Með föðurímynd til að leysa deilumálin 26. janúar 2013 07:00 Sömu áherslur Þrátt fyrir breytingar og þróun í hljómsveitinni einbeita Veðurguðirnir sér áfram að því að gera létta popptónlist með textum sem segja sögu. Fréttablaðið/Valli „Við vorum alveg hættir að gefa út lög og hættir að leggja okkur fram en nú erum við komnir aftur af fullum krafti og stefnum á að gera þetta af alvöru,“ segir veðurguðinn Ingólfur Þórarinsson. Hljómsveitin Veðurguðirnir hefur farið hljótt síðustu ár og til að mynda ekki gefið út nýtt efni frá því árið 2009. „Ég tók smá egótripp og ákvað að gefa út sólóplötu árið 2011. Ég hafði hugsað með mér að þar sem ég samdi öll lög Veðurguðanna þá gæti ég alveg eins gert þetta allt sjálfur. Platan seldist nú ekki mikið og ég áttaði mig á að það er miklu betra og skemmtilegra að gera þetta með hópnum. Þar hef ég betra aðhald og er umkringdur klárum strákum sem allir hafa sína skoðun á hlutunum og mynda betri heildarmynd,“ segir Ingó. Frá því að Veðurguðirnir gáfu út plötuna Góðar stundir árið 2009 hafa orðið tvær breytingar á hópnum. Árið 2010 tók Óskar Þormarsson við trommukjuðunum af Valgeiri Þorsteinssyni og nú nýlega bættist hljómborðsleikarinn Einar Örn Jónsson í sveitina, en hann var lengi vel hluti af hljómsveitinni Í svörtum fötum. „Einar er hálfgerður faðir hópsins því hann er langelstur af okkur. Við berum föðurlega virðingu fyrir honum svo hann lendir stundum í því að þurfa að taka ákvarðanir, leysa deilumál og svoleiðis. Þetta er eins og í bandarískri fönkhljómsveit þar sem er alltaf einn gamall karl á píanóinu,“ segir Ingó sposkur. Ingólfur segir Veðurguðina að sjálfsögðu hafa þróast með árunum en þeirra svið sé þó enn popptónlist í léttari kantinum. „Það kom okkur á óvart hvað síðasta plata var vinsæl hjá krökkum. Við vonum að sú næsta verði blandaðri og höfði þá til eldri hópsins líka. Við höldum áfram að leggja áherslu á textana sem við viljum að segi sögu í bland við smá grín. Svo komum við með alvarlegri lög inn á milli,“ segir hann. Ingó mun ekki sitja einn að lagasmíðinni héðan af því Einar Örn er einnig lunkinn á því sviði. „Það er fínt að fá hann á móti mér. Þá myndast líka smá samkeppni okkar á milli, sem er auðvitað bara jákvætt,“ segir hann. „Við stefnum á að gefa út fullt af lögum á næstunni og gera skemmtilega hluti sem fólk hefur gaman af,“ bætir Ingólfur við að lokum. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
„Við vorum alveg hættir að gefa út lög og hættir að leggja okkur fram en nú erum við komnir aftur af fullum krafti og stefnum á að gera þetta af alvöru,“ segir veðurguðinn Ingólfur Þórarinsson. Hljómsveitin Veðurguðirnir hefur farið hljótt síðustu ár og til að mynda ekki gefið út nýtt efni frá því árið 2009. „Ég tók smá egótripp og ákvað að gefa út sólóplötu árið 2011. Ég hafði hugsað með mér að þar sem ég samdi öll lög Veðurguðanna þá gæti ég alveg eins gert þetta allt sjálfur. Platan seldist nú ekki mikið og ég áttaði mig á að það er miklu betra og skemmtilegra að gera þetta með hópnum. Þar hef ég betra aðhald og er umkringdur klárum strákum sem allir hafa sína skoðun á hlutunum og mynda betri heildarmynd,“ segir Ingó. Frá því að Veðurguðirnir gáfu út plötuna Góðar stundir árið 2009 hafa orðið tvær breytingar á hópnum. Árið 2010 tók Óskar Þormarsson við trommukjuðunum af Valgeiri Þorsteinssyni og nú nýlega bættist hljómborðsleikarinn Einar Örn Jónsson í sveitina, en hann var lengi vel hluti af hljómsveitinni Í svörtum fötum. „Einar er hálfgerður faðir hópsins því hann er langelstur af okkur. Við berum föðurlega virðingu fyrir honum svo hann lendir stundum í því að þurfa að taka ákvarðanir, leysa deilumál og svoleiðis. Þetta er eins og í bandarískri fönkhljómsveit þar sem er alltaf einn gamall karl á píanóinu,“ segir Ingó sposkur. Ingólfur segir Veðurguðina að sjálfsögðu hafa þróast með árunum en þeirra svið sé þó enn popptónlist í léttari kantinum. „Það kom okkur á óvart hvað síðasta plata var vinsæl hjá krökkum. Við vonum að sú næsta verði blandaðri og höfði þá til eldri hópsins líka. Við höldum áfram að leggja áherslu á textana sem við viljum að segi sögu í bland við smá grín. Svo komum við með alvarlegri lög inn á milli,“ segir hann. Ingó mun ekki sitja einn að lagasmíðinni héðan af því Einar Örn er einnig lunkinn á því sviði. „Það er fínt að fá hann á móti mér. Þá myndast líka smá samkeppni okkar á milli, sem er auðvitað bara jákvætt,“ segir hann. „Við stefnum á að gefa út fullt af lögum á næstunni og gera skemmtilega hluti sem fólk hefur gaman af,“ bætir Ingólfur við að lokum. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“