Ferðaglaðir hælis- leitendur og aðrar útlenskar afætur Tatjana Latinovic skrifar 23. janúar 2013 07:00 Kristín Völundardóttir er í forsvari fyrir ríkisstofnun sem er fjársvelt. Henni er umhugað um starfsfólkið sitt sem vinnur undir miklu álagi. En hvaða ríkisstofnun er ekki fjársvelt? Í hvaða stofnun eða þjónustu sem er, þar sem unnið er með fólk, er starfsfólk ekki undir miklu álagi? Er ástandið betra hjá Barnaverndarstofu? Eða á spítölum? Varla. Forstjóri Útlendingastofnunar hefur á síðustu mánuðum farið mikinn í fjölmiðlum, aðallega með kvartanir gagnvart skjólstæðingum sínum. Nýjasta dæmið er lýsingar um svokallaðan hælisleitendatúrisma. Samkvæmt forstjóranum getur verið fýsilegur kostur að fá frítt fæði og húsnæði í einhverju landi og kynna sér land og þjóð á meðan verið er að vinna í málinu. Af viðtölum við forstjóra Útlendingastofnunar að dæma eru hælisleitendamálin fyrirferðarmesta viðfangsefni stofnunarinnar og fá þess vegna oftast umfjöllun í fjölmiðlum. En fleiri útlendinga rekur á fjörur hennar. Í haust var Kristín til dæmis að upplýsa okkur um að útlendingar frá tilteknu landi stunduðu mansal með börn að staðaldri og að útlendingar væru unnvörpum að öðlast íslenskan ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra skjala.Stinga í hjartað Rétt er að taka fram að Kristín upplýsir ekki um hversu stóran hóp er að ræða, enda hafi hún engar staðreyndir til að styðja sínar yfirlýsingar. Stofnunin er nefnilega fjársvelta og má ekki vera að því að „leggjast í fræðimennsku og rannsóknir“. Gott hjá forstjóranum samt að gefa sér tíma til að tala við fjölmiðla. Í leit sinni að fjármögnun lætur forstjórinn út úr sér alls konar yfirlýsingar sem hljóta að stinga hvern þann í hjartað sem hefur snefil af samúð með náunganum. Auk þess eru þær birtingarmynd annaðhvort algjörrar vanþekkingar á aðstæðum, sér í lagi hælisleitenda, eða hreinna fordóma. Gerir það ekki manneskjuna vanhæfa til að sinna þessu starfi? Það er nauðsynlegt og hollt að ræða um málefni. En það skiptir máli hvernig það er gert, hver gerir það og með hvaða markmið í huga. Dylgjur, slúður og yfirlýsingar um heila þjóðfélagshópa sem ekki er hægt að styðja með staðreyndum skaða. Þær kynda undir fordómum og hatri gagnvart öllum innflytjendum. Sérstaklega þegar forstjóri Útlendingastofnunar í krafti stöðu sinnar lætur þau út úr sér. Það eru nefnilega margir sem gera ráð fyrir því að forstjórinn hljóti að tala af einhverri þekkingu og taka mark á því sem hann segir. Þess vegna vega orð forstjórans þungt í umræðunni og þess vegna fylgir þeim meiri ábyrgð en ella. Ég vona innilega að allt þetta sem Kristín Völundardóttir lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum sé einungis vegna viðleitni hennar til að gera stofnuninni sinni kleift að sinna skjólstæðingum sínum á mannsæmandi hátt og bjóða starfsfólki sómasamleg vinnuskilyrði. Ég nefnilega trúi á það góða í fólki og vona að Kristín einfaldlega átti sig ekki á afar slæmum áhrifum sem hennar yfirlýsingar hafa. Kristín Völundardóttir, þín vegna vona ég að þú þurfir aldrei að ferðast um heiminn sem flóttamaður. Treystu mér, það eru til sársaukaminni leiðir til að kynnast útlöndum. Skiptu um starf ef þér er umgengni við útlendinga um megn. Nú er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Kristín Völundardóttir er í forsvari fyrir ríkisstofnun sem er fjársvelt. Henni er umhugað um starfsfólkið sitt sem vinnur undir miklu álagi. En hvaða ríkisstofnun er ekki fjársvelt? Í hvaða stofnun eða þjónustu sem er, þar sem unnið er með fólk, er starfsfólk ekki undir miklu álagi? Er ástandið betra hjá Barnaverndarstofu? Eða á spítölum? Varla. Forstjóri Útlendingastofnunar hefur á síðustu mánuðum farið mikinn í fjölmiðlum, aðallega með kvartanir gagnvart skjólstæðingum sínum. Nýjasta dæmið er lýsingar um svokallaðan hælisleitendatúrisma. Samkvæmt forstjóranum getur verið fýsilegur kostur að fá frítt fæði og húsnæði í einhverju landi og kynna sér land og þjóð á meðan verið er að vinna í málinu. Af viðtölum við forstjóra Útlendingastofnunar að dæma eru hælisleitendamálin fyrirferðarmesta viðfangsefni stofnunarinnar og fá þess vegna oftast umfjöllun í fjölmiðlum. En fleiri útlendinga rekur á fjörur hennar. Í haust var Kristín til dæmis að upplýsa okkur um að útlendingar frá tilteknu landi stunduðu mansal með börn að staðaldri og að útlendingar væru unnvörpum að öðlast íslenskan ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra skjala.Stinga í hjartað Rétt er að taka fram að Kristín upplýsir ekki um hversu stóran hóp er að ræða, enda hafi hún engar staðreyndir til að styðja sínar yfirlýsingar. Stofnunin er nefnilega fjársvelta og má ekki vera að því að „leggjast í fræðimennsku og rannsóknir“. Gott hjá forstjóranum samt að gefa sér tíma til að tala við fjölmiðla. Í leit sinni að fjármögnun lætur forstjórinn út úr sér alls konar yfirlýsingar sem hljóta að stinga hvern þann í hjartað sem hefur snefil af samúð með náunganum. Auk þess eru þær birtingarmynd annaðhvort algjörrar vanþekkingar á aðstæðum, sér í lagi hælisleitenda, eða hreinna fordóma. Gerir það ekki manneskjuna vanhæfa til að sinna þessu starfi? Það er nauðsynlegt og hollt að ræða um málefni. En það skiptir máli hvernig það er gert, hver gerir það og með hvaða markmið í huga. Dylgjur, slúður og yfirlýsingar um heila þjóðfélagshópa sem ekki er hægt að styðja með staðreyndum skaða. Þær kynda undir fordómum og hatri gagnvart öllum innflytjendum. Sérstaklega þegar forstjóri Útlendingastofnunar í krafti stöðu sinnar lætur þau út úr sér. Það eru nefnilega margir sem gera ráð fyrir því að forstjórinn hljóti að tala af einhverri þekkingu og taka mark á því sem hann segir. Þess vegna vega orð forstjórans þungt í umræðunni og þess vegna fylgir þeim meiri ábyrgð en ella. Ég vona innilega að allt þetta sem Kristín Völundardóttir lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum sé einungis vegna viðleitni hennar til að gera stofnuninni sinni kleift að sinna skjólstæðingum sínum á mannsæmandi hátt og bjóða starfsfólki sómasamleg vinnuskilyrði. Ég nefnilega trúi á það góða í fólki og vona að Kristín einfaldlega átti sig ekki á afar slæmum áhrifum sem hennar yfirlýsingar hafa. Kristín Völundardóttir, þín vegna vona ég að þú þurfir aldrei að ferðast um heiminn sem flóttamaður. Treystu mér, það eru til sársaukaminni leiðir til að kynnast útlöndum. Skiptu um starf ef þér er umgengni við útlendinga um megn. Nú er mál að linni.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun