Innlent

Loksins hlýindi í langtímaspá

Frá Akureyri. Hlýr sunnanvindur gæti leikið um Norðlendinga undir þarnæstu helgi.
Frá Akureyri. Hlýr sunnanvindur gæti leikið um Norðlendinga undir þarnæstu helgi.
Fyrstu vísbendingar sjást nú í langtímaspá um að brátt sjái fyrir endann á kuldakastinu, sem ríkt hefur á landinu undanfarnar vikur. Landsmenn þurfa þó að þrauka eina kuldavikuna enn áður en hlýindin koma, miðað við langtímaspá norsku veðursíðunnar yr.no.

Ef undan er skilinn skammgóður vermir á föstudag er ekki að búast við neinum hlýindum á landinu að ráði fyrr en undir þarnæstu helgi en þá gætu líka orðið miklar breytingar. Þannig gætu Norðlendingar loksins farið að finna fyrir hlýjum sunnanvindi á fimmtudag og föstudag í næstu viku, 9. og 10. maí, með hækkandi hitatölum, ef marka má norsku langtímaspána. Jafnvel sjást tveggja stafa hitatölur í spám, til dæmis á að vera kominn 10 stiga hiti á Raufarhöfn þann 10. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×