
Ferðaglaðir hælis- leitendur og aðrar útlenskar afætur
Forstjóri Útlendingastofnunar hefur á síðustu mánuðum farið mikinn í fjölmiðlum, aðallega með kvartanir gagnvart skjólstæðingum sínum. Nýjasta dæmið er lýsingar um svokallaðan hælisleitendatúrisma. Samkvæmt forstjóranum getur verið fýsilegur kostur að fá frítt fæði og húsnæði í einhverju landi og kynna sér land og þjóð á meðan verið er að vinna í málinu.
Af viðtölum við forstjóra Útlendingastofnunar að dæma eru hælisleitendamálin fyrirferðarmesta viðfangsefni stofnunarinnar og fá þess vegna oftast umfjöllun í fjölmiðlum. En fleiri útlendinga rekur á fjörur hennar. Í haust var Kristín til dæmis að upplýsa okkur um að útlendingar frá tilteknu landi stunduðu mansal með börn að staðaldri og að útlendingar væru unnvörpum að öðlast íslenskan ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra skjala.
Stinga í hjartað
Rétt er að taka fram að Kristín upplýsir ekki um hversu stóran hóp er að ræða, enda hafi hún engar staðreyndir til að styðja sínar yfirlýsingar. Stofnunin er nefnilega fjársvelta og má ekki vera að því að „leggjast í fræðimennsku og rannsóknir“. Gott hjá forstjóranum samt að gefa sér tíma til að tala við fjölmiðla.
Í leit sinni að fjármögnun lætur forstjórinn út úr sér alls konar yfirlýsingar sem hljóta að stinga hvern þann í hjartað sem hefur snefil af samúð með náunganum. Auk þess eru þær birtingarmynd annaðhvort algjörrar vanþekkingar á aðstæðum, sér í lagi hælisleitenda, eða hreinna fordóma. Gerir það ekki manneskjuna vanhæfa til að sinna þessu starfi?
Það er nauðsynlegt og hollt að ræða um málefni. En það skiptir máli hvernig það er gert, hver gerir það og með hvaða markmið í huga. Dylgjur, slúður og yfirlýsingar um heila þjóðfélagshópa sem ekki er hægt að styðja með staðreyndum skaða. Þær kynda undir fordómum og hatri gagnvart öllum innflytjendum. Sérstaklega þegar forstjóri Útlendingastofnunar í krafti stöðu sinnar lætur þau út úr sér. Það eru nefnilega margir sem gera ráð fyrir því að forstjórinn hljóti að tala af einhverri þekkingu og taka mark á því sem hann segir. Þess vegna vega orð forstjórans þungt í umræðunni og þess vegna fylgir þeim meiri ábyrgð en ella.
Ég vona innilega að allt þetta sem Kristín Völundardóttir lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum sé einungis vegna viðleitni hennar til að gera stofnuninni sinni kleift að sinna skjólstæðingum sínum á mannsæmandi hátt og bjóða starfsfólki sómasamleg vinnuskilyrði. Ég nefnilega trúi á það góða í fólki og vona að Kristín einfaldlega átti sig ekki á afar slæmum áhrifum sem hennar yfirlýsingar hafa.
Kristín Völundardóttir, þín vegna vona ég að þú þurfir aldrei að ferðast um heiminn sem flóttamaður. Treystu mér, það eru til sársaukaminni leiðir til að kynnast útlöndum. Skiptu um starf ef þér er umgengni við útlendinga um megn. Nú er mál að linni.
Skoðun

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni
Jón Ármann Steinsson skrifar

Hálfleikur
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Kvóti á kyrrð öræfanna
Haukur Arnþórsson skrifar

Burt með sjálftöku og spillingu
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ríkislögreglustjóri hótar héraðsdómi
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Sjúkraliðar – ný viðbót í geðheilbrigðisþjónustu
Sandra B. Franks skrifar

Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar?
Finnur Birgisson skrifar

Götóttar kvíar og enn lekara regluverk
Tómas Guðbjartsson skrifar

Svar við grein Samuel Rostøl
Jón Vigfús Guðjónsson skrifar

Forvarnir gegn fávisku
Birgir Dýrfjörð skrifar

Hungurverkfall í 21 dag
Samuel Rostøl skrifar

Bergið headspace er 5 ára
Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar

Neistaflug
Guðmundur Engilbertsson skrifar

Breytum orðum í aðgerðir - hraðari árangur til 2030
Auður Hrefna Guðmundsdóttir,Vala Karen Viðarsdóttir skrifar

Ekki meinlaus heldur hatursfull orðræða
Anna Lilja Björnsdóttir,Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar

Hugum að heyrn
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Bílrúðuviðgerð er ókeypis og umhverfisvæn
Ágúst Mogensen skrifar

Stór orð en ekkert fjármagn
Kristrún Frostadóttir skrifar

Lýðheilsulög?
Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar

Hvati til orkuskipta
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Frelsi á útsölu
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Gervigreind og höfundaréttur
Henry Alexander Henrysson skrifar

Aðstandendur heilabilunarsjúklinga
Magnús Karl Magnússon skrifar

Hvers vegna má ekki ræða hagræðingu?
Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Kosningar í Póllandi
Jacek Godek skrifar

Velferð við upphaf þingvetrar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Orkulaus orkuskipti?
Jón Trausti Ólafsson skrifar

Er samtalið búið?
Guðlaugur Bragason skrifar