Umferðarmenning á Íslandi – góð eða slæm? Kristján Ólafur Guðnason skrifar 14. september 2013 07:00 Þegar rætt er og ritað um umferðarmenningu hér á landi er það gjarnan á neikvæðan hátt. Dónaskapur og tillitsleysi í umferð þykir landlæg. Virðingarleysi gagnvart umferðarlögum og umferðarreglum einnig. Í þessum anda berast lögreglu margar ábendingar um hegðun í umferð sem ekki þykir til eftirbreytni, sé stórhættuleg og nánast allir stunda. Þessum ábendingum fylgir gjarnan neðanmáls að það sem kvartað er yfir sýni svo ekki verði um villst að umferðarmenning hér á landi sé verri en í öðrum löndum; að slík hegðun í umferð þekkist hvergi á byggðu bóli nema hér. Lögregla hefur í gegnum tíðina móttekið þessar tilkynningar og brugðist við eftir efnum og aðstæðum, án þess þó að hafa nægjanleg gögn í höndum til að staðreyna eða meta hvort rétt sé með farið. Með betri skráningu gagna og úrvinnslu hjá lögreglu og Samgöngustofu meðal annars, auk kannana sem framkvæmdar hafa verið, hefur lögregla öðlast betri forsendur en áður til að meta ástand í umferðarmálum hverju sinni. Ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerðir hafa þannig orðið upplýstari og markvissari en ella. Gögnin gefa auk þess möguleika á að leggja mat á umferðarmenningu hér á landi í samanburði við önnur lönd og hvort okkur fari fram eða aftur miðað við þróun hér innanlands. Þannig hefur fjöldi banaslysa verið borinn saman við önnur norræn ríki sem þykja standa hvað best að vígi í umferðarmálum í veröldinni. Orsakir slysa hér á landi hafa einnig verið skoðaðar og þróun þeirra síðustu ár.Jákvæðari sjálfsmynd Helstu niðurstöður eru þær að banaslys hér á hverja 100.000 íbúa, samkvæmt gögnum Samgöngustofu, eru sambærileg í fjölda að meðaltali og annars staðar á Norðurlöndunum á árunum 2003 til 2012. Ef eingöngu er litið til talna fyrir árið 2012 eru fæst banaslys hér á landi eða 2,8 á hverja 100.000 íbúa. Flest eru þau í Finnlandi eða 4,7. Slysum í umferð hér á landi fækkar auk þess um 32% frá árinu 2008. Slysum sem rekja má til áhættuhegðunar í umferð fækkar þannig einnig, svo sem brot gegn stöðvunarskyldu og biðskyldu, akstur mót rauðu ljósi og ölvunar- og hraðakstur. Svo virðist því sem fullyrðingar um lélega umferðarmenningu hér á landi, miðað við fyrirliggjandi gögn, séu án mikillar innstæðu. Hana má þó vissulega bæta. Umferðarslysum það sem af er þessu ári hefur til að mynda fjölgað lítillega á höfuðborgarsvæðinu miðað við árið 2012 og alvarleg slys orðið nýverið. Það er óásættanlegt. Ein leið til að koma í veg fyrir slys gæti verið að byggja upp jákvæðari sjálfsmynd okkar sem vegfarenda með breyttri umræðu. Þar eigum við innstæðu samanber jákvæða þróun í fjölda slysa og samanburð við aðrar norrænar þjóðir. Leyfum okkur í það minnsta að njóta sannmælis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar rætt er og ritað um umferðarmenningu hér á landi er það gjarnan á neikvæðan hátt. Dónaskapur og tillitsleysi í umferð þykir landlæg. Virðingarleysi gagnvart umferðarlögum og umferðarreglum einnig. Í þessum anda berast lögreglu margar ábendingar um hegðun í umferð sem ekki þykir til eftirbreytni, sé stórhættuleg og nánast allir stunda. Þessum ábendingum fylgir gjarnan neðanmáls að það sem kvartað er yfir sýni svo ekki verði um villst að umferðarmenning hér á landi sé verri en í öðrum löndum; að slík hegðun í umferð þekkist hvergi á byggðu bóli nema hér. Lögregla hefur í gegnum tíðina móttekið þessar tilkynningar og brugðist við eftir efnum og aðstæðum, án þess þó að hafa nægjanleg gögn í höndum til að staðreyna eða meta hvort rétt sé með farið. Með betri skráningu gagna og úrvinnslu hjá lögreglu og Samgöngustofu meðal annars, auk kannana sem framkvæmdar hafa verið, hefur lögregla öðlast betri forsendur en áður til að meta ástand í umferðarmálum hverju sinni. Ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerðir hafa þannig orðið upplýstari og markvissari en ella. Gögnin gefa auk þess möguleika á að leggja mat á umferðarmenningu hér á landi í samanburði við önnur lönd og hvort okkur fari fram eða aftur miðað við þróun hér innanlands. Þannig hefur fjöldi banaslysa verið borinn saman við önnur norræn ríki sem þykja standa hvað best að vígi í umferðarmálum í veröldinni. Orsakir slysa hér á landi hafa einnig verið skoðaðar og þróun þeirra síðustu ár.Jákvæðari sjálfsmynd Helstu niðurstöður eru þær að banaslys hér á hverja 100.000 íbúa, samkvæmt gögnum Samgöngustofu, eru sambærileg í fjölda að meðaltali og annars staðar á Norðurlöndunum á árunum 2003 til 2012. Ef eingöngu er litið til talna fyrir árið 2012 eru fæst banaslys hér á landi eða 2,8 á hverja 100.000 íbúa. Flest eru þau í Finnlandi eða 4,7. Slysum í umferð hér á landi fækkar auk þess um 32% frá árinu 2008. Slysum sem rekja má til áhættuhegðunar í umferð fækkar þannig einnig, svo sem brot gegn stöðvunarskyldu og biðskyldu, akstur mót rauðu ljósi og ölvunar- og hraðakstur. Svo virðist því sem fullyrðingar um lélega umferðarmenningu hér á landi, miðað við fyrirliggjandi gögn, séu án mikillar innstæðu. Hana má þó vissulega bæta. Umferðarslysum það sem af er þessu ári hefur til að mynda fjölgað lítillega á höfuðborgarsvæðinu miðað við árið 2012 og alvarleg slys orðið nýverið. Það er óásættanlegt. Ein leið til að koma í veg fyrir slys gæti verið að byggja upp jákvæðari sjálfsmynd okkar sem vegfarenda með breyttri umræðu. Þar eigum við innstæðu samanber jákvæða þróun í fjölda slysa og samanburð við aðrar norrænar þjóðir. Leyfum okkur í það minnsta að njóta sannmælis.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun