Því meira kynlíf - því betra 19. mars 2013 14:15 Kannski finnst þér þú einfaldlega ekki hafa tíma fyrir kynlíf og veistu, það eru fleiri á sama báti. Óðagot og írafár 21. aldarinnar, ærandi streita og yfirvinna út í eitt, hafa tekið sinn toll af kynlífi fólks. Nýleg könnun sýndi að ekki einu sinni ein af hverjum þremur konum stundar kynlíf að minnsta kosti tvisvar í viku – sem til skamms tíma var meðaltalið – og 43 af hundraði líða fyrir litla kynhvöt.Efnasambönd í sæði eru þunglyndum konum mikil geðbót Við kynferðislega fullnægingu losar líkaminn fimmfalt meira magn en venjulega af kyrrðarhormóninu oxýtósín sem róar okkur niður fyrir svefninn. Samfarablossi hleypir líka af stokkunum endorfínbylgju sem lyftir andanum. Rannsóknir hafa sýnt að efnasambönd í sæði eru þunglyndum konum mikil geðbót – en þunglyndi veldur gjarnan svefnleysi. Svo virðist sem leggöngin taki upp næringarefnin sem finnast í sæði – sink, kalsíum, kalíum, frúktósa og ýmis prótín – og örfáum tímum síðar streyma þau óhindrað inn í blóðrásina. Ef höfuðverkur veldur þér andvökum gætu kynmök verið rétta heilsubótin. Höfuðverkur stafar oftast af vöðva- og taugaspennu – oftast í höfði, öxlum, hálsi eða baki. Að ástaratlotunum loknum virkar gleðigjafinn endorfín eins og milt verkjalyf.Kynlífið eflir sambandið Kvef og nefrennsli geta verið þrálátur svefnþjófur eins og allir þekkja. Einnig hér eru hvílubrögð bjargvætturinn sem styrkja ónæmiskerfið til muna með því að ræsa losun mótefna í ónæmisneti slímhimnunnar í munni, lungum og meltingarvegi – og verja þannig blóðrásina fyrir árásum veira og gerla. Hið mikilvægasta er þó að kynlífið færir þig nær ástvini þínum – í öllum skilningi. Ef þú nýtur hamingju með makanum eru áhyggjuefnin bæði færri og léttvægari þegar þú reynir að festa svefn að kvöldi. Reglan sýnist einföld; því meira kynlíf, því betra. Niðurstöður könnunar voru á þá leið að þeir sem eru iðnastir í bólinu eru ánægðari í einkalífi og starfi og kunna öðrum betur að halda streitunni niðri.Þjálfaðu vöðvana Þroskaðu kynferðislega fullnægingu – gerðu grindarbotnsæfingar. Með því að þjálfa vöðvana sem þú notar til að stýra þvagláti getur þú náð betri stjórn á líkamlegum viðbrögðum og haft meira yndi af samförum. Jafnt konur sem karlar geta þjálfað þessa vöðva. Bara spenna og slaka á vöðvunum hægt og rólega. Fyrst tíu sinnum en síðan allt að hundrað sinnum á dag (engar áhyggjur – engan grunar hvað gengur á). * Greinin er úr bókinni Sofum betur - sjá nánar hér. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Kannski finnst þér þú einfaldlega ekki hafa tíma fyrir kynlíf og veistu, það eru fleiri á sama báti. Óðagot og írafár 21. aldarinnar, ærandi streita og yfirvinna út í eitt, hafa tekið sinn toll af kynlífi fólks. Nýleg könnun sýndi að ekki einu sinni ein af hverjum þremur konum stundar kynlíf að minnsta kosti tvisvar í viku – sem til skamms tíma var meðaltalið – og 43 af hundraði líða fyrir litla kynhvöt.Efnasambönd í sæði eru þunglyndum konum mikil geðbót Við kynferðislega fullnægingu losar líkaminn fimmfalt meira magn en venjulega af kyrrðarhormóninu oxýtósín sem róar okkur niður fyrir svefninn. Samfarablossi hleypir líka af stokkunum endorfínbylgju sem lyftir andanum. Rannsóknir hafa sýnt að efnasambönd í sæði eru þunglyndum konum mikil geðbót – en þunglyndi veldur gjarnan svefnleysi. Svo virðist sem leggöngin taki upp næringarefnin sem finnast í sæði – sink, kalsíum, kalíum, frúktósa og ýmis prótín – og örfáum tímum síðar streyma þau óhindrað inn í blóðrásina. Ef höfuðverkur veldur þér andvökum gætu kynmök verið rétta heilsubótin. Höfuðverkur stafar oftast af vöðva- og taugaspennu – oftast í höfði, öxlum, hálsi eða baki. Að ástaratlotunum loknum virkar gleðigjafinn endorfín eins og milt verkjalyf.Kynlífið eflir sambandið Kvef og nefrennsli geta verið þrálátur svefnþjófur eins og allir þekkja. Einnig hér eru hvílubrögð bjargvætturinn sem styrkja ónæmiskerfið til muna með því að ræsa losun mótefna í ónæmisneti slímhimnunnar í munni, lungum og meltingarvegi – og verja þannig blóðrásina fyrir árásum veira og gerla. Hið mikilvægasta er þó að kynlífið færir þig nær ástvini þínum – í öllum skilningi. Ef þú nýtur hamingju með makanum eru áhyggjuefnin bæði færri og léttvægari þegar þú reynir að festa svefn að kvöldi. Reglan sýnist einföld; því meira kynlíf, því betra. Niðurstöður könnunar voru á þá leið að þeir sem eru iðnastir í bólinu eru ánægðari í einkalífi og starfi og kunna öðrum betur að halda streitunni niðri.Þjálfaðu vöðvana Þroskaðu kynferðislega fullnægingu – gerðu grindarbotnsæfingar. Með því að þjálfa vöðvana sem þú notar til að stýra þvagláti getur þú náð betri stjórn á líkamlegum viðbrögðum og haft meira yndi af samförum. Jafnt konur sem karlar geta þjálfað þessa vöðva. Bara spenna og slaka á vöðvunum hægt og rólega. Fyrst tíu sinnum en síðan allt að hundrað sinnum á dag (engar áhyggjur – engan grunar hvað gengur á). * Greinin er úr bókinni Sofum betur - sjá nánar hér.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira