Forseti á villuslóðum Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2013 06:00 Á Íslandi er virðing fyrir frumbyggjarétti í takt við það sem þekkist í þriðjaheimsríkjum. Víða á landsbyggðinni hefur atvinnufrelsi verið heft og mönnum meinað að sækja sér lífsbjörg á sjávarmiðin sem í gegn um aldirnar hefur haldið lífi á svæðum sem bjóða ekki upp á marga aðra afkomumöguleika. Á forsíðu Fréttablaðsins segir að forseti Íslands og sjávarútvegsráðherra vilji víðtækari sátt um sjávarútveginn. Einnig er því haldið fram að hluti af þeirri sátt sé að auka skilning í samfélaginu á því hvernig sjávarútvegurinn virkar. Á Íslandi eru ekki til nein samtök eigenda auðlindarinnar og enginn talsmaður þeirra. Ekkert fjármagn hefur verið veitt til þess að tryggja að upplýsingar til almennings séu eðlilegar með tilliti til ólíkra hagsmuna. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa keypt fjölmiðla og veitt háa styrki til stjórnmálaflokka sem þeir telja sér velviljaðir. Sumir vilja kalla Sjálfstæðisflokkinn LÍÚ flokkinn. Það er nokkuð merkilegt að talsmenn sjávarútvegsins tala um að auka þurfi skilning á málefni sjávarútvegsins á sama tíma og mjög villandi upplýsingar og vanþekking berst frá þessum aðilum um atriði sem varða sjávarútveg. Forheimskandi áróður gerir samfélagið hvorki upplýstara né eykur skilning.Villandi hugmynd um sjálfbærni Það er gjarnan sagt að íslenskur sjávarútvegur sé sjálfbær og að þessari sjálfbærni þurfi að viðhalda. Þetta er kolrangt því að íslenskur sjávarútvegur hagnast á falli krónunnar um 40% en það er almenningur sem tekur á sig samsvarandi byrðar. Trúlega er þetta hæsti styrkur sem nokkur útgerð í heiminum hefur fengið frá samfélaginu. Gjaldtaka í sjávarútvegi myndi að einhverju leiðrétta þessa ölmusu sem auðugir útgerðarmenn hafa verið að þiggja af almenningi. Einokun og höft eru líka fórnarkostnaður sem aðrir en útgerðin þurfa að bera og er í andstöðu um hugmynd um sjálfbærni. Samfélagslegt óréttlæti hefur valdið úlfúð og ósátt með þjóðinni. Gjafabréf núverandi stjórnvalda er enn eitt dæmið um styrki til útgerðarinnar af þeim toga sem viðgengist hefur um áratugi.Villandi útreikningar Bjarni Jónsson, sem talar máli stórútgerðarinnar, segir: Við skulum reyndar bara taka dæmi af togaranum Páli Pálssyni, ÍS-102. Jaðarkostnaður hans við að bæta einu tonni við 70 tonna afla sinn er miklu lægri en kostnaður smábátsins við að fiska eitt tonn. Hugtakið jaðarkostnaður er notað yfir útreikninga sem eru gerðir til að skoða hagkvæmni aukinnar framleiðslu. Breytilegur kostnaður er eingöngu notaður við þessa útreikninga en horft fram hjá kostnaði sem framleiðsluaukning hefur ekki áhrif á. Það er því aldrei hægt að nota jaðarkostnað til þess að bera saman hagkvæmni tveggja fyrirtækja eða framleiðslueininga og sér í lagi þegar fjárfestingastrúktúr þessara framleiðslueininga er mjög ólíkur.Skrítið með afskriftirnar Þær upplýsingar voru gefnar vegna fyrirspurnar á Alþingi að afskriftir í sjávarútvegi væru einungis rúmlega sex milljarðar en á sama tíma berast fréttir af útgerðarmönnum sem eru að fá afskriftir upp á tugi milljarða. Nefna má í þessu samhengi útgerðarmennina Magnús Kristinsson frá Vestmannaeyjum og Guðmund Kristjánsson sem kenndur er við Brim.Vælið góðkunna Útgerðarmenn treysta mjög á trúgirni hinnar þrælslunduðu þjóðar og það vaknar hjá mér sá grunur þegar talað er um að auka þurfi skilning samfélagsins á því hvernig sjávarútvegurinn virkar að LÍÚ sé að hugsa um að herða enn á hinum forheimskandi áróðri.Hinn vinsæli frasi er núna „vandi minni og meðalstórra fyrirtækja“ þótt lítil rök liggi fyrir hvað það varðar. Staðreyndin er að framlegð sjávarútvegsins er um 70 til 80 milljarðar. Það er því nokkuð ljóst að afkoma allflestra sjávarútvegsfyrirtækja er í góðu lagi. Frasinn að einhver fyrirtæki séu í vanda er álíka gáfulegur og fara fram á ölmusustyrki fyrir alla bakara ef þrír bakarar eigi í fjárhagsvanda. Meðöl útgerðarinnar eru óvönduð.Þjóðarviljinn Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, heldur því fram að ekki hafi ríkt nægur þjóðarvilji fyrir því að vísa nýjum lögum sem afnema gjaldtöku í sjávarútvegi til þjóðarinnar. Könnun á DV sýnir að um 75% þjóðarinnar er andvígur niðurstöðu forsetans. Þetta vekur umhugsun um það hvort forsetinn telji vilja útgerðarinnar vera þjóðarvilja. Hvort forsetinn sé í dag klappstýra arðránsins.Er kvótaleiga skattur? Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem hafa tekið að sér að tala máli útgerðarinnar. Hann segir m.a.: Sérstaka veiðigjaldið er auðvitað skattur enda hluti af tekjuöflun ríkissjóðs. Það er vel þekkt að ríkissjóður aflar sér tekna eftir fleiri leiðum en með innheimtu skatta, t.d. með hlutdeild skjólstæðinga í kostnaði eða vaxtatekjum og útleigu. Útgerðarmenn hafa sjálfir leigt og selt öðrum aðgang að auðlindinni en þá hefur það verið kallað eitthvað annað en skattur, t.d. framsal, kvótaleiga eða sala aflaheimilda. Nú er þetta atferli ef maður skoðar það a priori það nákvæmlega sama hvort sem útgerðarmaðurinn er að rukka fyrir aðgang að auðlindinni eða hinn sanni eigandi, þjóðin (ríkið) er að rukka fyrir aðgang að auðlindinni. Ef það telst vera skattur að rukka fyrir aðgang að auðlindinni þá ber útgerðarmönnum sem hafa rukkað aðra útgerðarmenn fyrir aðgang að auðlindinni (með leigu eða sölu heimilda) að skila þeim tekjum í ríkissjóð.Tefla til ófriðar milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis Sérlega ógeðfelldar eru tilraunir útgerðamanna til að beina athyglinni frá skaðræði þeirra eigin hegðunar gagnvart landsbyggðinni með því að skapa úlfúð á landsbyggðinni gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Þetta er arfleifð aldagamalla hugmynda um eignarhald aðalsins á vinnuþýi sem sætti vistarböndum en óvinurinn var tækifæri sem þéttbýliskjarninn bauð upp á og það frelsi sem hann gat fært fátækum. Hinn sanni óvinur landsbyggðarinnar hefur verið útgerðin sem hefur tekið afkomumöguleika af heilu og hálfu byggðalögunum með kvótabraski. Svindl með söluverð til dótturfélaga hefur minnkað hlut sjómanna á landsbyggðinni og dregið úr tekjum hins opinbera af útgerðinni. Þetta bitnar á skólahaldi og uppbygginu í þorpum og bæjarfélögum á landsbyggðinni. Það er erfitt að sjá hvernig einhverjir latte-lepjandi borgarbúar bera ábyrgð á þessu athæfi.Vont kerfi Fiskveiðistjórnun á Íslandi hefur verið afleit. Kerfið brýtur á mannréttindum og samræmist ekki ákvæðum í stjórnarskrá né heldur ákvæðum stjórnsýslulaga um jafnræði. Kerfið hvetur til svindls og hefur verið mótað af mönnum sem hafa grætt sjálfir á kerfinu. Kerfið vinnur gegn verndunarsjónarmiðum og hvetur til brottkasts. Það er undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera aðalbandamaður útgerðarinnar í þessum efnum þar sem kerfið er andstætt frjálshyggjuhugmyndum og á meira skylt við hugmyndafræði kommúnismans um mikil ríkisafskipti og ókeypis aðgang að eignum ríkisins (þjóðarinnar en ríkið er þjóðin sagði ágætur fræðimaður). Stefna Sjálfstæðisflokksins og LÍÚ virðist vera að festa í sessi þá hugmynd að íslenska landhelgin sé hlutafélag í eigu kvótahafa. Kvótalögin eru ekki bara afleit í sjálfu sér heldur einnig stórhættuleg þróun lýðræðissamfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er virðing fyrir frumbyggjarétti í takt við það sem þekkist í þriðjaheimsríkjum. Víða á landsbyggðinni hefur atvinnufrelsi verið heft og mönnum meinað að sækja sér lífsbjörg á sjávarmiðin sem í gegn um aldirnar hefur haldið lífi á svæðum sem bjóða ekki upp á marga aðra afkomumöguleika. Á forsíðu Fréttablaðsins segir að forseti Íslands og sjávarútvegsráðherra vilji víðtækari sátt um sjávarútveginn. Einnig er því haldið fram að hluti af þeirri sátt sé að auka skilning í samfélaginu á því hvernig sjávarútvegurinn virkar. Á Íslandi eru ekki til nein samtök eigenda auðlindarinnar og enginn talsmaður þeirra. Ekkert fjármagn hefur verið veitt til þess að tryggja að upplýsingar til almennings séu eðlilegar með tilliti til ólíkra hagsmuna. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa keypt fjölmiðla og veitt háa styrki til stjórnmálaflokka sem þeir telja sér velviljaðir. Sumir vilja kalla Sjálfstæðisflokkinn LÍÚ flokkinn. Það er nokkuð merkilegt að talsmenn sjávarútvegsins tala um að auka þurfi skilning á málefni sjávarútvegsins á sama tíma og mjög villandi upplýsingar og vanþekking berst frá þessum aðilum um atriði sem varða sjávarútveg. Forheimskandi áróður gerir samfélagið hvorki upplýstara né eykur skilning.Villandi hugmynd um sjálfbærni Það er gjarnan sagt að íslenskur sjávarútvegur sé sjálfbær og að þessari sjálfbærni þurfi að viðhalda. Þetta er kolrangt því að íslenskur sjávarútvegur hagnast á falli krónunnar um 40% en það er almenningur sem tekur á sig samsvarandi byrðar. Trúlega er þetta hæsti styrkur sem nokkur útgerð í heiminum hefur fengið frá samfélaginu. Gjaldtaka í sjávarútvegi myndi að einhverju leiðrétta þessa ölmusu sem auðugir útgerðarmenn hafa verið að þiggja af almenningi. Einokun og höft eru líka fórnarkostnaður sem aðrir en útgerðin þurfa að bera og er í andstöðu um hugmynd um sjálfbærni. Samfélagslegt óréttlæti hefur valdið úlfúð og ósátt með þjóðinni. Gjafabréf núverandi stjórnvalda er enn eitt dæmið um styrki til útgerðarinnar af þeim toga sem viðgengist hefur um áratugi.Villandi útreikningar Bjarni Jónsson, sem talar máli stórútgerðarinnar, segir: Við skulum reyndar bara taka dæmi af togaranum Páli Pálssyni, ÍS-102. Jaðarkostnaður hans við að bæta einu tonni við 70 tonna afla sinn er miklu lægri en kostnaður smábátsins við að fiska eitt tonn. Hugtakið jaðarkostnaður er notað yfir útreikninga sem eru gerðir til að skoða hagkvæmni aukinnar framleiðslu. Breytilegur kostnaður er eingöngu notaður við þessa útreikninga en horft fram hjá kostnaði sem framleiðsluaukning hefur ekki áhrif á. Það er því aldrei hægt að nota jaðarkostnað til þess að bera saman hagkvæmni tveggja fyrirtækja eða framleiðslueininga og sér í lagi þegar fjárfestingastrúktúr þessara framleiðslueininga er mjög ólíkur.Skrítið með afskriftirnar Þær upplýsingar voru gefnar vegna fyrirspurnar á Alþingi að afskriftir í sjávarútvegi væru einungis rúmlega sex milljarðar en á sama tíma berast fréttir af útgerðarmönnum sem eru að fá afskriftir upp á tugi milljarða. Nefna má í þessu samhengi útgerðarmennina Magnús Kristinsson frá Vestmannaeyjum og Guðmund Kristjánsson sem kenndur er við Brim.Vælið góðkunna Útgerðarmenn treysta mjög á trúgirni hinnar þrælslunduðu þjóðar og það vaknar hjá mér sá grunur þegar talað er um að auka þurfi skilning samfélagsins á því hvernig sjávarútvegurinn virkar að LÍÚ sé að hugsa um að herða enn á hinum forheimskandi áróðri.Hinn vinsæli frasi er núna „vandi minni og meðalstórra fyrirtækja“ þótt lítil rök liggi fyrir hvað það varðar. Staðreyndin er að framlegð sjávarútvegsins er um 70 til 80 milljarðar. Það er því nokkuð ljóst að afkoma allflestra sjávarútvegsfyrirtækja er í góðu lagi. Frasinn að einhver fyrirtæki séu í vanda er álíka gáfulegur og fara fram á ölmusustyrki fyrir alla bakara ef þrír bakarar eigi í fjárhagsvanda. Meðöl útgerðarinnar eru óvönduð.Þjóðarviljinn Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, heldur því fram að ekki hafi ríkt nægur þjóðarvilji fyrir því að vísa nýjum lögum sem afnema gjaldtöku í sjávarútvegi til þjóðarinnar. Könnun á DV sýnir að um 75% þjóðarinnar er andvígur niðurstöðu forsetans. Þetta vekur umhugsun um það hvort forsetinn telji vilja útgerðarinnar vera þjóðarvilja. Hvort forsetinn sé í dag klappstýra arðránsins.Er kvótaleiga skattur? Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem hafa tekið að sér að tala máli útgerðarinnar. Hann segir m.a.: Sérstaka veiðigjaldið er auðvitað skattur enda hluti af tekjuöflun ríkissjóðs. Það er vel þekkt að ríkissjóður aflar sér tekna eftir fleiri leiðum en með innheimtu skatta, t.d. með hlutdeild skjólstæðinga í kostnaði eða vaxtatekjum og útleigu. Útgerðarmenn hafa sjálfir leigt og selt öðrum aðgang að auðlindinni en þá hefur það verið kallað eitthvað annað en skattur, t.d. framsal, kvótaleiga eða sala aflaheimilda. Nú er þetta atferli ef maður skoðar það a priori það nákvæmlega sama hvort sem útgerðarmaðurinn er að rukka fyrir aðgang að auðlindinni eða hinn sanni eigandi, þjóðin (ríkið) er að rukka fyrir aðgang að auðlindinni. Ef það telst vera skattur að rukka fyrir aðgang að auðlindinni þá ber útgerðarmönnum sem hafa rukkað aðra útgerðarmenn fyrir aðgang að auðlindinni (með leigu eða sölu heimilda) að skila þeim tekjum í ríkissjóð.Tefla til ófriðar milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis Sérlega ógeðfelldar eru tilraunir útgerðamanna til að beina athyglinni frá skaðræði þeirra eigin hegðunar gagnvart landsbyggðinni með því að skapa úlfúð á landsbyggðinni gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Þetta er arfleifð aldagamalla hugmynda um eignarhald aðalsins á vinnuþýi sem sætti vistarböndum en óvinurinn var tækifæri sem þéttbýliskjarninn bauð upp á og það frelsi sem hann gat fært fátækum. Hinn sanni óvinur landsbyggðarinnar hefur verið útgerðin sem hefur tekið afkomumöguleika af heilu og hálfu byggðalögunum með kvótabraski. Svindl með söluverð til dótturfélaga hefur minnkað hlut sjómanna á landsbyggðinni og dregið úr tekjum hins opinbera af útgerðinni. Þetta bitnar á skólahaldi og uppbygginu í þorpum og bæjarfélögum á landsbyggðinni. Það er erfitt að sjá hvernig einhverjir latte-lepjandi borgarbúar bera ábyrgð á þessu athæfi.Vont kerfi Fiskveiðistjórnun á Íslandi hefur verið afleit. Kerfið brýtur á mannréttindum og samræmist ekki ákvæðum í stjórnarskrá né heldur ákvæðum stjórnsýslulaga um jafnræði. Kerfið hvetur til svindls og hefur verið mótað af mönnum sem hafa grætt sjálfir á kerfinu. Kerfið vinnur gegn verndunarsjónarmiðum og hvetur til brottkasts. Það er undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera aðalbandamaður útgerðarinnar í þessum efnum þar sem kerfið er andstætt frjálshyggjuhugmyndum og á meira skylt við hugmyndafræði kommúnismans um mikil ríkisafskipti og ókeypis aðgang að eignum ríkisins (þjóðarinnar en ríkið er þjóðin sagði ágætur fræðimaður). Stefna Sjálfstæðisflokksins og LÍÚ virðist vera að festa í sessi þá hugmynd að íslenska landhelgin sé hlutafélag í eigu kvótahafa. Kvótalögin eru ekki bara afleit í sjálfu sér heldur einnig stórhættuleg þróun lýðræðissamfélags.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun