Ferðaglaðir hælis- leitendur og aðrar útlenskar afætur Tatjana Latinovic skrifar 23. janúar 2013 07:00 Kristín Völundardóttir er í forsvari fyrir ríkisstofnun sem er fjársvelt. Henni er umhugað um starfsfólkið sitt sem vinnur undir miklu álagi. En hvaða ríkisstofnun er ekki fjársvelt? Í hvaða stofnun eða þjónustu sem er, þar sem unnið er með fólk, er starfsfólk ekki undir miklu álagi? Er ástandið betra hjá Barnaverndarstofu? Eða á spítölum? Varla. Forstjóri Útlendingastofnunar hefur á síðustu mánuðum farið mikinn í fjölmiðlum, aðallega með kvartanir gagnvart skjólstæðingum sínum. Nýjasta dæmið er lýsingar um svokallaðan hælisleitendatúrisma. Samkvæmt forstjóranum getur verið fýsilegur kostur að fá frítt fæði og húsnæði í einhverju landi og kynna sér land og þjóð á meðan verið er að vinna í málinu. Af viðtölum við forstjóra Útlendingastofnunar að dæma eru hælisleitendamálin fyrirferðarmesta viðfangsefni stofnunarinnar og fá þess vegna oftast umfjöllun í fjölmiðlum. En fleiri útlendinga rekur á fjörur hennar. Í haust var Kristín til dæmis að upplýsa okkur um að útlendingar frá tilteknu landi stunduðu mansal með börn að staðaldri og að útlendingar væru unnvörpum að öðlast íslenskan ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra skjala.Stinga í hjartað Rétt er að taka fram að Kristín upplýsir ekki um hversu stóran hóp er að ræða, enda hafi hún engar staðreyndir til að styðja sínar yfirlýsingar. Stofnunin er nefnilega fjársvelta og má ekki vera að því að „leggjast í fræðimennsku og rannsóknir“. Gott hjá forstjóranum samt að gefa sér tíma til að tala við fjölmiðla. Í leit sinni að fjármögnun lætur forstjórinn út úr sér alls konar yfirlýsingar sem hljóta að stinga hvern þann í hjartað sem hefur snefil af samúð með náunganum. Auk þess eru þær birtingarmynd annaðhvort algjörrar vanþekkingar á aðstæðum, sér í lagi hælisleitenda, eða hreinna fordóma. Gerir það ekki manneskjuna vanhæfa til að sinna þessu starfi? Það er nauðsynlegt og hollt að ræða um málefni. En það skiptir máli hvernig það er gert, hver gerir það og með hvaða markmið í huga. Dylgjur, slúður og yfirlýsingar um heila þjóðfélagshópa sem ekki er hægt að styðja með staðreyndum skaða. Þær kynda undir fordómum og hatri gagnvart öllum innflytjendum. Sérstaklega þegar forstjóri Útlendingastofnunar í krafti stöðu sinnar lætur þau út úr sér. Það eru nefnilega margir sem gera ráð fyrir því að forstjórinn hljóti að tala af einhverri þekkingu og taka mark á því sem hann segir. Þess vegna vega orð forstjórans þungt í umræðunni og þess vegna fylgir þeim meiri ábyrgð en ella. Ég vona innilega að allt þetta sem Kristín Völundardóttir lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum sé einungis vegna viðleitni hennar til að gera stofnuninni sinni kleift að sinna skjólstæðingum sínum á mannsæmandi hátt og bjóða starfsfólki sómasamleg vinnuskilyrði. Ég nefnilega trúi á það góða í fólki og vona að Kristín einfaldlega átti sig ekki á afar slæmum áhrifum sem hennar yfirlýsingar hafa. Kristín Völundardóttir, þín vegna vona ég að þú þurfir aldrei að ferðast um heiminn sem flóttamaður. Treystu mér, það eru til sársaukaminni leiðir til að kynnast útlöndum. Skiptu um starf ef þér er umgengni við útlendinga um megn. Nú er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Kristín Völundardóttir er í forsvari fyrir ríkisstofnun sem er fjársvelt. Henni er umhugað um starfsfólkið sitt sem vinnur undir miklu álagi. En hvaða ríkisstofnun er ekki fjársvelt? Í hvaða stofnun eða þjónustu sem er, þar sem unnið er með fólk, er starfsfólk ekki undir miklu álagi? Er ástandið betra hjá Barnaverndarstofu? Eða á spítölum? Varla. Forstjóri Útlendingastofnunar hefur á síðustu mánuðum farið mikinn í fjölmiðlum, aðallega með kvartanir gagnvart skjólstæðingum sínum. Nýjasta dæmið er lýsingar um svokallaðan hælisleitendatúrisma. Samkvæmt forstjóranum getur verið fýsilegur kostur að fá frítt fæði og húsnæði í einhverju landi og kynna sér land og þjóð á meðan verið er að vinna í málinu. Af viðtölum við forstjóra Útlendingastofnunar að dæma eru hælisleitendamálin fyrirferðarmesta viðfangsefni stofnunarinnar og fá þess vegna oftast umfjöllun í fjölmiðlum. En fleiri útlendinga rekur á fjörur hennar. Í haust var Kristín til dæmis að upplýsa okkur um að útlendingar frá tilteknu landi stunduðu mansal með börn að staðaldri og að útlendingar væru unnvörpum að öðlast íslenskan ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra skjala.Stinga í hjartað Rétt er að taka fram að Kristín upplýsir ekki um hversu stóran hóp er að ræða, enda hafi hún engar staðreyndir til að styðja sínar yfirlýsingar. Stofnunin er nefnilega fjársvelta og má ekki vera að því að „leggjast í fræðimennsku og rannsóknir“. Gott hjá forstjóranum samt að gefa sér tíma til að tala við fjölmiðla. Í leit sinni að fjármögnun lætur forstjórinn út úr sér alls konar yfirlýsingar sem hljóta að stinga hvern þann í hjartað sem hefur snefil af samúð með náunganum. Auk þess eru þær birtingarmynd annaðhvort algjörrar vanþekkingar á aðstæðum, sér í lagi hælisleitenda, eða hreinna fordóma. Gerir það ekki manneskjuna vanhæfa til að sinna þessu starfi? Það er nauðsynlegt og hollt að ræða um málefni. En það skiptir máli hvernig það er gert, hver gerir það og með hvaða markmið í huga. Dylgjur, slúður og yfirlýsingar um heila þjóðfélagshópa sem ekki er hægt að styðja með staðreyndum skaða. Þær kynda undir fordómum og hatri gagnvart öllum innflytjendum. Sérstaklega þegar forstjóri Útlendingastofnunar í krafti stöðu sinnar lætur þau út úr sér. Það eru nefnilega margir sem gera ráð fyrir því að forstjórinn hljóti að tala af einhverri þekkingu og taka mark á því sem hann segir. Þess vegna vega orð forstjórans þungt í umræðunni og þess vegna fylgir þeim meiri ábyrgð en ella. Ég vona innilega að allt þetta sem Kristín Völundardóttir lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum sé einungis vegna viðleitni hennar til að gera stofnuninni sinni kleift að sinna skjólstæðingum sínum á mannsæmandi hátt og bjóða starfsfólki sómasamleg vinnuskilyrði. Ég nefnilega trúi á það góða í fólki og vona að Kristín einfaldlega átti sig ekki á afar slæmum áhrifum sem hennar yfirlýsingar hafa. Kristín Völundardóttir, þín vegna vona ég að þú þurfir aldrei að ferðast um heiminn sem flóttamaður. Treystu mér, það eru til sársaukaminni leiðir til að kynnast útlöndum. Skiptu um starf ef þér er umgengni við útlendinga um megn. Nú er mál að linni.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar