Lífið

Ragnar starfar með The National

„Ég er voða spenntur fyrir þessu og sem aðdáandi er ótrúlegt að þeir skuli hafa verið til í tuskið,“ segir listamaðurinn Ragnar Kjartansson.

Hin heimsfræga bandaríska hljómsveit The National tekur þátt í gjörningi hans í New York 5. maí þegar hún spilar lag sitt Sorrow í sex klukkustundir samfleytt. „Ég sendi þeim tillöguna í nóvember og þeim leist bara rosalega vel á þetta,“ segir Ragnar.

Hann segist lengi hafa viljað gera verk eins og þetta með popphljómsveit. „Það er svo magnað að hljómsveitir fara út um allt og spila sömu lögin aftur og aftur. Mig hefur alltaf langað að gera verk þar sem hljómsveit tekur eitt lag og við gerum skúlptúr saman úr því, þannig að lagið verði eins og hljóðskúlptúr,“ segir hann. „Þetta er eiginlega uppáhaldslagið mitt. Þetta er líka „fanboy-verk“ og ein mest þróaða útgáfa af því sem til er.“

Ragnar hefur mikið unnið með endurtekningar í listsköpun sinni. „Ef „stöffið“ er gott er hægt að endurtaka það endalaust. Ég vorkenni þeim ekki neitt að þurfa að endurtaka eitt besta lag sem samið hefur verið í okkar samtíma.“

Hægt er að sjá hljómsveitina flytja lagið á tónleikum í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.