Lífið

Instagram býður Lady Gaga aðstoð vegna meintra andlegra veikinda

UE skrifar
Lady Gaga.
Lady Gaga.
Lady Gaga fékk sent tölvubréf frá aðstandendum Instagram þar sem þeir vekja athygli á því að notendur á Instagram hafi lýst yfir áhyggjum af andlegu ásigkomulagi söngkonunnar.

Instagram sendi henni leiðbeiningar um öryggisatriði sem hún þarf að hafa í huga við notkun síðunnar. 

Áhyggjurnar vöknuðu út af myndum sem hún setti inn á Instagram. Þetta kemur fram á Twitter-síðu hennar þar sem hún birtir skjáskot af bréfinu sem kom henni að óvörum ef marka má viðbrögð hennar á Twitter.

Hún tekur ekki fram við hvaða innlegg var átt, en á mánudaginn og þriðjudaginn tók hún myndir af handskrifuðum lagatextum í stílabók sem gætu valdið misskilningi ef þeir eru lesnir án tillits til samhengis. 

Hér að neðan má sjá tístið þar sem hún birtir skilaboðin frá Instagram sem komu henni í opna skjöldu og vöktu furðu aðdáenda hennar.

Hér er síðan myndin sem er talin hafa valdið aðdáendum Lady Gaga áhyggjum fyrir misskilning.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.