Júlli harðneitar að yfirgefa Drauminn Stígur Helgason skrifar 17. janúar 2013 06:00 Júlli hefur rekið Drauminn í nærri 25 ár ár og hefur nokkrum sinnum fengið yfirvöld í heimsókn. Þessi mynd er tekin á góðri stundu árið 2004.Fréttablaðið/gva „Ég fer bara ekki neitt," segir kaupmaðurinn Júlíus Þorbergsson, Júlli í Draumnum, sem býr sig nú undir það að menn á vegum Sýslumannsins í Reykjavík banki upp á hjá honum og beri hann út. Það gæti orðið á allra næstu dögum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það í gær að bera skyldi Júlíus út úr verslunarhúsnæði Draumsins við Rauðarárstíg og íbúð í sama húsi. Verði af því er ljóst að saga Draumsins er á enda, að minnsta kosti á þessum stað þar sem verslunin hefur verið rekin í nærri aldarfjórðung við mismikinn fögnuð íbúa í nágrenninu. Eignirnar tvær, sem skráðar eru á Draum ehf., voru settar að veði fyrir láni sem sonur Júlíusar tók. Lánið fór í vanskil og í hönd fór langt og strangt innheimtuferli sem reyndist árangurslaust. Í október síðastliðnum voru eignirnar því að lokum seldar á nauðungaruppboði. Júlíus hefur hins vegar harðneitað að fara. Umráðaréttur yfir eignunum er nú hjá Íslandshótelum annars vegar og lögmanninum Jóni Magnússyni hins vegar. Magnús Jónsson, sonur Jóns, er lögmaður beggja aðila. Hann segir að eftir nauðungaruppboðið hafi Júlíus haft mánuð til að gera athugasemd við það til dómstóla. Það hafi ekki verið gert. „Í kjölfarið fórum við fram á útburð," segir Magnús. Hann kveður líklegt að af honum verði á allra næstu dögum. Júlíus segir málið hins vegar allt hið einkennilegasta, í ljósi þess að peningarnir sem sonur hans hafi átt að fá lánaða gegn veði í eignunum hafi aldrei skilað sér. Hann hafi verið svikinn og feðgarnir íhugi nú að fara í hart við lánveitandann. „Nú er hann að sigla í mjög mikil vandræði," segir hann. „Strákurinn skuldar honum ekki fimmaur." Og hann kveðst alls ekki ætla að láta bera sig út. „Ég fer náttúrulega ekki út úr mínu eigin húsnæði ef ég skulda ekki neitt. Hvernig dettur þeim það í hug?"Ekki búinn að sitja af sér dóminn Hæstiréttur staðfesti í lok september eins árs fangelsisdóm yfir Júlíusi fyrir að selja lyfseðilsskyld lyf út úr Draumnum. Júlíus kveðst ekki vera búinn að sitja af sér neinn hluta dómsins. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður," segir hann. Þegar lögregla gerði húsleit vegna þess máls í júní 2010 var Draumurinn innsiglaður. Lögregla taldi sig ekki geta haldið versluninni lokaðri eftir útgáfu ákæru og um áramótin 2011 og 2012 opnaði Júlíus hana á nýjan leik, einungis um mánuði áður en hann hlaut dóminn. Núna, ári síðar, er útlit fyrir að Draumurinn gæti verið á enda. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira
„Ég fer bara ekki neitt," segir kaupmaðurinn Júlíus Þorbergsson, Júlli í Draumnum, sem býr sig nú undir það að menn á vegum Sýslumannsins í Reykjavík banki upp á hjá honum og beri hann út. Það gæti orðið á allra næstu dögum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það í gær að bera skyldi Júlíus út úr verslunarhúsnæði Draumsins við Rauðarárstíg og íbúð í sama húsi. Verði af því er ljóst að saga Draumsins er á enda, að minnsta kosti á þessum stað þar sem verslunin hefur verið rekin í nærri aldarfjórðung við mismikinn fögnuð íbúa í nágrenninu. Eignirnar tvær, sem skráðar eru á Draum ehf., voru settar að veði fyrir láni sem sonur Júlíusar tók. Lánið fór í vanskil og í hönd fór langt og strangt innheimtuferli sem reyndist árangurslaust. Í október síðastliðnum voru eignirnar því að lokum seldar á nauðungaruppboði. Júlíus hefur hins vegar harðneitað að fara. Umráðaréttur yfir eignunum er nú hjá Íslandshótelum annars vegar og lögmanninum Jóni Magnússyni hins vegar. Magnús Jónsson, sonur Jóns, er lögmaður beggja aðila. Hann segir að eftir nauðungaruppboðið hafi Júlíus haft mánuð til að gera athugasemd við það til dómstóla. Það hafi ekki verið gert. „Í kjölfarið fórum við fram á útburð," segir Magnús. Hann kveður líklegt að af honum verði á allra næstu dögum. Júlíus segir málið hins vegar allt hið einkennilegasta, í ljósi þess að peningarnir sem sonur hans hafi átt að fá lánaða gegn veði í eignunum hafi aldrei skilað sér. Hann hafi verið svikinn og feðgarnir íhugi nú að fara í hart við lánveitandann. „Nú er hann að sigla í mjög mikil vandræði," segir hann. „Strákurinn skuldar honum ekki fimmaur." Og hann kveðst alls ekki ætla að láta bera sig út. „Ég fer náttúrulega ekki út úr mínu eigin húsnæði ef ég skulda ekki neitt. Hvernig dettur þeim það í hug?"Ekki búinn að sitja af sér dóminn Hæstiréttur staðfesti í lok september eins árs fangelsisdóm yfir Júlíusi fyrir að selja lyfseðilsskyld lyf út úr Draumnum. Júlíus kveðst ekki vera búinn að sitja af sér neinn hluta dómsins. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður," segir hann. Þegar lögregla gerði húsleit vegna þess máls í júní 2010 var Draumurinn innsiglaður. Lögregla taldi sig ekki geta haldið versluninni lokaðri eftir útgáfu ákæru og um áramótin 2011 og 2012 opnaði Júlíus hana á nýjan leik, einungis um mánuði áður en hann hlaut dóminn. Núna, ári síðar, er útlit fyrir að Draumurinn gæti verið á enda.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira