Lífið

Frysti úr sér egg

Sofia Vergara opnar sig í forsíðuviðtali við Cosmopolitan. Nordicphotos/getty
Sofia Vergara opnar sig í forsíðuviðtali við Cosmopolitan. Nordicphotos/getty
Leikkonan Sofia Vergara er í forsíðuviðtali við nýjasta tölublað bandaríska Cosmopolitan. Þar kemur ýmislegt fram og meðal annars að hún er búin að láta frysta úr sér egg. „Ég er búin að láta frysta úr mér egg til að halda möguleikanum um barneignir opnum.“

Einnig viðurkennir Vergara að hún sé forfallinn vinnusjúklingur. „Ég elska að að vinna og afla mér tekna. Ég elska að vinna mér inn peninga og þess vegna stefni ég á að vinna alla ævi,“ segir Vergara sem hefur slegið í gegn í gamanþáttunum Modern Family.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.