Með föðurímynd til að leysa deilumálin 26. janúar 2013 07:00 Sömu áherslur Þrátt fyrir breytingar og þróun í hljómsveitinni einbeita Veðurguðirnir sér áfram að því að gera létta popptónlist með textum sem segja sögu. Fréttablaðið/Valli „Við vorum alveg hættir að gefa út lög og hættir að leggja okkur fram en nú erum við komnir aftur af fullum krafti og stefnum á að gera þetta af alvöru,“ segir veðurguðinn Ingólfur Þórarinsson. Hljómsveitin Veðurguðirnir hefur farið hljótt síðustu ár og til að mynda ekki gefið út nýtt efni frá því árið 2009. „Ég tók smá egótripp og ákvað að gefa út sólóplötu árið 2011. Ég hafði hugsað með mér að þar sem ég samdi öll lög Veðurguðanna þá gæti ég alveg eins gert þetta allt sjálfur. Platan seldist nú ekki mikið og ég áttaði mig á að það er miklu betra og skemmtilegra að gera þetta með hópnum. Þar hef ég betra aðhald og er umkringdur klárum strákum sem allir hafa sína skoðun á hlutunum og mynda betri heildarmynd,“ segir Ingó. Frá því að Veðurguðirnir gáfu út plötuna Góðar stundir árið 2009 hafa orðið tvær breytingar á hópnum. Árið 2010 tók Óskar Þormarsson við trommukjuðunum af Valgeiri Þorsteinssyni og nú nýlega bættist hljómborðsleikarinn Einar Örn Jónsson í sveitina, en hann var lengi vel hluti af hljómsveitinni Í svörtum fötum. „Einar er hálfgerður faðir hópsins því hann er langelstur af okkur. Við berum föðurlega virðingu fyrir honum svo hann lendir stundum í því að þurfa að taka ákvarðanir, leysa deilumál og svoleiðis. Þetta er eins og í bandarískri fönkhljómsveit þar sem er alltaf einn gamall karl á píanóinu,“ segir Ingó sposkur. Ingólfur segir Veðurguðina að sjálfsögðu hafa þróast með árunum en þeirra svið sé þó enn popptónlist í léttari kantinum. „Það kom okkur á óvart hvað síðasta plata var vinsæl hjá krökkum. Við vonum að sú næsta verði blandaðri og höfði þá til eldri hópsins líka. Við höldum áfram að leggja áherslu á textana sem við viljum að segi sögu í bland við smá grín. Svo komum við með alvarlegri lög inn á milli,“ segir hann. Ingó mun ekki sitja einn að lagasmíðinni héðan af því Einar Örn er einnig lunkinn á því sviði. „Það er fínt að fá hann á móti mér. Þá myndast líka smá samkeppni okkar á milli, sem er auðvitað bara jákvætt,“ segir hann. „Við stefnum á að gefa út fullt af lögum á næstunni og gera skemmtilega hluti sem fólk hefur gaman af,“ bætir Ingólfur við að lokum. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Við vorum alveg hættir að gefa út lög og hættir að leggja okkur fram en nú erum við komnir aftur af fullum krafti og stefnum á að gera þetta af alvöru,“ segir veðurguðinn Ingólfur Þórarinsson. Hljómsveitin Veðurguðirnir hefur farið hljótt síðustu ár og til að mynda ekki gefið út nýtt efni frá því árið 2009. „Ég tók smá egótripp og ákvað að gefa út sólóplötu árið 2011. Ég hafði hugsað með mér að þar sem ég samdi öll lög Veðurguðanna þá gæti ég alveg eins gert þetta allt sjálfur. Platan seldist nú ekki mikið og ég áttaði mig á að það er miklu betra og skemmtilegra að gera þetta með hópnum. Þar hef ég betra aðhald og er umkringdur klárum strákum sem allir hafa sína skoðun á hlutunum og mynda betri heildarmynd,“ segir Ingó. Frá því að Veðurguðirnir gáfu út plötuna Góðar stundir árið 2009 hafa orðið tvær breytingar á hópnum. Árið 2010 tók Óskar Þormarsson við trommukjuðunum af Valgeiri Þorsteinssyni og nú nýlega bættist hljómborðsleikarinn Einar Örn Jónsson í sveitina, en hann var lengi vel hluti af hljómsveitinni Í svörtum fötum. „Einar er hálfgerður faðir hópsins því hann er langelstur af okkur. Við berum föðurlega virðingu fyrir honum svo hann lendir stundum í því að þurfa að taka ákvarðanir, leysa deilumál og svoleiðis. Þetta er eins og í bandarískri fönkhljómsveit þar sem er alltaf einn gamall karl á píanóinu,“ segir Ingó sposkur. Ingólfur segir Veðurguðina að sjálfsögðu hafa þróast með árunum en þeirra svið sé þó enn popptónlist í léttari kantinum. „Það kom okkur á óvart hvað síðasta plata var vinsæl hjá krökkum. Við vonum að sú næsta verði blandaðri og höfði þá til eldri hópsins líka. Við höldum áfram að leggja áherslu á textana sem við viljum að segi sögu í bland við smá grín. Svo komum við með alvarlegri lög inn á milli,“ segir hann. Ingó mun ekki sitja einn að lagasmíðinni héðan af því Einar Örn er einnig lunkinn á því sviði. „Það er fínt að fá hann á móti mér. Þá myndast líka smá samkeppni okkar á milli, sem er auðvitað bara jákvætt,“ segir hann. „Við stefnum á að gefa út fullt af lögum á næstunni og gera skemmtilega hluti sem fólk hefur gaman af,“ bætir Ingólfur við að lokum. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira