Skarpari en skólakrakki? Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 21. maí 2013 07:00 Á vef landlæknisembættisins er að finna marga nafnalista yfir þá sem fengið hafa starfsleyfi í heilbrigðisþjónustu m.a. ljósmæður, lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og aðrar stéttir sem starfa í heilbrigðisþjónustu. Undirrituð hefur verið á einum þessara lista í nær 27 ár en veit ekki hversu ört þeir eru uppfærðir. Ég hef furðað mig á að starfsmannaþjónusta LSH virðist ekki vita af þessum listum eða kunni einfaldlega ekki á veraldarvefinn.Settir í bráða hættu Fjölmargir sjúklingar á krabbameinsdeild voru settir í bráða hættu þegar stjórnendur létu hjá líða að kanna starfsleyfi umsækjanda um stöðu hjúkrunarfræðings. Gáleysislega fólu þeir honum ábyrgðarhlutverk í umönnun þeirra m.a. aðgang að öllum lyfjum, sjúkraskrám og tækjum sem auðveldlega hefði getað valdið skaða. Hinn meinti hjúkrunarfræðingur starfaði ?óáreittur? í tvö ár. Hversu erfitt er að fletta upp á vefsíðu, hringja símtal eða tölta yfir í næsta hús til þess að kanna þetta grundvallaratriði varðandi öryggi sjúklinga? Skólakrakki hefði getað gert betur en sérfræðingar spítalans. Einfalt er að komast að því að viðkomandi hefur aldrei lokið námi í hjúkrunarfræði. Er kannski kominn tími til að fella út H úr skammstöfun spítalans og tala bara um Landspítala í stað LSH, þetta er alla vega ekki ?Háskólasjúkrahús? í mínum augum. Það þarf að fara að fækka skrifborðum og fjölga legurýmum, þá fyrst er ástæða til að byggja nýjan spítala, gagnslaus skrifborð eru greinilega að taka nauðsynlegt pláss frá veikum Íslendingum. Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þróun mála í heilbrigðiskerfinu að LSH hefur að undanförnu auglýst ítrekað eftir lögfræðingum. Ekki þurfa þeir starfsleyfi landlæknis og kannski auðveldara að ganga úr skugga um raunverulegan bakgrunn þeirra en hinna sem þurfa starfsleyfi í heilbrigðisþjónustu. Afsökunarbeiðni stjórnenda hefur enn sem komið er algerlega farið fram hjá mér en auðvelt að koma auga á hefðbundin varnarviðbrögð þar sem þeir skýla sér á bak við úrelta verkferla sem sennilega eru svo ekki til eftir allt saman. Það eina sem þeir geta sagt okkur er að það hafi verið skráð að ítrekað var gengið eftir framvísun á starfsleyfi sem aldrei barst frá starfsmanninum.Bæjarfógetinn Bastían Bæjarfógetinn Bastían byrjaði alltaf á að skrifa niður þegar upp komu vandamál en svo fór hann að hugsa. Fyrri hluti þessarar tækni Bastíans hafa sérfræðingarnir á LSH lært en alveg gleymt seinni hlutanum. Í fjölmiðlum fullyrti stafsmannastjórinn að menntunar- og réttindaleysi starfsmannsins hafi ekki valdið tjóni á spítalanum. Hvað veit hann um það? Meinar hann að óhapp hafi ekki verið skráð eða að óhapp hafi ekki átt sér stað? Á þessu tvennu er mikill munur. Afar sjaldgæft er að starfsmenn skrái atvik og alveg gefið að viðkomandi starfsmaður hefur ekki gert slíkt. Ekki hafa sjúklingar aðgang að atvikaskráningarkerfinu, geta ekki sökum sjúkleika kvartað eða kunna jafnvel ekki við að gera slíkt. Enda er tekið illa í slíkar kvartanir. Þá þrautagöngu þekki ég of vel af eingin raun því miður. Spítalinn hefur nú kært umræddan starfsmann sem er gott í sjálfu sér en engin réttlæting á stöðunni. Það væri nær að kæra stjórnendur spítalans fyrir gáleysið. Hver getur tekið það að sér. Eigum við bara að teysta í blindni, hvað finnst þér? Ég bendi hér með öllum sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstarfsfólks að halda að kanna starfsréttindin og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Einfalt er að skoða áðurnefnda lista. Er þetta það sem stjórnendur vilja? Traustið er brotið og sjúklingar verða að verja sig sjálfir að fremsta megni. Enn þá er tækifæri fyrir stjórnendur spítalans að koma fram í auðmýkt og biðjast afsökunar, það mundi hafa góð áhrif á það brotna traust sem þeir hafa skapað sjálfir.Heimilt að sýna vantraust Fyrir nokkru fékk ég bréf frá umboðsmanni Alþingis með afriti af bréfi frá aðstoðarframkvæmdastjóra lækninga LSH varðandi spurningu um verkferla þegar óhappaatvik á sér stað á spítalanum. Þetta mál tengist andláti sonar míns eftir mistök á spítalanum 2001. Tveggja síðna svar læknisins fól í sér eftirfarandi (dregið saman af undirritaðri í eina setningu); ?Við gerum okkar besta, erum að gera fullt og allt alltaf í endurskoðun?. Svo ekki hefur háskólasjúkrahúsið lært mikið á 12 árum, frá þessu alvarlega atviki. Ert þú eða þínir í hættu á spítalanum? Þér er heimilt að sýna vantraust. Láttu á það reyna fremur en sitja eftir með sárt ennið. Hvað á eiginlega að vera inni í nýjum spítala? Spyr skarpur skólakrakki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á vef landlæknisembættisins er að finna marga nafnalista yfir þá sem fengið hafa starfsleyfi í heilbrigðisþjónustu m.a. ljósmæður, lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og aðrar stéttir sem starfa í heilbrigðisþjónustu. Undirrituð hefur verið á einum þessara lista í nær 27 ár en veit ekki hversu ört þeir eru uppfærðir. Ég hef furðað mig á að starfsmannaþjónusta LSH virðist ekki vita af þessum listum eða kunni einfaldlega ekki á veraldarvefinn.Settir í bráða hættu Fjölmargir sjúklingar á krabbameinsdeild voru settir í bráða hættu þegar stjórnendur létu hjá líða að kanna starfsleyfi umsækjanda um stöðu hjúkrunarfræðings. Gáleysislega fólu þeir honum ábyrgðarhlutverk í umönnun þeirra m.a. aðgang að öllum lyfjum, sjúkraskrám og tækjum sem auðveldlega hefði getað valdið skaða. Hinn meinti hjúkrunarfræðingur starfaði ?óáreittur? í tvö ár. Hversu erfitt er að fletta upp á vefsíðu, hringja símtal eða tölta yfir í næsta hús til þess að kanna þetta grundvallaratriði varðandi öryggi sjúklinga? Skólakrakki hefði getað gert betur en sérfræðingar spítalans. Einfalt er að komast að því að viðkomandi hefur aldrei lokið námi í hjúkrunarfræði. Er kannski kominn tími til að fella út H úr skammstöfun spítalans og tala bara um Landspítala í stað LSH, þetta er alla vega ekki ?Háskólasjúkrahús? í mínum augum. Það þarf að fara að fækka skrifborðum og fjölga legurýmum, þá fyrst er ástæða til að byggja nýjan spítala, gagnslaus skrifborð eru greinilega að taka nauðsynlegt pláss frá veikum Íslendingum. Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þróun mála í heilbrigðiskerfinu að LSH hefur að undanförnu auglýst ítrekað eftir lögfræðingum. Ekki þurfa þeir starfsleyfi landlæknis og kannski auðveldara að ganga úr skugga um raunverulegan bakgrunn þeirra en hinna sem þurfa starfsleyfi í heilbrigðisþjónustu. Afsökunarbeiðni stjórnenda hefur enn sem komið er algerlega farið fram hjá mér en auðvelt að koma auga á hefðbundin varnarviðbrögð þar sem þeir skýla sér á bak við úrelta verkferla sem sennilega eru svo ekki til eftir allt saman. Það eina sem þeir geta sagt okkur er að það hafi verið skráð að ítrekað var gengið eftir framvísun á starfsleyfi sem aldrei barst frá starfsmanninum.Bæjarfógetinn Bastían Bæjarfógetinn Bastían byrjaði alltaf á að skrifa niður þegar upp komu vandamál en svo fór hann að hugsa. Fyrri hluti þessarar tækni Bastíans hafa sérfræðingarnir á LSH lært en alveg gleymt seinni hlutanum. Í fjölmiðlum fullyrti stafsmannastjórinn að menntunar- og réttindaleysi starfsmannsins hafi ekki valdið tjóni á spítalanum. Hvað veit hann um það? Meinar hann að óhapp hafi ekki verið skráð eða að óhapp hafi ekki átt sér stað? Á þessu tvennu er mikill munur. Afar sjaldgæft er að starfsmenn skrái atvik og alveg gefið að viðkomandi starfsmaður hefur ekki gert slíkt. Ekki hafa sjúklingar aðgang að atvikaskráningarkerfinu, geta ekki sökum sjúkleika kvartað eða kunna jafnvel ekki við að gera slíkt. Enda er tekið illa í slíkar kvartanir. Þá þrautagöngu þekki ég of vel af eingin raun því miður. Spítalinn hefur nú kært umræddan starfsmann sem er gott í sjálfu sér en engin réttlæting á stöðunni. Það væri nær að kæra stjórnendur spítalans fyrir gáleysið. Hver getur tekið það að sér. Eigum við bara að teysta í blindni, hvað finnst þér? Ég bendi hér með öllum sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstarfsfólks að halda að kanna starfsréttindin og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Einfalt er að skoða áðurnefnda lista. Er þetta það sem stjórnendur vilja? Traustið er brotið og sjúklingar verða að verja sig sjálfir að fremsta megni. Enn þá er tækifæri fyrir stjórnendur spítalans að koma fram í auðmýkt og biðjast afsökunar, það mundi hafa góð áhrif á það brotna traust sem þeir hafa skapað sjálfir.Heimilt að sýna vantraust Fyrir nokkru fékk ég bréf frá umboðsmanni Alþingis með afriti af bréfi frá aðstoðarframkvæmdastjóra lækninga LSH varðandi spurningu um verkferla þegar óhappaatvik á sér stað á spítalanum. Þetta mál tengist andláti sonar míns eftir mistök á spítalanum 2001. Tveggja síðna svar læknisins fól í sér eftirfarandi (dregið saman af undirritaðri í eina setningu); ?Við gerum okkar besta, erum að gera fullt og allt alltaf í endurskoðun?. Svo ekki hefur háskólasjúkrahúsið lært mikið á 12 árum, frá þessu alvarlega atviki. Ert þú eða þínir í hættu á spítalanum? Þér er heimilt að sýna vantraust. Láttu á það reyna fremur en sitja eftir með sárt ennið. Hvað á eiginlega að vera inni í nýjum spítala? Spyr skarpur skólakrakki.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar