Samvinna í gegnum Skype og Dropbox Sara McMahon skrifar 16. janúar 2013 07:00 Frumraun Kari Óskar Grétudóttur og Kristínar Eiríksdóttur í leikritun verður sett á svið í Kassanum í vor. fréttablaðið/anton brink „Við höfum verið vinkonur frá fjórtán ára aldri en höfum ekki unnið saman áður, þetta lá því beint við. Samvinnan gekk ljómandi vel og fór að mestu í gegnum Skype og Dropbox því Stína var að ferðast um Asíu en ég var heima. Við unnum þetta bæði saman og hvor í sínu lagi og sendum þá einstaka kafla á milli í pósti," segir Kari Ósk Grétudóttir sem skrifaði leikverkið Karma fyrir fugla ásamt Kristínu Eiríksdóttur. Verkið verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins þann 1. mars. Kari og Kristín eru báðar myndlistarmenntaðar og er þetta þeirra fyrsta leikverk. Kristín er þó ekki ókunnug ritlistinni því hún sendi frá sér skáldsöguna Hvítfeld, fjölskyldusaga fyrir jól og hefur áður skrifað smásögur og ljóð. Karma fyrir fugla fjallar um afleiðingar ofbeldis og heljartök fortíðarinnar á sálina. Kari lýsir verkinu sem afleiðinga- og áfallasögu og segir umfjöllunarefnið vera þeim stöllum hugleikið. „Við höfðum skrifað annað leikverk áður sem var nokkurs konar fjölskyldusaga. Kjarninn í því verki var notaður í Karma fyrir fugla. Umfjöllunarefnið hefur brunnið á okkur báðum mjög lengi og okkur fannst ekki annað hægt en að verkið fjallaði einmitt um þetta." Eins og áður hefur komið fram er þetta frumraun vinkvennanna í leikritun en að sögn Kari reyndist verkefnið þeim auðvelt þrátt fyrir reynsluleysið. „Þetta kom nokkuð auðveldlega um leið og við vorum byrjaðar. Kannski vorum við svona djarfar því við vorum ekki með neina pressu á okkur. Við lásum eitthvað af leikverkum áður en við byrjuðum og lögðumst í mikla heimildavinnu en við tókum engan krasskúrs í leikritun." Kari og Kristín hafa unnið náið með leikstjóra verksins, Kristínu Jóhannesdóttur, við uppsetningu þess. „Við funduðum stíft með leikstjóranum og sviðsmynda- og búningahönnuðinum og analíseruðum verkið í þaula með leikurunum. Við fengum þó ekki að koma nálægt leikaravalinu, leikstjórinn sá alfarið um það," segir hún og hlær. Þegar Kari er að lokum innt eftir því hvort þær stöllur ætli sér að vinna áfram saman svarar hún játandi. „Við höfum ekki fengið nóg hvor af annarri enn þá og það er ýmislegt í pípunum hjá okkur þó ekkert sé enn ákveðið," segir hún að lokum. Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
„Við höfum verið vinkonur frá fjórtán ára aldri en höfum ekki unnið saman áður, þetta lá því beint við. Samvinnan gekk ljómandi vel og fór að mestu í gegnum Skype og Dropbox því Stína var að ferðast um Asíu en ég var heima. Við unnum þetta bæði saman og hvor í sínu lagi og sendum þá einstaka kafla á milli í pósti," segir Kari Ósk Grétudóttir sem skrifaði leikverkið Karma fyrir fugla ásamt Kristínu Eiríksdóttur. Verkið verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins þann 1. mars. Kari og Kristín eru báðar myndlistarmenntaðar og er þetta þeirra fyrsta leikverk. Kristín er þó ekki ókunnug ritlistinni því hún sendi frá sér skáldsöguna Hvítfeld, fjölskyldusaga fyrir jól og hefur áður skrifað smásögur og ljóð. Karma fyrir fugla fjallar um afleiðingar ofbeldis og heljartök fortíðarinnar á sálina. Kari lýsir verkinu sem afleiðinga- og áfallasögu og segir umfjöllunarefnið vera þeim stöllum hugleikið. „Við höfðum skrifað annað leikverk áður sem var nokkurs konar fjölskyldusaga. Kjarninn í því verki var notaður í Karma fyrir fugla. Umfjöllunarefnið hefur brunnið á okkur báðum mjög lengi og okkur fannst ekki annað hægt en að verkið fjallaði einmitt um þetta." Eins og áður hefur komið fram er þetta frumraun vinkvennanna í leikritun en að sögn Kari reyndist verkefnið þeim auðvelt þrátt fyrir reynsluleysið. „Þetta kom nokkuð auðveldlega um leið og við vorum byrjaðar. Kannski vorum við svona djarfar því við vorum ekki með neina pressu á okkur. Við lásum eitthvað af leikverkum áður en við byrjuðum og lögðumst í mikla heimildavinnu en við tókum engan krasskúrs í leikritun." Kari og Kristín hafa unnið náið með leikstjóra verksins, Kristínu Jóhannesdóttur, við uppsetningu þess. „Við funduðum stíft með leikstjóranum og sviðsmynda- og búningahönnuðinum og analíseruðum verkið í þaula með leikurunum. Við fengum þó ekki að koma nálægt leikaravalinu, leikstjórinn sá alfarið um það," segir hún og hlær. Þegar Kari er að lokum innt eftir því hvort þær stöllur ætli sér að vinna áfram saman svarar hún játandi. „Við höfum ekki fengið nóg hvor af annarri enn þá og það er ýmislegt í pípunum hjá okkur þó ekkert sé enn ákveðið," segir hún að lokum.
Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“