Skylda stjórnmálamanna Þórir Stephensen skrifar 19. mars 2013 06:00 Hver er helgasta skylda stjórnmálamannsins? Hún er augljós: Að leita þess sem er heillavænlegast fyrir land og þjóð. Oft er þó miklu meira hugsað um hitt, hvað sé heillavænlegast fyrir hann sjálfan, flokkinn og sérhagsmuni þeirra hópa sem hann mynda. Stundum skrumskæla menn svo hugsjónirnar að úr verður hrein hræsni. Ég get nefnt dæmi. Menn taka ónauðsynleg Vaðlaheiðargöng og hjóla- og göngubrú yfir Fossvog fram yfir mannauð og tækjakost Landspítalans. Eiginhagsmunir, kjördæmapot og sýndarmennska ríða ekki við einteyming á Alþingi í dag. Mér ofbýður þó mest þegar menn neita að skoða þá möguleika sem hvað líklegastir eru til að skapa hér nýja og betri framtíð. Ég á þar við aðild að ESB. Okkur reynist erfitt að byggja upp eftir hrunið og finna nýjar, betri leiðir en þær sem enduðu í ógöngum. Við nutum hjálpar alþjóðasamfélagsins, bæði vinaþjóða og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Því ætti að vera auðlært að það er gott að njóta bróðernis sem nær út yfir öll þjóðernismörk. ESB er samfélag þjóða úr okkar menningarumhverfi, er hafa myndað sterkan gjaldmiðil sem okkur vantar sárlega til þess að losa um gjaldeyrishöft og hindra óðaverðbólgu. Þar er og stefnt að menntun, menningu og ekki síst æ sterkara atvinnulífi.Vansæmd Alþingi ákvað að fara í viðræður við ESB með þá von að ná fram ásættanlegum samningi. Þær hafa gengið vel en nú hefur stærsta stjórnmálaafl í landinu krafist þess að viðræðunum verði slitið. Þar með er í raun farið gegn þingræðinu en flokksræði Sjálfstæðismanna á að koma í staðinn. Hvernig rímar þetta við hugsjónir um frjálsa hugsun, málfrelsi og lýðræði? Krafan um umræðuslitin og það sem henni fylgir lyktar mjög af gömlum einræðishugmyndum og er því mikil vansæmd fyrir samfélag okkar. Hvað er það sem á að stöðva? Tilraun stjórnvalda til að sjá hvort þarna sé að finna kannski bestu leiðina til að koma íslensku samfélagi á nýja braut, sem leiði til sömu lífsgæða og þær þjóðir njóta sem við berum okkur saman við. Ég lít svo á að þar sé forysta Sjálfstæðisflokksins að bregðast sinni helgustu skyldu, að leita þeirra leiða sem eru þjóðinni til heilla. Það vekur grundvallarspurningu: Við hvað er flokkurinn hræddur? Enginn veit að óreyndu hvernig hugsanlegur samningur gæti litið út. Þetta er bara tilraun en vissulega mikil von þar að baki. En þetta þarf að koma í ljós til þess að við vitum öll hvort við viljum inngöngu í ESB eða ekki. Um hitt þarf ekki að deila að þar á þjóðin sjálf síðasta orðið. Þess vegna er áhættan í raun engin en ávinningurinn gæti orðið mikill. ESB-andstæðingarnir eru fleiri og klifa margir á því að þarna sé „ekkert um að semja“, við verðum aldrei nema smápeð á taflborði ESB, áhrifalaus með öllu. Þeir tala þar gegn betri vitund, eru að reyna að blekkja okkur hin og þar með að dæma sjálfa sig óhæfa til þingsetu í umboði almennings.Undanþágur Ég hef fengið slík svör frá mínum gamla flokki. Þess vegna rak mig í rogastans er ég sá að það sem ég vissi um undanþágur í samningum annarra þjóða er býsna vel tíundað í skýrslu frá 2007 um „Tengsl Íslands og ESB“, sem samin var af níu manna nefnd úr öllum flokkum undir forsæti Björns Bjarnasonar. Þeir töldu fram yfir 20 undanþágur. Þarna er m.a. um að ræða varnir fyrir Dani og Maltverja til að hindra að stórir hlutar lands þeirra lendi í eigu útlendinga. Leyfi Finna og Svía til að styrkja eigin landbúnað á norðurslóðum sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd. Þeir, ásamt Bretum og Írum, sömdu einnig um sk. harðbýlisstyrki frá ESB til þess að standa betur af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu. Finnland er nú skilgreint sem 100% harðbýlt svæði. Einnig eru sérákvæði um Álandseyjar. Þá hafa Danir, Bretar og Írar fengið undanþágur frá sn. Amsterdam-samningi. Þessar undanþágur eru miklu fleiri en hér er hægt að telja. Rétt er að taka það fram að lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem fer inn í aðildarsamning hefur sama lagagildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, ef þær fara þar inn. Loks má geta þess að við höfum fengið ýmsar sérlausnir í EES-samningnum. Samkvæmt upplýsingum frá samninganefnd okkar komu fulltrúar ESB með ákveðin innlegg í upphafi umræðna um landbúnaðar- og sjávarútvegsmálin. Þar er sagt í samandregnu máli: Að landbúnaður sé mikilvægur vegna dreifbýlisþróunar og sjálfbærni. Að sérstaða íslensks landbúnaðar sé mikil vegna erfiðra loftslagsskilyrða og strjálbýlis. Því er talið nauðsynlegt að leita sérstakra lausna fyrir Ísland á vissum sviðum. Staða sjávarútvegsins er einnig rík og ljóst að Ísland muni hafa mikil áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB, sem nú er öll í endurskoðun. Þetta eru jákvæð atriði sem mikilvægt er að skoða. Ef forysta sjálfstæðismanna og annarra ESB-andstæðinga hefur ekki vitað um þetta stendur hún ekki undir nafni en hafi hún vitað þetta, þegar kjósendum var sagt að ekki væri um neitt að semja, þá hafa þeir sniðgengið sannleikann svo rækilega að enginn trúir þeim lengur. Þeir hafa þá sjálfir dæmt sig úr leik, af því að hlutverk þeirra er að leita sannleikans og segja hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Hver er helgasta skylda stjórnmálamannsins? Hún er augljós: Að leita þess sem er heillavænlegast fyrir land og þjóð. Oft er þó miklu meira hugsað um hitt, hvað sé heillavænlegast fyrir hann sjálfan, flokkinn og sérhagsmuni þeirra hópa sem hann mynda. Stundum skrumskæla menn svo hugsjónirnar að úr verður hrein hræsni. Ég get nefnt dæmi. Menn taka ónauðsynleg Vaðlaheiðargöng og hjóla- og göngubrú yfir Fossvog fram yfir mannauð og tækjakost Landspítalans. Eiginhagsmunir, kjördæmapot og sýndarmennska ríða ekki við einteyming á Alþingi í dag. Mér ofbýður þó mest þegar menn neita að skoða þá möguleika sem hvað líklegastir eru til að skapa hér nýja og betri framtíð. Ég á þar við aðild að ESB. Okkur reynist erfitt að byggja upp eftir hrunið og finna nýjar, betri leiðir en þær sem enduðu í ógöngum. Við nutum hjálpar alþjóðasamfélagsins, bæði vinaþjóða og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Því ætti að vera auðlært að það er gott að njóta bróðernis sem nær út yfir öll þjóðernismörk. ESB er samfélag þjóða úr okkar menningarumhverfi, er hafa myndað sterkan gjaldmiðil sem okkur vantar sárlega til þess að losa um gjaldeyrishöft og hindra óðaverðbólgu. Þar er og stefnt að menntun, menningu og ekki síst æ sterkara atvinnulífi.Vansæmd Alþingi ákvað að fara í viðræður við ESB með þá von að ná fram ásættanlegum samningi. Þær hafa gengið vel en nú hefur stærsta stjórnmálaafl í landinu krafist þess að viðræðunum verði slitið. Þar með er í raun farið gegn þingræðinu en flokksræði Sjálfstæðismanna á að koma í staðinn. Hvernig rímar þetta við hugsjónir um frjálsa hugsun, málfrelsi og lýðræði? Krafan um umræðuslitin og það sem henni fylgir lyktar mjög af gömlum einræðishugmyndum og er því mikil vansæmd fyrir samfélag okkar. Hvað er það sem á að stöðva? Tilraun stjórnvalda til að sjá hvort þarna sé að finna kannski bestu leiðina til að koma íslensku samfélagi á nýja braut, sem leiði til sömu lífsgæða og þær þjóðir njóta sem við berum okkur saman við. Ég lít svo á að þar sé forysta Sjálfstæðisflokksins að bregðast sinni helgustu skyldu, að leita þeirra leiða sem eru þjóðinni til heilla. Það vekur grundvallarspurningu: Við hvað er flokkurinn hræddur? Enginn veit að óreyndu hvernig hugsanlegur samningur gæti litið út. Þetta er bara tilraun en vissulega mikil von þar að baki. En þetta þarf að koma í ljós til þess að við vitum öll hvort við viljum inngöngu í ESB eða ekki. Um hitt þarf ekki að deila að þar á þjóðin sjálf síðasta orðið. Þess vegna er áhættan í raun engin en ávinningurinn gæti orðið mikill. ESB-andstæðingarnir eru fleiri og klifa margir á því að þarna sé „ekkert um að semja“, við verðum aldrei nema smápeð á taflborði ESB, áhrifalaus með öllu. Þeir tala þar gegn betri vitund, eru að reyna að blekkja okkur hin og þar með að dæma sjálfa sig óhæfa til þingsetu í umboði almennings.Undanþágur Ég hef fengið slík svör frá mínum gamla flokki. Þess vegna rak mig í rogastans er ég sá að það sem ég vissi um undanþágur í samningum annarra þjóða er býsna vel tíundað í skýrslu frá 2007 um „Tengsl Íslands og ESB“, sem samin var af níu manna nefnd úr öllum flokkum undir forsæti Björns Bjarnasonar. Þeir töldu fram yfir 20 undanþágur. Þarna er m.a. um að ræða varnir fyrir Dani og Maltverja til að hindra að stórir hlutar lands þeirra lendi í eigu útlendinga. Leyfi Finna og Svía til að styrkja eigin landbúnað á norðurslóðum sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd. Þeir, ásamt Bretum og Írum, sömdu einnig um sk. harðbýlisstyrki frá ESB til þess að standa betur af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu. Finnland er nú skilgreint sem 100% harðbýlt svæði. Einnig eru sérákvæði um Álandseyjar. Þá hafa Danir, Bretar og Írar fengið undanþágur frá sn. Amsterdam-samningi. Þessar undanþágur eru miklu fleiri en hér er hægt að telja. Rétt er að taka það fram að lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem fer inn í aðildarsamning hefur sama lagagildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, ef þær fara þar inn. Loks má geta þess að við höfum fengið ýmsar sérlausnir í EES-samningnum. Samkvæmt upplýsingum frá samninganefnd okkar komu fulltrúar ESB með ákveðin innlegg í upphafi umræðna um landbúnaðar- og sjávarútvegsmálin. Þar er sagt í samandregnu máli: Að landbúnaður sé mikilvægur vegna dreifbýlisþróunar og sjálfbærni. Að sérstaða íslensks landbúnaðar sé mikil vegna erfiðra loftslagsskilyrða og strjálbýlis. Því er talið nauðsynlegt að leita sérstakra lausna fyrir Ísland á vissum sviðum. Staða sjávarútvegsins er einnig rík og ljóst að Ísland muni hafa mikil áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB, sem nú er öll í endurskoðun. Þetta eru jákvæð atriði sem mikilvægt er að skoða. Ef forysta sjálfstæðismanna og annarra ESB-andstæðinga hefur ekki vitað um þetta stendur hún ekki undir nafni en hafi hún vitað þetta, þegar kjósendum var sagt að ekki væri um neitt að semja, þá hafa þeir sniðgengið sannleikann svo rækilega að enginn trúir þeim lengur. Þeir hafa þá sjálfir dæmt sig úr leik, af því að hlutverk þeirra er að leita sannleikans og segja hann.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun