Vísinda Villi sendir frá sér bók Kjartan Guðmundsson skrifar 14. september 2013 13:00 Vilhelm Anton Jónsson segist kunna vel við fræðibækur og ljóðabækur, en stórar skáldsögur séu erfiðari vegna þess að hann svo lengi að lesa.Fréttablaðið/Pjetur "Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á vísindum og gagnrýninni hugsun. Einu leikföngin sem ég fékk sem barn voru þroskaleikföng. Mér er sagt að ég hafi einhvern tímann sagt við pabba þegar hann var að fara í ferðalag og lofaði að koma með dót handa okkur bræðrunum, „en gerðu það elsku pabbi, ekki fleiri þroskaleikföng“, segir Vilhelm Anton Jónsson sem einnig er þekktur sem Villi naglbítur og stundum sem Vísinda-Villi í sjónvarpi og kvikmyndum. Síðastnefndi holdgervingur Villa, sá sem sem hrífst af vísindum, sendir senn frá sér bókina Vísindabók Villa sem kemur til með að innihalda ýmsar tilraunir og fróðleik um heiminn í kringum okkur. Meðal annars verður að finna í bókinni kafla um svarthol, atóm, köngulær, rafmagn, tré, blóð, heimspeki, stjörnuhimininn og fleira. Umbrot og myndskreytingar Vísindabókar Villa eru í höndum þeirra Guðrúnar Hilmisdóttur og Dagnýjar Reykjalín en sjálfur semur Villi textann. Hann segist lengi hafa haft brennandi áhuga á fræðibókum, enda hafi hann nánast eingöngu fengið slíkar bækur í jólagjöf þegar hann var yngri. „Fræðibækur eru þær bækur sem mér finnst skemmtilegast að lesa í dag. Stuttir og þægilegir kaflar sem maður ræður auðveldlega við. Ég kann líka vel við ljóðabækur, en stórar skáldsögur eru erfiðar því ég er svo ótrúlega lengi að lesa. Ætli þetta hafi ekki gert mig eins og ég er,“ veltir Villi fyrir sér og bætir við að honum þyki frábært að geta nýtt þá staðreynd að krakkar þekki andlitið á honum til að koma skemmtilegri þekkingu til skila. „Þessi bók er auðvitað ekki tæmandi og tilgangurinn með henni er að vekja forvitni á þessu ótrúlega kraftaverki sem heimurinn sem við búum í er, og eins við sjálf. Ef bókin verður til þess að ein stelpa eða einn strákur fái áhuga á vísindum verð ég glaður, því þá hefur heimurinn okkar eignast nýjan vísindamann. Svo þegar ég verð orðinn gamall á elliheimili verður allt miklu betra, því svo margir krakkar í dag verða orðnir fullorðnir og frábærir vísindamenn að mér mun líða vel á einhverju svaka fínu elliheimili sem þeir hafa hannað.“ Af tónlistarsviðinu er það helst að frétta af Villa að í byrjun október kemur sveit hans, 200.000 naglbítar, fram á Landsmóti lúðrasveita í Þorlákshöfn, en sveitin gerði plötu með Lúðrasveit verkalýðsins um árið. Jónas Sig og Fjallabræður eru meðal þeirra sem einnig koma fram á landsmótinu. „Þetta verður rosalega gæjalegt landmót og við hlökkum mikið til,“ segir Villi. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
"Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á vísindum og gagnrýninni hugsun. Einu leikföngin sem ég fékk sem barn voru þroskaleikföng. Mér er sagt að ég hafi einhvern tímann sagt við pabba þegar hann var að fara í ferðalag og lofaði að koma með dót handa okkur bræðrunum, „en gerðu það elsku pabbi, ekki fleiri þroskaleikföng“, segir Vilhelm Anton Jónsson sem einnig er þekktur sem Villi naglbítur og stundum sem Vísinda-Villi í sjónvarpi og kvikmyndum. Síðastnefndi holdgervingur Villa, sá sem sem hrífst af vísindum, sendir senn frá sér bókina Vísindabók Villa sem kemur til með að innihalda ýmsar tilraunir og fróðleik um heiminn í kringum okkur. Meðal annars verður að finna í bókinni kafla um svarthol, atóm, köngulær, rafmagn, tré, blóð, heimspeki, stjörnuhimininn og fleira. Umbrot og myndskreytingar Vísindabókar Villa eru í höndum þeirra Guðrúnar Hilmisdóttur og Dagnýjar Reykjalín en sjálfur semur Villi textann. Hann segist lengi hafa haft brennandi áhuga á fræðibókum, enda hafi hann nánast eingöngu fengið slíkar bækur í jólagjöf þegar hann var yngri. „Fræðibækur eru þær bækur sem mér finnst skemmtilegast að lesa í dag. Stuttir og þægilegir kaflar sem maður ræður auðveldlega við. Ég kann líka vel við ljóðabækur, en stórar skáldsögur eru erfiðar því ég er svo ótrúlega lengi að lesa. Ætli þetta hafi ekki gert mig eins og ég er,“ veltir Villi fyrir sér og bætir við að honum þyki frábært að geta nýtt þá staðreynd að krakkar þekki andlitið á honum til að koma skemmtilegri þekkingu til skila. „Þessi bók er auðvitað ekki tæmandi og tilgangurinn með henni er að vekja forvitni á þessu ótrúlega kraftaverki sem heimurinn sem við búum í er, og eins við sjálf. Ef bókin verður til þess að ein stelpa eða einn strákur fái áhuga á vísindum verð ég glaður, því þá hefur heimurinn okkar eignast nýjan vísindamann. Svo þegar ég verð orðinn gamall á elliheimili verður allt miklu betra, því svo margir krakkar í dag verða orðnir fullorðnir og frábærir vísindamenn að mér mun líða vel á einhverju svaka fínu elliheimili sem þeir hafa hannað.“ Af tónlistarsviðinu er það helst að frétta af Villa að í byrjun október kemur sveit hans, 200.000 naglbítar, fram á Landsmóti lúðrasveita í Þorlákshöfn, en sveitin gerði plötu með Lúðrasveit verkalýðsins um árið. Jónas Sig og Fjallabræður eru meðal þeirra sem einnig koma fram á landsmótinu. „Þetta verður rosalega gæjalegt landmót og við hlökkum mikið til,“ segir Villi.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent