Hrun á Landspítala Sara Arnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Ég hef tekið þá erfiðu ákvörðun að segja upp starfi mínu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á LSH. Ástæðurnar fyrir því eru tafir á endurnýjun stofnanasamnings við hjúkrunarfræðinga og einhliða ákvörðun Landspítala varðandi úthlutun þess fjármagns sem nú er í boði. Þar sem ekki hafa náðst samningar um nýjan stofnanasamning á milli hjúkrunarfræðinga og stofnunarinnar hefur Landspítalinn ákveðið að úthluta fénu á hátt sem ég tel ekki sanngjarnan. Aðaláhersla er lögð á að veita þeim sem vinna mikla næturvinnu, helgarvinnu aðra hverja helgi og hafa viðbótarmenntun mestar úrbætur. Við sem störfum í dagvinnu og höfum ekki viðbótarmenntun hækkum einungis um eitt launaþrep, þ.e. fáum launahækkun sem nemur rúmum sex þúsund krónum. Við þetta bætist álagsgreiðsla fyrir þriggja mánaða tímabil frá nóvember 2012 - janúar 2013. Skilyrði fyrir álagsgreiðslunni eru meðal annars að hafa fastráðningu og að þeir sem hafa sagt upp dragi uppsögn sína til baka fyrir 12. febrúar. Ég starfaði á spítalanum þessa mánuði og tel mig því eiga fullan rétt á álagsgreiðslunni, líkt og fastráðnir starfsmenn. Þetta er ekki góð framkoma af hálfu spítalans og er gert til þess að vekja reiði. Allir hjúkrunarfræðingar hafa lagt sitt af mörkum í þessu kreppuástandi. Því tel ég að það fé sem hefur nú þegar hefur fengist eigi að deilast jafnt á alla hjúkrunarfræðinga. Við höfum tekið þátt í sparnaði í mörg ár. Með forstjórann, Björn, í fararbroddi voru allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum, þar til velferðarráðherrann, Guðbjartur Hannesson, ákvað að bjóða Birni launahækkun upp á 450 þúsund krónur á mánuði. Nú bjóða þessir sömu menn mér sex þúsund króna launahækkun sem fyrsta skref í jafnlaunaátaki. Okkur hefur verið boðið upp á lélegan tækjakost og vinnuaðstöðu. Við höfum unnið undir miklu álagi og ekki fengið greitt fyrir aukavaktir heldur tekið þær út í fríi. Á minni deild er ekki pláss fyrir allt starfsfólk deildarinnar í kaffistofunni. Það eru of fáir stólar í boði fyrir sjúklinga sem þurfa á vera í lyfjameðferð og við þurfum stundum að hafa þá á ganginum. Við höfum sýnt þessu skilning og gert það besta úr aðstæðum hverju sinni. Ég velti því fyrir mér hvernig ástandið verði í mars þegar allt þetta fagfólk gengur út? Hvað verður um sjúklingana og starfsfólkið sem eftir er? Hvað ætlar ríkið að gera til að bregðast við hruni Landspítalans? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef tekið þá erfiðu ákvörðun að segja upp starfi mínu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á LSH. Ástæðurnar fyrir því eru tafir á endurnýjun stofnanasamnings við hjúkrunarfræðinga og einhliða ákvörðun Landspítala varðandi úthlutun þess fjármagns sem nú er í boði. Þar sem ekki hafa náðst samningar um nýjan stofnanasamning á milli hjúkrunarfræðinga og stofnunarinnar hefur Landspítalinn ákveðið að úthluta fénu á hátt sem ég tel ekki sanngjarnan. Aðaláhersla er lögð á að veita þeim sem vinna mikla næturvinnu, helgarvinnu aðra hverja helgi og hafa viðbótarmenntun mestar úrbætur. Við sem störfum í dagvinnu og höfum ekki viðbótarmenntun hækkum einungis um eitt launaþrep, þ.e. fáum launahækkun sem nemur rúmum sex þúsund krónum. Við þetta bætist álagsgreiðsla fyrir þriggja mánaða tímabil frá nóvember 2012 - janúar 2013. Skilyrði fyrir álagsgreiðslunni eru meðal annars að hafa fastráðningu og að þeir sem hafa sagt upp dragi uppsögn sína til baka fyrir 12. febrúar. Ég starfaði á spítalanum þessa mánuði og tel mig því eiga fullan rétt á álagsgreiðslunni, líkt og fastráðnir starfsmenn. Þetta er ekki góð framkoma af hálfu spítalans og er gert til þess að vekja reiði. Allir hjúkrunarfræðingar hafa lagt sitt af mörkum í þessu kreppuástandi. Því tel ég að það fé sem hefur nú þegar hefur fengist eigi að deilast jafnt á alla hjúkrunarfræðinga. Við höfum tekið þátt í sparnaði í mörg ár. Með forstjórann, Björn, í fararbroddi voru allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum, þar til velferðarráðherrann, Guðbjartur Hannesson, ákvað að bjóða Birni launahækkun upp á 450 þúsund krónur á mánuði. Nú bjóða þessir sömu menn mér sex þúsund króna launahækkun sem fyrsta skref í jafnlaunaátaki. Okkur hefur verið boðið upp á lélegan tækjakost og vinnuaðstöðu. Við höfum unnið undir miklu álagi og ekki fengið greitt fyrir aukavaktir heldur tekið þær út í fríi. Á minni deild er ekki pláss fyrir allt starfsfólk deildarinnar í kaffistofunni. Það eru of fáir stólar í boði fyrir sjúklinga sem þurfa á vera í lyfjameðferð og við þurfum stundum að hafa þá á ganginum. Við höfum sýnt þessu skilning og gert það besta úr aðstæðum hverju sinni. Ég velti því fyrir mér hvernig ástandið verði í mars þegar allt þetta fagfólk gengur út? Hvað verður um sjúklingana og starfsfólkið sem eftir er? Hvað ætlar ríkið að gera til að bregðast við hruni Landspítalans?
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar