Lífið

Sú kann að pósa fyrir myndavélina

Leik- og söngkonan Miley Cyrus er heldur betur reffileg á myndum sem teknar voru fyrir V magazine. Hún prýðir forsíðu blaðsins og er óhrædd við að sýna smá hold.

Miley talar mikið um fjórðu stúdíóplötu sína í viðtali við blaðið en platan kemur út á næstu dögum. Hún minnist líka á sögusagnir þess efnis að hún og unnusti hennar, Liam Hemsworth séu að hætta saman.

Mario Testino tók myndirnar.
“Ég er ekki heima með kærastanum mínum alla daga. Við vinnum. Í hverri viku spyr einhver hvort við séum hætt saman því það sjást ekki myndir af okkur saman. Ég hef ekki tíma til að fá mér kaffi með kærastanum mínum á hverjum morgni. Ég vildi að það væri raunin,” segir Miley.

Töffari með bleikt hár.
Ekki hætt saman.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.