Skoði möguleika á kynferðisbrotalínu Sunna Valgerðardóttir skrifar 17. janúar 2013 06:00 Vakin var athygli þingmanna á þeim möguleika að opna hjálparlínu fyrir þolendur og aðstandendur þolenda kynferðisbrota, sem og mögulega gerendur. Fréttablaðið/Valli Engin hjálparlína, hvorki í síma né á netinu, er starfrækt hér á landi fyrir þolendur kynferðisbrota. Fólk getur hringt í Neyðarlínuna í 112 eða í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og fengið þaðan samband við viðeigandi aðila. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, vakti athygli á málinu á fundi allsherjar- og menntamálanefndar á þriðjudag um viðbragðsáætlanir til að sporna við kynferðisbrotum gegn börnum. Flestir fundargestir tóku vel í tillögu Svölu, þá þingmenn sér í lagi, en Bragi Guðbrandsson benti á að hjálparlína fyrir börn hefði verið starfrækt undanfarin ár á vegum Barnaheilla og ekki gefist vel. Svala telur slíka hjálparlínu fyrir þolendur, aðstandendur og mögulega gerendur kynferðisbrota mögulega geta hjálpað til við að koma kynferðisbrotamálum í eðlilegan farveg í kerfinu. Hún bendir þá einnig sérstaklega á slíka línu fyrir gerendur sem finna fyrir hvötum sem þeir hafa áhyggjur af. Í 7. grein Evrópuráðssamningsins sé mælt fyrir um aðgang þeirra sem óttast að fremja brot af þessu tagi að aðstoð. Þó sé línan vissulega sér í lagi starfrækt fyrir þolendur og aðstandendur þeirra, en einnig fyrir aðra sem hafa grun um eða vita um aðstæður sem eru ekki í lagi og þurfa einhvern til að tala við og fá leiðsögn. Fólk sem ekki er tilbúið að snúa sér til yfirvalda, að minnsta kosti ekki á þessu stigi. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, tóku undir að hjálparlína sem þessi væri mikilvæg. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, segir Ísland einfaldlega of fámennt til að það borgi sig að halda úti slíkri línu. Það hafi að minnsta kosti verið raunin þegar hjálparlínan Heyrumst.is var starfrækt í þrjú ár á vegum samtakanna. Hún segir flest málin sem rötuðu inn á línuna hafa verið mál tengd vinum, kærustum eða skólanum. „Sem betur fer voru mjög fá mál sem þurfti að bregðast við. Okkar reynsla er að þessi erfiðu mál endi ekki í svona línum," segir hún. „Það kostaði of mikið að halda þessu úti miðað við aðsóknina." Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Engin hjálparlína, hvorki í síma né á netinu, er starfrækt hér á landi fyrir þolendur kynferðisbrota. Fólk getur hringt í Neyðarlínuna í 112 eða í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og fengið þaðan samband við viðeigandi aðila. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, vakti athygli á málinu á fundi allsherjar- og menntamálanefndar á þriðjudag um viðbragðsáætlanir til að sporna við kynferðisbrotum gegn börnum. Flestir fundargestir tóku vel í tillögu Svölu, þá þingmenn sér í lagi, en Bragi Guðbrandsson benti á að hjálparlína fyrir börn hefði verið starfrækt undanfarin ár á vegum Barnaheilla og ekki gefist vel. Svala telur slíka hjálparlínu fyrir þolendur, aðstandendur og mögulega gerendur kynferðisbrota mögulega geta hjálpað til við að koma kynferðisbrotamálum í eðlilegan farveg í kerfinu. Hún bendir þá einnig sérstaklega á slíka línu fyrir gerendur sem finna fyrir hvötum sem þeir hafa áhyggjur af. Í 7. grein Evrópuráðssamningsins sé mælt fyrir um aðgang þeirra sem óttast að fremja brot af þessu tagi að aðstoð. Þó sé línan vissulega sér í lagi starfrækt fyrir þolendur og aðstandendur þeirra, en einnig fyrir aðra sem hafa grun um eða vita um aðstæður sem eru ekki í lagi og þurfa einhvern til að tala við og fá leiðsögn. Fólk sem ekki er tilbúið að snúa sér til yfirvalda, að minnsta kosti ekki á þessu stigi. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, tóku undir að hjálparlína sem þessi væri mikilvæg. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, segir Ísland einfaldlega of fámennt til að það borgi sig að halda úti slíkri línu. Það hafi að minnsta kosti verið raunin þegar hjálparlínan Heyrumst.is var starfrækt í þrjú ár á vegum samtakanna. Hún segir flest málin sem rötuðu inn á línuna hafa verið mál tengd vinum, kærustum eða skólanum. „Sem betur fer voru mjög fá mál sem þurfti að bregðast við. Okkar reynsla er að þessi erfiðu mál endi ekki í svona línum," segir hún. „Það kostaði of mikið að halda þessu úti miðað við aðsóknina."
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira