Hve mikilvægur er eiður lækna? Jón Þór Ólafsson skrifar 15. janúar 2013 06:00 Dóttir mín þriggja ára fékk lungnabólgu á dögunum. Læknirinn sem greindi hana á Læknavaktinni sagði að um bakteríusýkingu væri að ræða svo sýklalyf væru málið. Ég spurði hvort greiningin væri örugg og vildi láta rannsaka hvort mögulega væri um veirusýkingu að ræða. Sýklalyf virka ekki á veirur en þau geta farið mjög illa með líkamann og ónæmiskerfið svo ef um veirusýkingu væri að ræða myndu þau aðeins gera ógagn. Læknirinn vildi ekki rannsaka það frekar og skrifaði upp á breiðvirkt sýklalyf sem virkaði svo ekki. Nokkrum dögum síðar fór ég með fimm vikna son minn á Barnaspítala Hringsins þar sem hann var að fá sömu einkenni og systir hans. Mjög indæll læknir þar tók tveggja mínútna CRP-blóðpróf sem útilokaði bakteríusýkingu. Hann var því ekki settur á sýklalyf og önnur meðferð valin. Hvers vegna fékk dóttir mín ekki svona tveggja mínútna CRP-próf áður en henni var gefið lyf sem gat gert veikindi hennar verri án nokkurs gagns? Er það sparnaðarstefna Læknavaktarinnar að spara þessi próf?Trúnaðarsamband við sjúkling Flestir læknar sverja eið sem oft er kenndur við Hippokrates, upphafsmann vestrænna læknavísinda. Genfarheit Alþjóðafélags lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilbrigði sjúklings míns í huga framar öllu öðru“ og í alþjóðasiðareglum lækna er því lýst yfir, að „[l]ækni ber einungis að taka mið af hagsmunum sjúklings, þegar hann veitir læknisþjónustu.“ Reglan að læknir skuli setja í forgang hagsmuni sjúklings sem hann meðhöndlar hverju sinni er góð, því að allt starf læknisins byggir á trausti sjúklingsins til hans. Siðareglur Læknafélags Íslands skylda því lækna til að varðveita það traust eins og segir í 13. grein þeirra: „Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga sína.“Forgangsröðun Ómögulegt er að bjóða öllum upp á bestu meðferð sem læknavísindin hafa upp á að bjóða. Til þess eru ekki til nægir fjármunir. Forgangsröðun er því óhjákvæmileg. En forgangsröðun meðferðarúrræða án fullnægjandi mats á ávinningi og kostnaði er óvísindaleg og ósiðleg. Slík forgangsröðun í opinberu heilbrigðiskerfi er á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda. Læknir er hvorki siðferðilega né fræðilega í aðstöðu til að meta hvort rétt sé að vanrækja að bjóða sjúklingi sínum upp á meðferðarúrræði sem bætir heilsu hans, sé það almennt í boði. „Lækni sæmir ekki að láta hagsmuni óviðkomandi sjúklingi hafa áhrif á ákvarðanir sínar, þegar hann veitir eða vísar á heilbrigðisþjónustu.“ eins og segir í 5. grein siðareglna Læknafélags Íslands.Lækniseiðurinn Stjórnvöld hafa skorið niður til heilbrigðismála. Heilbrigðisyfirvöld hafa vanrækt að gera vísindalega forgangsröðun á meðferðarúrræðum. Svo nú er þrýstingur á lækna að svíkja þann sjúkling sem hann meðhöndlar hverju sinni til að ná fram sparnaði fyrir heildarhag sjúklinga. Sem betur fer eru til siðareglur og eiðar til að leiðbeina læknum í slíkri stöðu. Spyrjum lækninn okkar: „Munt þú hafa heilbrigði mitt í huga framar öllu öðru við meðferð mína?“ Stöndum svo fast með læknum sem standa með okkur og standa fast á lækniseiðinum, líka á sparnaðartímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín þriggja ára fékk lungnabólgu á dögunum. Læknirinn sem greindi hana á Læknavaktinni sagði að um bakteríusýkingu væri að ræða svo sýklalyf væru málið. Ég spurði hvort greiningin væri örugg og vildi láta rannsaka hvort mögulega væri um veirusýkingu að ræða. Sýklalyf virka ekki á veirur en þau geta farið mjög illa með líkamann og ónæmiskerfið svo ef um veirusýkingu væri að ræða myndu þau aðeins gera ógagn. Læknirinn vildi ekki rannsaka það frekar og skrifaði upp á breiðvirkt sýklalyf sem virkaði svo ekki. Nokkrum dögum síðar fór ég með fimm vikna son minn á Barnaspítala Hringsins þar sem hann var að fá sömu einkenni og systir hans. Mjög indæll læknir þar tók tveggja mínútna CRP-blóðpróf sem útilokaði bakteríusýkingu. Hann var því ekki settur á sýklalyf og önnur meðferð valin. Hvers vegna fékk dóttir mín ekki svona tveggja mínútna CRP-próf áður en henni var gefið lyf sem gat gert veikindi hennar verri án nokkurs gagns? Er það sparnaðarstefna Læknavaktarinnar að spara þessi próf?Trúnaðarsamband við sjúkling Flestir læknar sverja eið sem oft er kenndur við Hippokrates, upphafsmann vestrænna læknavísinda. Genfarheit Alþjóðafélags lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilbrigði sjúklings míns í huga framar öllu öðru“ og í alþjóðasiðareglum lækna er því lýst yfir, að „[l]ækni ber einungis að taka mið af hagsmunum sjúklings, þegar hann veitir læknisþjónustu.“ Reglan að læknir skuli setja í forgang hagsmuni sjúklings sem hann meðhöndlar hverju sinni er góð, því að allt starf læknisins byggir á trausti sjúklingsins til hans. Siðareglur Læknafélags Íslands skylda því lækna til að varðveita það traust eins og segir í 13. grein þeirra: „Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga sína.“Forgangsröðun Ómögulegt er að bjóða öllum upp á bestu meðferð sem læknavísindin hafa upp á að bjóða. Til þess eru ekki til nægir fjármunir. Forgangsröðun er því óhjákvæmileg. En forgangsröðun meðferðarúrræða án fullnægjandi mats á ávinningi og kostnaði er óvísindaleg og ósiðleg. Slík forgangsröðun í opinberu heilbrigðiskerfi er á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda. Læknir er hvorki siðferðilega né fræðilega í aðstöðu til að meta hvort rétt sé að vanrækja að bjóða sjúklingi sínum upp á meðferðarúrræði sem bætir heilsu hans, sé það almennt í boði. „Lækni sæmir ekki að láta hagsmuni óviðkomandi sjúklingi hafa áhrif á ákvarðanir sínar, þegar hann veitir eða vísar á heilbrigðisþjónustu.“ eins og segir í 5. grein siðareglna Læknafélags Íslands.Lækniseiðurinn Stjórnvöld hafa skorið niður til heilbrigðismála. Heilbrigðisyfirvöld hafa vanrækt að gera vísindalega forgangsröðun á meðferðarúrræðum. Svo nú er þrýstingur á lækna að svíkja þann sjúkling sem hann meðhöndlar hverju sinni til að ná fram sparnaði fyrir heildarhag sjúklinga. Sem betur fer eru til siðareglur og eiðar til að leiðbeina læknum í slíkri stöðu. Spyrjum lækninn okkar: „Munt þú hafa heilbrigði mitt í huga framar öllu öðru við meðferð mína?“ Stöndum svo fast með læknum sem standa með okkur og standa fast á lækniseiðinum, líka á sparnaðartímum.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun