Lífið

Villt gaman á Volta

Julius, Katarina, Marie og Sabina.
Julius, Katarina, Marie og Sabina. Fréttablaðið/Daníel
Nýr 300 manna skemmti- og tónleikastaður við Tryggvagötu, Volta, var opnaður með viðhöfn um helgina. Hjaltalín, Ojba Rasta og fleiri sveitir skemmtu gestum. Daníel Rúnarsson ljósmyndari renndi við og smellti myndum af gestum opnunarkvöldsins. Sömu aðilar standa að baki Volta og staðarins Harlem sem opnaði um miðjan desember. Volta er til húsa að Tryggvagötu 22 og er á tveimur hæðum. Hann nær yfir aftari hluta þess svæðis sem áður var Þýski barinn auk neðri hæðarinnar og tekur um 300 gesti. Hægt er að kynna sér dagskrá staðarins nánar á Facebook-síðu hans.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.