Kort af Íslandi fyrir alla Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. janúar 2013 06:00 Á hverjum degi neytum við sjálfsagt mun meiri landupplýsinga en nokkurt okkar órar fyrir. Veðurkort eftir kvöldfréttirnar, leiðsögukerfi í bílum og gervihnattatengdir farsímar. Allt eru þetta sívaxandi þættir í nútímalífi sem byggja á landupplýsingum. Sömu grunnupplýsingarnar skipta öllu máli þegar mannvirki eru reist eða samsetning þjóðarinnar greind. Fjölmargar stéttir eru með öllu háðar því í störfum sínum að hafa landupplýsingar aðgengilegar. Stafræn kort gegna sífellt auknu hlutverki, hvort sem það er vegna rafrænnar stjórnsýslu, skipulagsmála, náttúruverndar, rannsókna, orkumála, almannavarna eða upplýsinga um náttúruna og umhverfismál. Þá eru slíkar upplýsingar undirstaða ferðalaga og útivistar almennings þar sem kort eru notuð í leiðsögutækjum og farsímum til upplýsingamiðlunar. Örnefni eru einnig mikilvæg sem lyklar að sögu, menningu og búskaparháttum þjóðarinnar. Landmælingar Íslands hafa um langt skeið haft með höndum skipulega söfnun þessara gagna og því að byggja upp stafræna kortagrunna og aðgang að gögnum á vefnum. Hingað til hefur þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að opinberum landupplýsingum á stafrænu formi, en færst hefur í aukana að slík gögn hafi verið gerð aðgengileg án gjaldtöku í nágrannalöndum okkar. Þetta er ekki að ástæðulausu – í nýlegri erlendri rannsókn kemur fram að í þeim löndum þar sem opinber kortagögn og landupplýsingar eru án gjaldtöku er vöxtur fyrirtækja sem reiða sig á slík gögn 15% meiri en í þeim löndum þar sem gögnin eru seld. Í ljósi þessa hef ég ákveðið, að tillögu Landmælinga Íslands, að stafræn gögn stofnunarinnar verði gerð gjaldfrjáls og aðgengileg öllum sem á þurfa að halda. Um er að ræða gögn sem unnin hafa verið fyrir almannafé. Með þessari breytingu er almenningi tryggður gjaldfrjáls og greiður aðgangur að þeim. Þetta mun styðja aukna notkun þeirra og ekki síst stuðla að nýsköpun í einkageiranum og í opinberri þjónustu. Landmælingar Íslands hafa þegar gert kortagögn og loftmyndir aðgengileg til niðurhals á vef sínum, www.lmi.is, án gjaldtöku. Aðgengi að stafrænum gögnum Landmælinga er mikilvæg varða í átt til opnara og gagnsærra samfélags. Þetta er í anda þeirra áherslna að svo ríkir hagsmunir eigi að vera í þágu almennings en ekki vara á markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi neytum við sjálfsagt mun meiri landupplýsinga en nokkurt okkar órar fyrir. Veðurkort eftir kvöldfréttirnar, leiðsögukerfi í bílum og gervihnattatengdir farsímar. Allt eru þetta sívaxandi þættir í nútímalífi sem byggja á landupplýsingum. Sömu grunnupplýsingarnar skipta öllu máli þegar mannvirki eru reist eða samsetning þjóðarinnar greind. Fjölmargar stéttir eru með öllu háðar því í störfum sínum að hafa landupplýsingar aðgengilegar. Stafræn kort gegna sífellt auknu hlutverki, hvort sem það er vegna rafrænnar stjórnsýslu, skipulagsmála, náttúruverndar, rannsókna, orkumála, almannavarna eða upplýsinga um náttúruna og umhverfismál. Þá eru slíkar upplýsingar undirstaða ferðalaga og útivistar almennings þar sem kort eru notuð í leiðsögutækjum og farsímum til upplýsingamiðlunar. Örnefni eru einnig mikilvæg sem lyklar að sögu, menningu og búskaparháttum þjóðarinnar. Landmælingar Íslands hafa um langt skeið haft með höndum skipulega söfnun þessara gagna og því að byggja upp stafræna kortagrunna og aðgang að gögnum á vefnum. Hingað til hefur þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að opinberum landupplýsingum á stafrænu formi, en færst hefur í aukana að slík gögn hafi verið gerð aðgengileg án gjaldtöku í nágrannalöndum okkar. Þetta er ekki að ástæðulausu – í nýlegri erlendri rannsókn kemur fram að í þeim löndum þar sem opinber kortagögn og landupplýsingar eru án gjaldtöku er vöxtur fyrirtækja sem reiða sig á slík gögn 15% meiri en í þeim löndum þar sem gögnin eru seld. Í ljósi þessa hef ég ákveðið, að tillögu Landmælinga Íslands, að stafræn gögn stofnunarinnar verði gerð gjaldfrjáls og aðgengileg öllum sem á þurfa að halda. Um er að ræða gögn sem unnin hafa verið fyrir almannafé. Með þessari breytingu er almenningi tryggður gjaldfrjáls og greiður aðgangur að þeim. Þetta mun styðja aukna notkun þeirra og ekki síst stuðla að nýsköpun í einkageiranum og í opinberri þjónustu. Landmælingar Íslands hafa þegar gert kortagögn og loftmyndir aðgengileg til niðurhals á vef sínum, www.lmi.is, án gjaldtöku. Aðgengi að stafrænum gögnum Landmælinga er mikilvæg varða í átt til opnara og gagnsærra samfélags. Þetta er í anda þeirra áherslna að svo ríkir hagsmunir eigi að vera í þágu almennings en ekki vara á markaði.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun