Biður til guðs að bróðir hennar verði handtekinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Inga Birna Dungal hefur horft upp á bróður sinn vera utangarðs í samfélaginu frá því hann var lítill drengur. Mynd / Daníel „Það er rosalega sorglegt að horfa í augun á bróður sínum, sem maður heldur að eigi bara einn til tvo daga eftir ólifaða því hann er svo illa farinn, og biðja til guðs að hann verði handtekinn,“ segir Inga Birna Dungal, ein af stofnendum nýs félags um málefni útigangsfólks. Bróðir Ingu Birnu er 26 ára gamall og hefur verið utangarðs frá því hann var lítið barn. Hann passar ekki inn í samfélagið, er of veikur fyrir eina stofnun og of hættulegur fyrir aðra. „Í gegnum tíðina þegar ég hef reynt að hjálpa bróður mínum þá kem ég að lokuðum dyrum. Ég nefni nafn hans við starfsmann stofnunar eða spítala og það vill enginn hjálpa honum. Það er eins og fólk bíði eftir að hann deyi því þá er hann ekki vandamál lengur og aðstandendur losna úr þessari kvöl.“ Inga Birna fagnar stofnun félagsins og vonar að það geti hjálpað fólkinu í kerfinu að aðstoða þessa einstaklinga. „Það eru fáir sem geta staðið upp fyrir þeim sem geta ekki staðið sjálfir í fæturna. Bróðir minn tilheyrir litlum hópi manna sem fara inn og út úr fangelsi. Þegar þeir eru í fangelsi eru þeir til friðs og bróðir minn hefur náð að halda sér edrú þar. En um leið og hann kemur úr fangelsi er hann kominn á götuna og fer í afbrot. Þetta eru mennirnir sem við lesum hrottalegar fréttir um í blöðunum og þetta eru alltaf sömu mennirnir, aftur og aftur. Vandamálið er að þeir fá enga uppbyggilega hjálp og allir hafa gefist upp á þeim.“ Inga Birna vill stórefla forvarnir fyrir þennan hóp. „Þetta eru menn sem báru þess merki strax sem börn að þeir yrðu utangarðs eða í vandræðum. Það er búið að horfa á vandamálið vaxa með hverju árinu en aldrei gripið almennilega inn í. Við gætum fækkað glæpum um helming með því að hlúa betur að börnunum. Það verða sífellt minni líkur á því eftir því sem þeir eldast og glæpirnir verða harðari og alvarlegri.“ Inga Birna segir bróður sinn af og til vilja hjálp og breyta lífi sínu. En þá komi hann alls staðar að lokuðum dyrum. „Það vantar úrræði. Það verður að taka eitthvað á móti þessu fólki þegar það er tilbúið að gera eitthvað í sínum málum. Það vantar skilorðsfulltrúa, einhverja til að fylgja þeim út í lífið eftir fangelsi. Fangelsisstofnun veit vel að bróðir minn er heimilislaus þegar hann losnar úr fangelsi en honum er bara hent þangað. Það þarf að kenna þeim á lífið, það eina sem þeir kunna eru afbrot og sjálfsmynd þeirra endurspeglast í fréttum af glæpum þeirra í fjölmiðlum.“ Félagið sem stendur til að stofna verður regnhlífasamtök fyrir ógæfufólk af öllu tagi, útigangsfólk, heimilislausa og fíkla. Félagið verður jafnt fyrir fólkið sjálft sem og aðstandendur, jafnframt áhugamenn og starfsmenn í málaflokknum. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
„Það er rosalega sorglegt að horfa í augun á bróður sínum, sem maður heldur að eigi bara einn til tvo daga eftir ólifaða því hann er svo illa farinn, og biðja til guðs að hann verði handtekinn,“ segir Inga Birna Dungal, ein af stofnendum nýs félags um málefni útigangsfólks. Bróðir Ingu Birnu er 26 ára gamall og hefur verið utangarðs frá því hann var lítið barn. Hann passar ekki inn í samfélagið, er of veikur fyrir eina stofnun og of hættulegur fyrir aðra. „Í gegnum tíðina þegar ég hef reynt að hjálpa bróður mínum þá kem ég að lokuðum dyrum. Ég nefni nafn hans við starfsmann stofnunar eða spítala og það vill enginn hjálpa honum. Það er eins og fólk bíði eftir að hann deyi því þá er hann ekki vandamál lengur og aðstandendur losna úr þessari kvöl.“ Inga Birna fagnar stofnun félagsins og vonar að það geti hjálpað fólkinu í kerfinu að aðstoða þessa einstaklinga. „Það eru fáir sem geta staðið upp fyrir þeim sem geta ekki staðið sjálfir í fæturna. Bróðir minn tilheyrir litlum hópi manna sem fara inn og út úr fangelsi. Þegar þeir eru í fangelsi eru þeir til friðs og bróðir minn hefur náð að halda sér edrú þar. En um leið og hann kemur úr fangelsi er hann kominn á götuna og fer í afbrot. Þetta eru mennirnir sem við lesum hrottalegar fréttir um í blöðunum og þetta eru alltaf sömu mennirnir, aftur og aftur. Vandamálið er að þeir fá enga uppbyggilega hjálp og allir hafa gefist upp á þeim.“ Inga Birna vill stórefla forvarnir fyrir þennan hóp. „Þetta eru menn sem báru þess merki strax sem börn að þeir yrðu utangarðs eða í vandræðum. Það er búið að horfa á vandamálið vaxa með hverju árinu en aldrei gripið almennilega inn í. Við gætum fækkað glæpum um helming með því að hlúa betur að börnunum. Það verða sífellt minni líkur á því eftir því sem þeir eldast og glæpirnir verða harðari og alvarlegri.“ Inga Birna segir bróður sinn af og til vilja hjálp og breyta lífi sínu. En þá komi hann alls staðar að lokuðum dyrum. „Það vantar úrræði. Það verður að taka eitthvað á móti þessu fólki þegar það er tilbúið að gera eitthvað í sínum málum. Það vantar skilorðsfulltrúa, einhverja til að fylgja þeim út í lífið eftir fangelsi. Fangelsisstofnun veit vel að bróðir minn er heimilislaus þegar hann losnar úr fangelsi en honum er bara hent þangað. Það þarf að kenna þeim á lífið, það eina sem þeir kunna eru afbrot og sjálfsmynd þeirra endurspeglast í fréttum af glæpum þeirra í fjölmiðlum.“ Félagið sem stendur til að stofna verður regnhlífasamtök fyrir ógæfufólk af öllu tagi, útigangsfólk, heimilislausa og fíkla. Félagið verður jafnt fyrir fólkið sjálft sem og aðstandendur, jafnframt áhugamenn og starfsmenn í málaflokknum.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira