Skylda stjórnmálamanna Þórir Stephensen skrifar 19. mars 2013 06:00 Hver er helgasta skylda stjórnmálamannsins? Hún er augljós: Að leita þess sem er heillavænlegast fyrir land og þjóð. Oft er þó miklu meira hugsað um hitt, hvað sé heillavænlegast fyrir hann sjálfan, flokkinn og sérhagsmuni þeirra hópa sem hann mynda. Stundum skrumskæla menn svo hugsjónirnar að úr verður hrein hræsni. Ég get nefnt dæmi. Menn taka ónauðsynleg Vaðlaheiðargöng og hjóla- og göngubrú yfir Fossvog fram yfir mannauð og tækjakost Landspítalans. Eiginhagsmunir, kjördæmapot og sýndarmennska ríða ekki við einteyming á Alþingi í dag. Mér ofbýður þó mest þegar menn neita að skoða þá möguleika sem hvað líklegastir eru til að skapa hér nýja og betri framtíð. Ég á þar við aðild að ESB. Okkur reynist erfitt að byggja upp eftir hrunið og finna nýjar, betri leiðir en þær sem enduðu í ógöngum. Við nutum hjálpar alþjóðasamfélagsins, bæði vinaþjóða og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Því ætti að vera auðlært að það er gott að njóta bróðernis sem nær út yfir öll þjóðernismörk. ESB er samfélag þjóða úr okkar menningarumhverfi, er hafa myndað sterkan gjaldmiðil sem okkur vantar sárlega til þess að losa um gjaldeyrishöft og hindra óðaverðbólgu. Þar er og stefnt að menntun, menningu og ekki síst æ sterkara atvinnulífi.Vansæmd Alþingi ákvað að fara í viðræður við ESB með þá von að ná fram ásættanlegum samningi. Þær hafa gengið vel en nú hefur stærsta stjórnmálaafl í landinu krafist þess að viðræðunum verði slitið. Þar með er í raun farið gegn þingræðinu en flokksræði Sjálfstæðismanna á að koma í staðinn. Hvernig rímar þetta við hugsjónir um frjálsa hugsun, málfrelsi og lýðræði? Krafan um umræðuslitin og það sem henni fylgir lyktar mjög af gömlum einræðishugmyndum og er því mikil vansæmd fyrir samfélag okkar. Hvað er það sem á að stöðva? Tilraun stjórnvalda til að sjá hvort þarna sé að finna kannski bestu leiðina til að koma íslensku samfélagi á nýja braut, sem leiði til sömu lífsgæða og þær þjóðir njóta sem við berum okkur saman við. Ég lít svo á að þar sé forysta Sjálfstæðisflokksins að bregðast sinni helgustu skyldu, að leita þeirra leiða sem eru þjóðinni til heilla. Það vekur grundvallarspurningu: Við hvað er flokkurinn hræddur? Enginn veit að óreyndu hvernig hugsanlegur samningur gæti litið út. Þetta er bara tilraun en vissulega mikil von þar að baki. En þetta þarf að koma í ljós til þess að við vitum öll hvort við viljum inngöngu í ESB eða ekki. Um hitt þarf ekki að deila að þar á þjóðin sjálf síðasta orðið. Þess vegna er áhættan í raun engin en ávinningurinn gæti orðið mikill. ESB-andstæðingarnir eru fleiri og klifa margir á því að þarna sé „ekkert um að semja“, við verðum aldrei nema smápeð á taflborði ESB, áhrifalaus með öllu. Þeir tala þar gegn betri vitund, eru að reyna að blekkja okkur hin og þar með að dæma sjálfa sig óhæfa til þingsetu í umboði almennings.Undanþágur Ég hef fengið slík svör frá mínum gamla flokki. Þess vegna rak mig í rogastans er ég sá að það sem ég vissi um undanþágur í samningum annarra þjóða er býsna vel tíundað í skýrslu frá 2007 um „Tengsl Íslands og ESB“, sem samin var af níu manna nefnd úr öllum flokkum undir forsæti Björns Bjarnasonar. Þeir töldu fram yfir 20 undanþágur. Þarna er m.a. um að ræða varnir fyrir Dani og Maltverja til að hindra að stórir hlutar lands þeirra lendi í eigu útlendinga. Leyfi Finna og Svía til að styrkja eigin landbúnað á norðurslóðum sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd. Þeir, ásamt Bretum og Írum, sömdu einnig um sk. harðbýlisstyrki frá ESB til þess að standa betur af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu. Finnland er nú skilgreint sem 100% harðbýlt svæði. Einnig eru sérákvæði um Álandseyjar. Þá hafa Danir, Bretar og Írar fengið undanþágur frá sn. Amsterdam-samningi. Þessar undanþágur eru miklu fleiri en hér er hægt að telja. Rétt er að taka það fram að lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem fer inn í aðildarsamning hefur sama lagagildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, ef þær fara þar inn. Loks má geta þess að við höfum fengið ýmsar sérlausnir í EES-samningnum. Samkvæmt upplýsingum frá samninganefnd okkar komu fulltrúar ESB með ákveðin innlegg í upphafi umræðna um landbúnaðar- og sjávarútvegsmálin. Þar er sagt í samandregnu máli: Að landbúnaður sé mikilvægur vegna dreifbýlisþróunar og sjálfbærni. Að sérstaða íslensks landbúnaðar sé mikil vegna erfiðra loftslagsskilyrða og strjálbýlis. Því er talið nauðsynlegt að leita sérstakra lausna fyrir Ísland á vissum sviðum. Staða sjávarútvegsins er einnig rík og ljóst að Ísland muni hafa mikil áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB, sem nú er öll í endurskoðun. Þetta eru jákvæð atriði sem mikilvægt er að skoða. Ef forysta sjálfstæðismanna og annarra ESB-andstæðinga hefur ekki vitað um þetta stendur hún ekki undir nafni en hafi hún vitað þetta, þegar kjósendum var sagt að ekki væri um neitt að semja, þá hafa þeir sniðgengið sannleikann svo rækilega að enginn trúir þeim lengur. Þeir hafa þá sjálfir dæmt sig úr leik, af því að hlutverk þeirra er að leita sannleikans og segja hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hver er helgasta skylda stjórnmálamannsins? Hún er augljós: Að leita þess sem er heillavænlegast fyrir land og þjóð. Oft er þó miklu meira hugsað um hitt, hvað sé heillavænlegast fyrir hann sjálfan, flokkinn og sérhagsmuni þeirra hópa sem hann mynda. Stundum skrumskæla menn svo hugsjónirnar að úr verður hrein hræsni. Ég get nefnt dæmi. Menn taka ónauðsynleg Vaðlaheiðargöng og hjóla- og göngubrú yfir Fossvog fram yfir mannauð og tækjakost Landspítalans. Eiginhagsmunir, kjördæmapot og sýndarmennska ríða ekki við einteyming á Alþingi í dag. Mér ofbýður þó mest þegar menn neita að skoða þá möguleika sem hvað líklegastir eru til að skapa hér nýja og betri framtíð. Ég á þar við aðild að ESB. Okkur reynist erfitt að byggja upp eftir hrunið og finna nýjar, betri leiðir en þær sem enduðu í ógöngum. Við nutum hjálpar alþjóðasamfélagsins, bæði vinaþjóða og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Því ætti að vera auðlært að það er gott að njóta bróðernis sem nær út yfir öll þjóðernismörk. ESB er samfélag þjóða úr okkar menningarumhverfi, er hafa myndað sterkan gjaldmiðil sem okkur vantar sárlega til þess að losa um gjaldeyrishöft og hindra óðaverðbólgu. Þar er og stefnt að menntun, menningu og ekki síst æ sterkara atvinnulífi.Vansæmd Alþingi ákvað að fara í viðræður við ESB með þá von að ná fram ásættanlegum samningi. Þær hafa gengið vel en nú hefur stærsta stjórnmálaafl í landinu krafist þess að viðræðunum verði slitið. Þar með er í raun farið gegn þingræðinu en flokksræði Sjálfstæðismanna á að koma í staðinn. Hvernig rímar þetta við hugsjónir um frjálsa hugsun, málfrelsi og lýðræði? Krafan um umræðuslitin og það sem henni fylgir lyktar mjög af gömlum einræðishugmyndum og er því mikil vansæmd fyrir samfélag okkar. Hvað er það sem á að stöðva? Tilraun stjórnvalda til að sjá hvort þarna sé að finna kannski bestu leiðina til að koma íslensku samfélagi á nýja braut, sem leiði til sömu lífsgæða og þær þjóðir njóta sem við berum okkur saman við. Ég lít svo á að þar sé forysta Sjálfstæðisflokksins að bregðast sinni helgustu skyldu, að leita þeirra leiða sem eru þjóðinni til heilla. Það vekur grundvallarspurningu: Við hvað er flokkurinn hræddur? Enginn veit að óreyndu hvernig hugsanlegur samningur gæti litið út. Þetta er bara tilraun en vissulega mikil von þar að baki. En þetta þarf að koma í ljós til þess að við vitum öll hvort við viljum inngöngu í ESB eða ekki. Um hitt þarf ekki að deila að þar á þjóðin sjálf síðasta orðið. Þess vegna er áhættan í raun engin en ávinningurinn gæti orðið mikill. ESB-andstæðingarnir eru fleiri og klifa margir á því að þarna sé „ekkert um að semja“, við verðum aldrei nema smápeð á taflborði ESB, áhrifalaus með öllu. Þeir tala þar gegn betri vitund, eru að reyna að blekkja okkur hin og þar með að dæma sjálfa sig óhæfa til þingsetu í umboði almennings.Undanþágur Ég hef fengið slík svör frá mínum gamla flokki. Þess vegna rak mig í rogastans er ég sá að það sem ég vissi um undanþágur í samningum annarra þjóða er býsna vel tíundað í skýrslu frá 2007 um „Tengsl Íslands og ESB“, sem samin var af níu manna nefnd úr öllum flokkum undir forsæti Björns Bjarnasonar. Þeir töldu fram yfir 20 undanþágur. Þarna er m.a. um að ræða varnir fyrir Dani og Maltverja til að hindra að stórir hlutar lands þeirra lendi í eigu útlendinga. Leyfi Finna og Svía til að styrkja eigin landbúnað á norðurslóðum sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd. Þeir, ásamt Bretum og Írum, sömdu einnig um sk. harðbýlisstyrki frá ESB til þess að standa betur af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu. Finnland er nú skilgreint sem 100% harðbýlt svæði. Einnig eru sérákvæði um Álandseyjar. Þá hafa Danir, Bretar og Írar fengið undanþágur frá sn. Amsterdam-samningi. Þessar undanþágur eru miklu fleiri en hér er hægt að telja. Rétt er að taka það fram að lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem fer inn í aðildarsamning hefur sama lagagildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, ef þær fara þar inn. Loks má geta þess að við höfum fengið ýmsar sérlausnir í EES-samningnum. Samkvæmt upplýsingum frá samninganefnd okkar komu fulltrúar ESB með ákveðin innlegg í upphafi umræðna um landbúnaðar- og sjávarútvegsmálin. Þar er sagt í samandregnu máli: Að landbúnaður sé mikilvægur vegna dreifbýlisþróunar og sjálfbærni. Að sérstaða íslensks landbúnaðar sé mikil vegna erfiðra loftslagsskilyrða og strjálbýlis. Því er talið nauðsynlegt að leita sérstakra lausna fyrir Ísland á vissum sviðum. Staða sjávarútvegsins er einnig rík og ljóst að Ísland muni hafa mikil áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB, sem nú er öll í endurskoðun. Þetta eru jákvæð atriði sem mikilvægt er að skoða. Ef forysta sjálfstæðismanna og annarra ESB-andstæðinga hefur ekki vitað um þetta stendur hún ekki undir nafni en hafi hún vitað þetta, þegar kjósendum var sagt að ekki væri um neitt að semja, þá hafa þeir sniðgengið sannleikann svo rækilega að enginn trúir þeim lengur. Þeir hafa þá sjálfir dæmt sig úr leik, af því að hlutverk þeirra er að leita sannleikans og segja hann.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun