Sjávarútvegskaflinn strand hjá Evrópusambandsríkjunum Þorgils skrifar 3. janúar 2013 08:00 Hvar eru sjávarútvegsmálin stödd í aðildarviðræðum við ESB? Af þeim 33 samningsköflum sem eru til umræðu í aðildarviðræðum Íslands og ESB hafa formlegar viðræður hafist í 27 og lokið til bráðabirgða í ellefu. Eftir síðustu ríkjaráðstefnu í Brussel standa sex kaflar því enn eftir og þar á meðal þeir tveir veigamestu, um sjávarútveg og landbúnað. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að vonir innan framkvæmdastjórnar ESB standi til þess að í lok júní verði viðræður hafnar um alla samningskaflana nema sjávarútveg og landbúnað og samkvæmt heimildum blaðsins gildir það sama innan íslenska samningahópsins. Framvinda samningaviðræðna í einstökum köflum er háð ákveðnu ferli þar sem framkvæmdastjórnin ber íslensk lög og reglur saman við lagabálk ESB. Svokölluð rýniskýrsla er svo borin undir ráðherraráðið sem er samansett af fulltrúum frá aðildarríkjunum. Þegar öll ríkin hafa samþykkt skýrsluna er hún lögð fram og íslenskum yfirvöldum boðið að leggja fram samningsafstöðu þar sem farið er fram á sérlausnir eða að tillit sé tekið til sérstakra aðstæðna hér á landi. Einungis þá er hægt að hefja samningsviðræður formlega. Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sagði aðspurður á ríkjaráðstefnunni fyrir jól að sjávarútvegskaflinn hefði verið afgreiddur frá framkvæmdastjórninni og væri nú til umfjöllunar hjá aðildarríkjunum. Á meðan er íslenski samningahópurinn um sjávarútveg, sem samanstendur meðal annars af fulltrúum hagsmunaaðila, eins og útvegsmanna og sjómanna, og úr stjórnsýslunni, að vinna að samningsafstöðu Íslands. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við RÚV fyrir jól að sú vinna gengi vel og væri takmarkið að ná sem breiðastri sátt. Erfitt er að spá um hvenær næsta skref verður tekið og rýniskýrslan verður lögð fram, en heimildir Fréttablaðsins herma að einstök aðildarríki krefjist meiri yfirlegu en önnur. Ekki er hægt að líta fram hjá áhrifum makríldeilunnar í þeim efnum. Þó margoft hafi verið reynt að undirstrika að deilan tengist viðræðunum ekki beint er ljóst að þó að viðræður gætu hafist áður en samkomulag næst munu lokasamningar ekki nást um sjávarútveg fyrr en makríldeilan leysist, enda er þar um að ræða deilistofn ólíkt hinum staðbundnu stofnum á Íslandsmiðum. Írar, sem eru einn helsti andstæðingur Íslands í makrílmálum meðal ESB-ríkja, fara með forystu í ESB fyrri helming ársins, þannig að afar ólíklegt verður að þykja að viðræður um sjávarútveg hefjist fyrr en vonir standa til. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Hvar eru sjávarútvegsmálin stödd í aðildarviðræðum við ESB? Af þeim 33 samningsköflum sem eru til umræðu í aðildarviðræðum Íslands og ESB hafa formlegar viðræður hafist í 27 og lokið til bráðabirgða í ellefu. Eftir síðustu ríkjaráðstefnu í Brussel standa sex kaflar því enn eftir og þar á meðal þeir tveir veigamestu, um sjávarútveg og landbúnað. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að vonir innan framkvæmdastjórnar ESB standi til þess að í lok júní verði viðræður hafnar um alla samningskaflana nema sjávarútveg og landbúnað og samkvæmt heimildum blaðsins gildir það sama innan íslenska samningahópsins. Framvinda samningaviðræðna í einstökum köflum er háð ákveðnu ferli þar sem framkvæmdastjórnin ber íslensk lög og reglur saman við lagabálk ESB. Svokölluð rýniskýrsla er svo borin undir ráðherraráðið sem er samansett af fulltrúum frá aðildarríkjunum. Þegar öll ríkin hafa samþykkt skýrsluna er hún lögð fram og íslenskum yfirvöldum boðið að leggja fram samningsafstöðu þar sem farið er fram á sérlausnir eða að tillit sé tekið til sérstakra aðstæðna hér á landi. Einungis þá er hægt að hefja samningsviðræður formlega. Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sagði aðspurður á ríkjaráðstefnunni fyrir jól að sjávarútvegskaflinn hefði verið afgreiddur frá framkvæmdastjórninni og væri nú til umfjöllunar hjá aðildarríkjunum. Á meðan er íslenski samningahópurinn um sjávarútveg, sem samanstendur meðal annars af fulltrúum hagsmunaaðila, eins og útvegsmanna og sjómanna, og úr stjórnsýslunni, að vinna að samningsafstöðu Íslands. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við RÚV fyrir jól að sú vinna gengi vel og væri takmarkið að ná sem breiðastri sátt. Erfitt er að spá um hvenær næsta skref verður tekið og rýniskýrslan verður lögð fram, en heimildir Fréttablaðsins herma að einstök aðildarríki krefjist meiri yfirlegu en önnur. Ekki er hægt að líta fram hjá áhrifum makríldeilunnar í þeim efnum. Þó margoft hafi verið reynt að undirstrika að deilan tengist viðræðunum ekki beint er ljóst að þó að viðræður gætu hafist áður en samkomulag næst munu lokasamningar ekki nást um sjávarútveg fyrr en makríldeilan leysist, enda er þar um að ræða deilistofn ólíkt hinum staðbundnu stofnum á Íslandsmiðum. Írar, sem eru einn helsti andstæðingur Íslands í makrílmálum meðal ESB-ríkja, fara með forystu í ESB fyrri helming ársins, þannig að afar ólíklegt verður að þykja að viðræður um sjávarútveg hefjist fyrr en vonir standa til.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira