Ferðaglaðir hælis- leitendur og aðrar útlenskar afætur Tatjana Latinovic skrifar 23. janúar 2013 07:00 Kristín Völundardóttir er í forsvari fyrir ríkisstofnun sem er fjársvelt. Henni er umhugað um starfsfólkið sitt sem vinnur undir miklu álagi. En hvaða ríkisstofnun er ekki fjársvelt? Í hvaða stofnun eða þjónustu sem er, þar sem unnið er með fólk, er starfsfólk ekki undir miklu álagi? Er ástandið betra hjá Barnaverndarstofu? Eða á spítölum? Varla. Forstjóri Útlendingastofnunar hefur á síðustu mánuðum farið mikinn í fjölmiðlum, aðallega með kvartanir gagnvart skjólstæðingum sínum. Nýjasta dæmið er lýsingar um svokallaðan hælisleitendatúrisma. Samkvæmt forstjóranum getur verið fýsilegur kostur að fá frítt fæði og húsnæði í einhverju landi og kynna sér land og þjóð á meðan verið er að vinna í málinu. Af viðtölum við forstjóra Útlendingastofnunar að dæma eru hælisleitendamálin fyrirferðarmesta viðfangsefni stofnunarinnar og fá þess vegna oftast umfjöllun í fjölmiðlum. En fleiri útlendinga rekur á fjörur hennar. Í haust var Kristín til dæmis að upplýsa okkur um að útlendingar frá tilteknu landi stunduðu mansal með börn að staðaldri og að útlendingar væru unnvörpum að öðlast íslenskan ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra skjala.Stinga í hjartað Rétt er að taka fram að Kristín upplýsir ekki um hversu stóran hóp er að ræða, enda hafi hún engar staðreyndir til að styðja sínar yfirlýsingar. Stofnunin er nefnilega fjársvelta og má ekki vera að því að „leggjast í fræðimennsku og rannsóknir“. Gott hjá forstjóranum samt að gefa sér tíma til að tala við fjölmiðla. Í leit sinni að fjármögnun lætur forstjórinn út úr sér alls konar yfirlýsingar sem hljóta að stinga hvern þann í hjartað sem hefur snefil af samúð með náunganum. Auk þess eru þær birtingarmynd annaðhvort algjörrar vanþekkingar á aðstæðum, sér í lagi hælisleitenda, eða hreinna fordóma. Gerir það ekki manneskjuna vanhæfa til að sinna þessu starfi? Það er nauðsynlegt og hollt að ræða um málefni. En það skiptir máli hvernig það er gert, hver gerir það og með hvaða markmið í huga. Dylgjur, slúður og yfirlýsingar um heila þjóðfélagshópa sem ekki er hægt að styðja með staðreyndum skaða. Þær kynda undir fordómum og hatri gagnvart öllum innflytjendum. Sérstaklega þegar forstjóri Útlendingastofnunar í krafti stöðu sinnar lætur þau út úr sér. Það eru nefnilega margir sem gera ráð fyrir því að forstjórinn hljóti að tala af einhverri þekkingu og taka mark á því sem hann segir. Þess vegna vega orð forstjórans þungt í umræðunni og þess vegna fylgir þeim meiri ábyrgð en ella. Ég vona innilega að allt þetta sem Kristín Völundardóttir lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum sé einungis vegna viðleitni hennar til að gera stofnuninni sinni kleift að sinna skjólstæðingum sínum á mannsæmandi hátt og bjóða starfsfólki sómasamleg vinnuskilyrði. Ég nefnilega trúi á það góða í fólki og vona að Kristín einfaldlega átti sig ekki á afar slæmum áhrifum sem hennar yfirlýsingar hafa. Kristín Völundardóttir, þín vegna vona ég að þú þurfir aldrei að ferðast um heiminn sem flóttamaður. Treystu mér, það eru til sársaukaminni leiðir til að kynnast útlöndum. Skiptu um starf ef þér er umgengni við útlendinga um megn. Nú er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Kristín Völundardóttir er í forsvari fyrir ríkisstofnun sem er fjársvelt. Henni er umhugað um starfsfólkið sitt sem vinnur undir miklu álagi. En hvaða ríkisstofnun er ekki fjársvelt? Í hvaða stofnun eða þjónustu sem er, þar sem unnið er með fólk, er starfsfólk ekki undir miklu álagi? Er ástandið betra hjá Barnaverndarstofu? Eða á spítölum? Varla. Forstjóri Útlendingastofnunar hefur á síðustu mánuðum farið mikinn í fjölmiðlum, aðallega með kvartanir gagnvart skjólstæðingum sínum. Nýjasta dæmið er lýsingar um svokallaðan hælisleitendatúrisma. Samkvæmt forstjóranum getur verið fýsilegur kostur að fá frítt fæði og húsnæði í einhverju landi og kynna sér land og þjóð á meðan verið er að vinna í málinu. Af viðtölum við forstjóra Útlendingastofnunar að dæma eru hælisleitendamálin fyrirferðarmesta viðfangsefni stofnunarinnar og fá þess vegna oftast umfjöllun í fjölmiðlum. En fleiri útlendinga rekur á fjörur hennar. Í haust var Kristín til dæmis að upplýsa okkur um að útlendingar frá tilteknu landi stunduðu mansal með börn að staðaldri og að útlendingar væru unnvörpum að öðlast íslenskan ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra skjala.Stinga í hjartað Rétt er að taka fram að Kristín upplýsir ekki um hversu stóran hóp er að ræða, enda hafi hún engar staðreyndir til að styðja sínar yfirlýsingar. Stofnunin er nefnilega fjársvelta og má ekki vera að því að „leggjast í fræðimennsku og rannsóknir“. Gott hjá forstjóranum samt að gefa sér tíma til að tala við fjölmiðla. Í leit sinni að fjármögnun lætur forstjórinn út úr sér alls konar yfirlýsingar sem hljóta að stinga hvern þann í hjartað sem hefur snefil af samúð með náunganum. Auk þess eru þær birtingarmynd annaðhvort algjörrar vanþekkingar á aðstæðum, sér í lagi hælisleitenda, eða hreinna fordóma. Gerir það ekki manneskjuna vanhæfa til að sinna þessu starfi? Það er nauðsynlegt og hollt að ræða um málefni. En það skiptir máli hvernig það er gert, hver gerir það og með hvaða markmið í huga. Dylgjur, slúður og yfirlýsingar um heila þjóðfélagshópa sem ekki er hægt að styðja með staðreyndum skaða. Þær kynda undir fordómum og hatri gagnvart öllum innflytjendum. Sérstaklega þegar forstjóri Útlendingastofnunar í krafti stöðu sinnar lætur þau út úr sér. Það eru nefnilega margir sem gera ráð fyrir því að forstjórinn hljóti að tala af einhverri þekkingu og taka mark á því sem hann segir. Þess vegna vega orð forstjórans þungt í umræðunni og þess vegna fylgir þeim meiri ábyrgð en ella. Ég vona innilega að allt þetta sem Kristín Völundardóttir lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum sé einungis vegna viðleitni hennar til að gera stofnuninni sinni kleift að sinna skjólstæðingum sínum á mannsæmandi hátt og bjóða starfsfólki sómasamleg vinnuskilyrði. Ég nefnilega trúi á það góða í fólki og vona að Kristín einfaldlega átti sig ekki á afar slæmum áhrifum sem hennar yfirlýsingar hafa. Kristín Völundardóttir, þín vegna vona ég að þú þurfir aldrei að ferðast um heiminn sem flóttamaður. Treystu mér, það eru til sársaukaminni leiðir til að kynnast útlöndum. Skiptu um starf ef þér er umgengni við útlendinga um megn. Nú er mál að linni.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun