Loftið opnar í kvöld - Hálfdan Pedersen hannar staðinn 18. janúar 2013 11:00 Loftið opnar á efri hæð Austurstrætis 9 í kvöld. "Húsið á sér mjög langa sögu og hefur verið eitt og annað í gegnum tíðina en þó alltaf kallað Jacobsens húsið. Við færðum rýmið í eins upprunalegt horf og við gátum. Þegar við fjarlægðum málningu af veggjum kom í ljós litur sem hafði eitt sinn verið á veggjunum og við héldum honum, sem og munstri sem að hillur sem smíðaðar höfðu verið í verslunina höfðu mótað í veggina,“ segir Hálfdan Pedersen, leikmynda- og innanhúshönnuður, sem fenginn var til að hanna innviði skemmtistaðarins Loftsins sem opnar í kvöld. Skemmtistaðurinn er í Austurstræti 9 og í sama húsnæði og áður hýsti verslunina Egil Jacobsen og veitingastaðinn La Primavera. Verslunin Egill Jacobsen var stofnuð af dönskum kaupmanni árið 1906 og í eigu sömu fjölskyldu allt til ársins 1997. Hálfdan hefur starfað sem leikmyndahönnuður í tæp tuttugu ár, þar af tíu í Los Angeles, en undanfarið hefur hann fengist meira við innanhúshönnun. Hann hefur meðal annars hannað verslunina Geysi, Kex Hostel og veitingastaðinn Snaps. Staðirnir hafa allir notið mikilla vinsælda og mætti segja að allt sem Hálfdan snertir verði að gulli, en sjálfur gerir hann lítið úr þeirri yfirlýsingu. Hvert er leyndarmálið að baki velgengninni? "Ég tek langan tíma í að stara á tóman strigann og finna þarfir rýmisins. Þetta er eins og að flytja inn í nýja íbúð, það tekur mann nokkur ár að hanna rýmið þannig að manni líði sem best í því. Ætli bakgrunnurinn í leikmyndahönnun komi ekki að notum líka, maður er vanur að fara óhefðbundnar leiðir í því að afla húsmuna,“ segir hann. Hálfdan segir staðinn ætlaðan fjölbreyttum hópi fólks og lýsir andrúmsloftinu sem afslöppuðu og rómantísku. "Staðurinn ætti að höfða til þeirra sem vilja setjast niður, spjalla og njóta góðra veitinga.“ Hægt er að fylgjast nánar með framvindu mála á Facebook-síðu Loftsins. Hálfdan Pedersen hannaði skemmtistaðinn Loftið sem opnar í kvöld.... Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn Sjá meira
"Húsið á sér mjög langa sögu og hefur verið eitt og annað í gegnum tíðina en þó alltaf kallað Jacobsens húsið. Við færðum rýmið í eins upprunalegt horf og við gátum. Þegar við fjarlægðum málningu af veggjum kom í ljós litur sem hafði eitt sinn verið á veggjunum og við héldum honum, sem og munstri sem að hillur sem smíðaðar höfðu verið í verslunina höfðu mótað í veggina,“ segir Hálfdan Pedersen, leikmynda- og innanhúshönnuður, sem fenginn var til að hanna innviði skemmtistaðarins Loftsins sem opnar í kvöld. Skemmtistaðurinn er í Austurstræti 9 og í sama húsnæði og áður hýsti verslunina Egil Jacobsen og veitingastaðinn La Primavera. Verslunin Egill Jacobsen var stofnuð af dönskum kaupmanni árið 1906 og í eigu sömu fjölskyldu allt til ársins 1997. Hálfdan hefur starfað sem leikmyndahönnuður í tæp tuttugu ár, þar af tíu í Los Angeles, en undanfarið hefur hann fengist meira við innanhúshönnun. Hann hefur meðal annars hannað verslunina Geysi, Kex Hostel og veitingastaðinn Snaps. Staðirnir hafa allir notið mikilla vinsælda og mætti segja að allt sem Hálfdan snertir verði að gulli, en sjálfur gerir hann lítið úr þeirri yfirlýsingu. Hvert er leyndarmálið að baki velgengninni? "Ég tek langan tíma í að stara á tóman strigann og finna þarfir rýmisins. Þetta er eins og að flytja inn í nýja íbúð, það tekur mann nokkur ár að hanna rýmið þannig að manni líði sem best í því. Ætli bakgrunnurinn í leikmyndahönnun komi ekki að notum líka, maður er vanur að fara óhefðbundnar leiðir í því að afla húsmuna,“ segir hann. Hálfdan segir staðinn ætlaðan fjölbreyttum hópi fólks og lýsir andrúmsloftinu sem afslöppuðu og rómantísku. "Staðurinn ætti að höfða til þeirra sem vilja setjast niður, spjalla og njóta góðra veitinga.“ Hægt er að fylgjast nánar með framvindu mála á Facebook-síðu Loftsins. Hálfdan Pedersen hannaði skemmtistaðinn Loftið sem opnar í kvöld....
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“