Hæfust? 14. ágúst 2013 09:22 Í bók sinni Lean In ræðir Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri hjá Facebook, um þær hindranir sem konur verða fyrir á vinnustað og staðalímyndir þeirra. Hún tekur dæmi úr eigin reynslubanka og staðhæfir að frá því að við fæðumst sé komið fram við kynin á mismunandi máta. Sheryl hefur í starfi sínu komið að ráðningu starfsfólks hjá nýsköpunarfyrirtækjunum Google og Facebook, sem bæði hugsa út fyrir boxið og eru framarlega á sínu sviði. Á báðum stöðunum upplifði hún mismunandi væntingar til kvenna og karla og að staðalímyndir höfðu áhrif. Henni fannst hún því þurfa að stíga fram og ekki bara vekja athygli á viðfangsefninu heldur gera eitthvað í því. Óttinn við að stíga framHún fór að ræða þetta opinberlega og var gagnrýnd harkalega fyrir að nota aðstöðu sína og tala eingöngu um kvennamál – sem vakti athygli hennar enn fremur á málefninu því hún talaði margfalt meira opinberlega um vinnutengd málefni en kvennamálefni nokkurn tímann. Málefni Lean In er nefnilega ekki eingöngu ætlað konum heldur fólki sem vill jöfn tækifæri á vinnumarkaði þannig að kraftur karla og kvenna sé virkjaður jafnt og að við viðurkennum að það séu hindranir á vegi kvenna til að svo megi verða. Fólk sem vill gegnsætt samfélag, nýta bestu hæfileika í hvert verk og gera vinnustaði og störf aðgengileg fyrir bæði kynin. Hljómar einfalt, ekki satt? Á Íslandi veigrar fólk af báðum kynjum sér enn þá við að stíga fram og ræða þessi mál af ótta við að vera talið einhver óskilgreind jafnréttis-staðalímynd. Umræðan um stjórnarkvótann og hlutfall kvenna í forstjórastólum og sem næstráðendur eru dæmi um það. Mýtan um að konur séu miklu tregari til að gefa kost á sér í viðtöl í fjölmiðlum er einnig stórgott dæmi um það. En hvað veldur? Konur fá á sig spurningaflóðShelley Correll, prófessor í félagsfræði við Stanford-háskóla, staðhæfir að staðalímyndir og hlutdrægni á vinnustað séu miklu algengari en við gerum okkur grein fyrir. Rannsókn þessu tengd þar sem sama ferilskráin var send út þannig að helmingurinn var með karlmannsnafni og hinn helmingurinn með kvenmannsnafni leiddi í ljós sláandi mun. 79 prósent þeirra sem fengu karlmannsnafnið töldu hann hæfan en eingöngu 49 prósent þeirra sem fengu kvenmannsnafnið töldu hana hæfa. Þá voru fjórum sinnum fleiri athugasemdir og spurningar til kvenumsækjandans en karlumsækjandans þar sem farið var fram á frekari sönnun á ferli hennar og verkum. Athyglisvert? Ræðum og viðurkennum staðalímyndir kynjanna. Gefum gaum að mögulegri hlutdrægni því áhrifin eru mismunandi kröfur og staðlar sem engum eru í hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í bók sinni Lean In ræðir Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri hjá Facebook, um þær hindranir sem konur verða fyrir á vinnustað og staðalímyndir þeirra. Hún tekur dæmi úr eigin reynslubanka og staðhæfir að frá því að við fæðumst sé komið fram við kynin á mismunandi máta. Sheryl hefur í starfi sínu komið að ráðningu starfsfólks hjá nýsköpunarfyrirtækjunum Google og Facebook, sem bæði hugsa út fyrir boxið og eru framarlega á sínu sviði. Á báðum stöðunum upplifði hún mismunandi væntingar til kvenna og karla og að staðalímyndir höfðu áhrif. Henni fannst hún því þurfa að stíga fram og ekki bara vekja athygli á viðfangsefninu heldur gera eitthvað í því. Óttinn við að stíga framHún fór að ræða þetta opinberlega og var gagnrýnd harkalega fyrir að nota aðstöðu sína og tala eingöngu um kvennamál – sem vakti athygli hennar enn fremur á málefninu því hún talaði margfalt meira opinberlega um vinnutengd málefni en kvennamálefni nokkurn tímann. Málefni Lean In er nefnilega ekki eingöngu ætlað konum heldur fólki sem vill jöfn tækifæri á vinnumarkaði þannig að kraftur karla og kvenna sé virkjaður jafnt og að við viðurkennum að það séu hindranir á vegi kvenna til að svo megi verða. Fólk sem vill gegnsætt samfélag, nýta bestu hæfileika í hvert verk og gera vinnustaði og störf aðgengileg fyrir bæði kynin. Hljómar einfalt, ekki satt? Á Íslandi veigrar fólk af báðum kynjum sér enn þá við að stíga fram og ræða þessi mál af ótta við að vera talið einhver óskilgreind jafnréttis-staðalímynd. Umræðan um stjórnarkvótann og hlutfall kvenna í forstjórastólum og sem næstráðendur eru dæmi um það. Mýtan um að konur séu miklu tregari til að gefa kost á sér í viðtöl í fjölmiðlum er einnig stórgott dæmi um það. En hvað veldur? Konur fá á sig spurningaflóðShelley Correll, prófessor í félagsfræði við Stanford-háskóla, staðhæfir að staðalímyndir og hlutdrægni á vinnustað séu miklu algengari en við gerum okkur grein fyrir. Rannsókn þessu tengd þar sem sama ferilskráin var send út þannig að helmingurinn var með karlmannsnafni og hinn helmingurinn með kvenmannsnafni leiddi í ljós sláandi mun. 79 prósent þeirra sem fengu karlmannsnafnið töldu hann hæfan en eingöngu 49 prósent þeirra sem fengu kvenmannsnafnið töldu hana hæfa. Þá voru fjórum sinnum fleiri athugasemdir og spurningar til kvenumsækjandans en karlumsækjandans þar sem farið var fram á frekari sönnun á ferli hennar og verkum. Athyglisvert? Ræðum og viðurkennum staðalímyndir kynjanna. Gefum gaum að mögulegri hlutdrægni því áhrifin eru mismunandi kröfur og staðlar sem engum eru í hag.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun