilega ekkert sjálfsagt í þeim efnum því yfirstjórnin í Katalóníu hélt fast um valdtauminn."
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira