Enski boltinn

Úrúgvæskur fréttamaður fullyrðir að Suarez verði um kyrrt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luis Suarez í leik með Liverpool
Luis Suarez í leik með Liverpool Mynd / Getty Images
Sagan endalausa um knattspyrnumanninn Luis Suarez hjá enska liðinu Liverpool heldur áfram. Það nýjasta um framtíð hans sem atvinnumaður í fótbolta er að leikmaðurinn verði áfram hjá Liverpool og skrifa jafnvel undir langtímasamning við félagið.

Þetta hefur úrúgvæskur íþróttafréttamaður að nafni Martin Chaquero fullyrt en hann mun vera gríðarlega virtur í heimalandinu og orð hans talinn trúverðug.

„Leikmaðurinn hefur staðfest við mig að hann sé ekki á leiðinni frá Liverpool. Aðdáendur liðsins fengu hann til að skipta um skoðun,“ sagði Chaquero.

Fréttamaðurinn heldur því einnig fram að Suarez framlengi samning sinn við félagið, en leikmaðurinn hefur gefið það út í allt sumar að hann vilji ólmur yfirgefa Liverpool.

Hér að neðan má sjá mynd sem blaðamaðurinn birti á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×