Sprengdu bíl í steggjapartýi Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 10:08 Margir misgáfulegir hlutir hafa verið gerðir í þeim gleðskap sem haldnir eru fyrir tilvonandi brúðguma, svokölluðum steggjapartýum. Sumum steggjum er hent uppí flugvél, öðrum í teygjustökk og enn aðrir fá að reyna fallhlífarstökk. Ekki er þó, svo vitað sé, algengt að heilu bílarnir séu sprengdir í loft upp til að gleðja stegginn. Það var þó gert í þessu steggjapartýi. Bíllinn sem fær að finna fyrir þeim 20 kílóum af sprengiefni sem í hann var sett er Volkswagen Jetta árgerð 1998. Steggurinn fékk að sjálfsögðu að taka í gikk þess riffils sem virkjar sprengiefnin og skaut hann á bílinn á næstum 300 metra færi. Bíllinn springur í kjölfarið í tætlur og brot úr honum hendast hundruði metra uppí loftið. Sjá má þessa uppákomu í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent
Margir misgáfulegir hlutir hafa verið gerðir í þeim gleðskap sem haldnir eru fyrir tilvonandi brúðguma, svokölluðum steggjapartýum. Sumum steggjum er hent uppí flugvél, öðrum í teygjustökk og enn aðrir fá að reyna fallhlífarstökk. Ekki er þó, svo vitað sé, algengt að heilu bílarnir séu sprengdir í loft upp til að gleðja stegginn. Það var þó gert í þessu steggjapartýi. Bíllinn sem fær að finna fyrir þeim 20 kílóum af sprengiefni sem í hann var sett er Volkswagen Jetta árgerð 1998. Steggurinn fékk að sjálfsögðu að taka í gikk þess riffils sem virkjar sprengiefnin og skaut hann á bílinn á næstum 300 metra færi. Bíllinn springur í kjölfarið í tætlur og brot úr honum hendast hundruði metra uppí loftið. Sjá má þessa uppákomu í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent