Innlent

Sameina fjögur söfn í borginni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sjálfseignarstofnunin Sjóminjasafn Reykjavíkur er á leiðinni að verða yfirtekin af borginni.
Sjálfseignarstofnunin Sjóminjasafn Reykjavíkur er á leiðinni að verða yfirtekin af borginni. Fréttablaðið/Stefán
Sameina á Minjasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Víkina-Sjóminjasafn og Viðey.

Í menningar- og ferðamálaráði var jafnframt samþykkt að leggja til við borgarráð Reykjavíkur að rekstur og starfsemi sjálfseignarstofnunarinnar Víkurinnar – Sjóminjasafns Reykjavíkur á Grandagarði verði yfirtekin með eignum og skuldum stofnunarinnar og safnið gert að borgarsafni. Breytingin á að taka gildi næstu áramót.

Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks í menningar- og ferðamálaráði lýstu sig sammála sameiningunni sem ætlað sé að skila öflugra safni. Ekki sé gert ráð fyrir hagræðingu, að minnsta kosti ekki til að byrja með.

„Sameinað safn getur orðið öflugt safn fyrir borgarbúa og aðdráttarafl fyrir ferðamenn ef vel tekst til en sameiningarverkefnið verður krefjandi,“ bókuðu sjálfstæðismenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×