Lífið

Rúmt ár í nýja plötu Adele

adele Söngkonan er byrjuð að taka upp nýja plötu.
adele Söngkonan er byrjuð að taka upp nýja plötu.
Von er á nýrri plötu frá Adele um mitt næsta ár. Söngkonan hóf upptökur á plötunni fyrr í þessari viku í London. Upptökur munu einnig fara fram í Los Angeles.

Samkvæmt heimildarmanni blaðsins The Mirror er Adele þegar búin að semja fjögur lög fyrir plötuna og er byrjuð að hljóðrita þau. Síðasta plata söngkonunnar, 21, kom út 2011. Hún er fjórða söluhæsta plata allra tíma í Bretlandi en í lok síðasta árs höfðu selst þar í landi 4,5 milljónir eintaka af henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.