Harry prins er kominn með kærustu. Sú heppna er fyrirsætan Cressida Bonas en hún hefur meðal annars starfað fyrir Burberry. Orðrómar um samband þeirra hafa verið uppi síðan í júlí á síðasta ári þegar þá sáust þau koma saman á frumsýningu Batman. Harry snéri nýlega aftur frá herskyldum sínum í Afganistan, en þessa dagana nýtur parið lífsins í skíðaferð í Sviss ásamt vinum og fjölskyldu. Cressidu Bonas hefur því tekist að fanga einn eftirsóttasta piparsvein heims.
Harry prins og Cressida Bonas.Skötuhjúin njóta lífsins í Sviss.