Atvinnuleysi í Saab-bænum 16% 26. janúar 2013 14:15 Hjólin fara aftur að snúast í verksmiðju Saab í Trollhättan Engin starfssemi hefur verið í verksmiðjunni í tvö ár en það fer brátt að breytast. Þrátt fyrir mesta atvinnuleysi í Svíþjóð í heimabæ Saab, Trollhättan, ríkir þar nokkur bjartsýni. Ástæða þess er sú að hjólin fara aftur að snúast í verksmiðju Saab í ágúst. Í fyrstu verða smíðaðir þar venjulegir Saab 9-3 bílar með dísilvél en seinna meir verða þeir knúnir rafmagni. Í verksmiðjunni hefur ekki verið nein starfssemi í næstum tvö ár. Fjöldi starfsmanna í verksmiðjunni fyrir lokun var 3.400, sem samsvarar 7% af íbúum Trollhättan. Nýr eigandi Saab er kínverskur fjárfestingasjóður sem er mjög einarður í því að útvega kínverjum rafmagnsbíla. Fyrst skal þó búa til fjármagn með framleiðslu og sölu hefðbundinna Saab bíla og markmiðið að selja 120.000 bíla árið 2016. Yrði það nálægt sölumeti Saab frá árinu 2006 er það seldi 133.000 bíla. Margir eru efins um að þessar áætlanir gangi eftir. Það gæti þó að miklu leiti hangið á áætlunum kínverskra yfirvalda að setja upp 400.000 hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla í 20 þarlendum borgum til og með árinu 2015. Draumur kínverskra yfirvalda er að árið 2015 muni seljast 500.000 rafmagnsbílar, en salan nam 12.791 bíl í fyrra. Það er því langt í land. Eigandi Saab ætlar að byggja aðra Saab verksmiðju í kínversku borginni Qingdao og hafa borgaryfirvöld þar fjárfest í Saab fyrir 307 milljónir dollara og fengið fyrir vikið 22% eignarhald í Saab.Í fyrstu verða smíðaðir Saab 9-3 bílar með dísilvél Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent
Engin starfssemi hefur verið í verksmiðjunni í tvö ár en það fer brátt að breytast. Þrátt fyrir mesta atvinnuleysi í Svíþjóð í heimabæ Saab, Trollhättan, ríkir þar nokkur bjartsýni. Ástæða þess er sú að hjólin fara aftur að snúast í verksmiðju Saab í ágúst. Í fyrstu verða smíðaðir þar venjulegir Saab 9-3 bílar með dísilvél en seinna meir verða þeir knúnir rafmagni. Í verksmiðjunni hefur ekki verið nein starfssemi í næstum tvö ár. Fjöldi starfsmanna í verksmiðjunni fyrir lokun var 3.400, sem samsvarar 7% af íbúum Trollhättan. Nýr eigandi Saab er kínverskur fjárfestingasjóður sem er mjög einarður í því að útvega kínverjum rafmagnsbíla. Fyrst skal þó búa til fjármagn með framleiðslu og sölu hefðbundinna Saab bíla og markmiðið að selja 120.000 bíla árið 2016. Yrði það nálægt sölumeti Saab frá árinu 2006 er það seldi 133.000 bíla. Margir eru efins um að þessar áætlanir gangi eftir. Það gæti þó að miklu leiti hangið á áætlunum kínverskra yfirvalda að setja upp 400.000 hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla í 20 þarlendum borgum til og með árinu 2015. Draumur kínverskra yfirvalda er að árið 2015 muni seljast 500.000 rafmagnsbílar, en salan nam 12.791 bíl í fyrra. Það er því langt í land. Eigandi Saab ætlar að byggja aðra Saab verksmiðju í kínversku borginni Qingdao og hafa borgaryfirvöld þar fjárfest í Saab fyrir 307 milljónir dollara og fengið fyrir vikið 22% eignarhald í Saab.Í fyrstu verða smíðaðir Saab 9-3 bílar með dísilvél
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent