Innlent

Fallið verði frá sjúklingagjaldi

Samúel Karl Ólason skrifar
Kjaranefnd félags eldri borgara í Reykjavík telur gjöld þegar vera of há.
Kjaranefnd félags eldri borgara í Reykjavík telur gjöld þegar vera of há. Fréttablaðið/gva
Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík mótmælir harðlega ætlun ríkisstjórnarinnar að leggja 1.200 króna gjald á þá sem leggjast inn á Landspítalann og aðrar sjúkrastofnanir. Telur nefndin gjaldið bitna á öldruðum og skorar á stjórnvöld að falla frá því. Þegar séu komugjöld og aðrir sjúklingaskattar of háir.



Jafnframt harmar nefndin að í fjármálafrumvarpinu sé ekki gert ráð fyrir leiðréttingu lífeyris aldraðra og öryrkja, sem orðið hafa fyrir kjaragliðnun á krepputímanum. Standa þurfi við gefin loforð og hækka þurfi lífeyri um tuttugu prósent til leiðréttingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×