Hávaði – málröskun – ADHD* Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar 10. október 2013 06:00 Þegar kemur að ADHD verður að taka inn í umræðuna dvöl barna í hávaða. Margar rannsóknir hafa sýnt skaðsemi hávaða fyrir vitsmunaþroska, einbeitingu, heyrn, málþroska, minni, námsgetu, lestrarnám, félagatengsl, rödd, svefn og almenna líðan barna. Árið 2012 dvöldu um 83 prósent barna á aldrinum eins til fimm ára á leikskólum, langflest þeirra daglangt. Á þessum aldri taka börn út málþroska og því mikilvægt að þau geti heyrt og fylgst með því sem sagt er. Í leikskólum hefur hávaði verið mældur það hár að hann er löngu kominn yfir þau viðmiðunarmörk sem við, þessi fullorðnu, setjum sem algert skilyrði fyrir því að geta einbeitt okkur eða átt í samræðum. Mannsröddinni eru takmörk sett. Þar sem raddmál er samsetning talhljóða sem drukkna og bjagast í hávaða segir það sig sjálft að börnin eiga það á hættu að heyra ekki rétt það sem er sagt. Þar með er hætta á að hlustunarlöngunin þverri. Og hvað á þá að gera? Hvað myndum við sjálf gera ef við gætum ekki hlustað á talað mál okkur til skilnings? Ætli flestir myndu ekki láta sig hverfa af vettvangi. Það geta börn ekki. Þau verða að dveljast í þessum hávaða og eiga að hlusta og einbeita sér. Þar með er hætt við að athygli, einbeiting, áhugi og úthald þverri. Sem sagt einkenni ADHD.Vandamálin halda áfram En eru þetta ADHD-börn? Ekki samkvæmt skilgreiningu um taugafræðilega röskun. Slíkt gildir ekki um málröskunarbörn sem hafa ekki náð að þroska með sér mál. Þar er orsök athyglis- og einbeitingarskorts að finna í lélegri málgetu. Getur það verið að börn sem hafa ekki náð að þroska með sér hlustun og mál séu greind með ADHD og jafnvel sett á lyf? Rannsóknir hafa sýnt að lyf gagnast ekki þessum hópi barna. Ef börn hafa ekki náð að taka út málþroska á fyrstu æviárum halda vandamálin áfram upp í grunnskóla þar sem þau lenda í erfiðleikum með að fylgjast með kennslu. Þar hefur hávaði einnig mælst of mikill fyrir einbeitingarvinnu og hlustun, reyndar svo mikill að í sumum skólum fá nemendur afhentar heyrnarhlífar. Börnum með málraskanir er þar sérstaklega hætt og þeim fer fjölgandi frekar en hitt. Það er háalvarlegt. Menntakerfi okkar er metnaðarfullt en það er ekki nóg ef ekki er hægt að fylgja áætlunum eftir vegna skorts á peningum. Oft eru of mörg börn með ólíkar þarfir sett saman í eina kennslustofu. Það getur skapað mikinn hávaða, mikið áreiti og að kennari nái ekki að sinna sínu starfi sem skyldi og hann vildi. Hér verður að snúa þróun við. Það þarf að skapa viðunandi hlustunarskilyrði með því að draga úr hávaðanum í kennsluumhverfi barna. Ýmsar leiðir eru til þess, fyrst og fremst þarf þó vitundarvakningu um að hávaði sé ekki í boði. Slíkt er meðal annars gert með því að fækka börnum í hópi. Þá er von til þess að börn með málröskun, sökum slakrar hlustunargetu, nái að rétta úr kútnum, trúlegra þó með hjálp talmeinafræðinga en ekki lyfja. Munum að börn kvarta ekki en þau sýna vanlíðan sína með hegðun sinni. (*ADHD er skammstöfun á enska hugtakinu attention deficit hyperactivity disorder; ísl. athyglisbrestur með ofvirkni) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Þegar kemur að ADHD verður að taka inn í umræðuna dvöl barna í hávaða. Margar rannsóknir hafa sýnt skaðsemi hávaða fyrir vitsmunaþroska, einbeitingu, heyrn, málþroska, minni, námsgetu, lestrarnám, félagatengsl, rödd, svefn og almenna líðan barna. Árið 2012 dvöldu um 83 prósent barna á aldrinum eins til fimm ára á leikskólum, langflest þeirra daglangt. Á þessum aldri taka börn út málþroska og því mikilvægt að þau geti heyrt og fylgst með því sem sagt er. Í leikskólum hefur hávaði verið mældur það hár að hann er löngu kominn yfir þau viðmiðunarmörk sem við, þessi fullorðnu, setjum sem algert skilyrði fyrir því að geta einbeitt okkur eða átt í samræðum. Mannsröddinni eru takmörk sett. Þar sem raddmál er samsetning talhljóða sem drukkna og bjagast í hávaða segir það sig sjálft að börnin eiga það á hættu að heyra ekki rétt það sem er sagt. Þar með er hætta á að hlustunarlöngunin þverri. Og hvað á þá að gera? Hvað myndum við sjálf gera ef við gætum ekki hlustað á talað mál okkur til skilnings? Ætli flestir myndu ekki láta sig hverfa af vettvangi. Það geta börn ekki. Þau verða að dveljast í þessum hávaða og eiga að hlusta og einbeita sér. Þar með er hætt við að athygli, einbeiting, áhugi og úthald þverri. Sem sagt einkenni ADHD.Vandamálin halda áfram En eru þetta ADHD-börn? Ekki samkvæmt skilgreiningu um taugafræðilega röskun. Slíkt gildir ekki um málröskunarbörn sem hafa ekki náð að þroska með sér mál. Þar er orsök athyglis- og einbeitingarskorts að finna í lélegri málgetu. Getur það verið að börn sem hafa ekki náð að þroska með sér hlustun og mál séu greind með ADHD og jafnvel sett á lyf? Rannsóknir hafa sýnt að lyf gagnast ekki þessum hópi barna. Ef börn hafa ekki náð að taka út málþroska á fyrstu æviárum halda vandamálin áfram upp í grunnskóla þar sem þau lenda í erfiðleikum með að fylgjast með kennslu. Þar hefur hávaði einnig mælst of mikill fyrir einbeitingarvinnu og hlustun, reyndar svo mikill að í sumum skólum fá nemendur afhentar heyrnarhlífar. Börnum með málraskanir er þar sérstaklega hætt og þeim fer fjölgandi frekar en hitt. Það er háalvarlegt. Menntakerfi okkar er metnaðarfullt en það er ekki nóg ef ekki er hægt að fylgja áætlunum eftir vegna skorts á peningum. Oft eru of mörg börn með ólíkar þarfir sett saman í eina kennslustofu. Það getur skapað mikinn hávaða, mikið áreiti og að kennari nái ekki að sinna sínu starfi sem skyldi og hann vildi. Hér verður að snúa þróun við. Það þarf að skapa viðunandi hlustunarskilyrði með því að draga úr hávaðanum í kennsluumhverfi barna. Ýmsar leiðir eru til þess, fyrst og fremst þarf þó vitundarvakningu um að hávaði sé ekki í boði. Slíkt er meðal annars gert með því að fækka börnum í hópi. Þá er von til þess að börn með málröskun, sökum slakrar hlustunargetu, nái að rétta úr kútnum, trúlegra þó með hjálp talmeinafræðinga en ekki lyfja. Munum að börn kvarta ekki en þau sýna vanlíðan sína með hegðun sinni. (*ADHD er skammstöfun á enska hugtakinu attention deficit hyperactivity disorder; ísl. athyglisbrestur með ofvirkni)
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun