Sátt milli verktaka og Hraunavina Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. september 2013 15:58 Hraunavinir tóku sér stöðu í Gálgahrauni í morgun og stöðvuðu framkvæmdir. Mynd/GVA Sátt hefur tekist á milli verktaka nýs vegar í Gálgahrauni á Álftanesi og Hraunavina sem stöðvuðu framkvæmdir í morgun. Sáttin felst í því að verktakinn, ÍAV, mun hverfa frá framkvæmdum í sjálfu Gálgahrauni en þess í stað snúa sér að öðrum framkvæmdum sem ekki hafa óafturkræf áhrif í Gálgahrauni. Ómar Ragnarsson, einn meðlima Hraunavina sem staðið hafa vaktina í dag og hindrað framkvæmdir, segir að ekki séu fyrirhugaðar frekari framkvæmdir í Gálgahrauni fyrr en eftir helgi. Hraunavinir ætla engu að síður að fylgjast grannt með stöðu mála og verða á vakt, dag og nótt, næstu daga. Hraunavinir fóru í dag á fund Vegamálastjóra og óskuðu þess að framkvæmdum yrði frestað þar til að niðurstaða væri komin á lögbannskæru lögð hefur verið fram vegna framkvæmdanna. Ómar segir í samtali við Vísi að Vegamálastjóri hafi afdráttarlaust hafnað beiðni Hraunavina. „Það var mjög athyglisvert svar sem vegamálastjóri gaf frá sér. Ég spurði hvort hann hefði leitt hugann að því hvað myndi gerast ef þeir myndu ráðast í framkvæmdir en síðan tapa málinu. Vegamálastjóri sagðist ekki hafa velt því fyrir sér og ekki ætla að hugsa út í það. Hann telur sig vera með unnið mál í höndunum,“ segir Ómar sem blöskrar þetta viðhorf Vegamálastjóra. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum hvort að lögbannskrafa Hraunavina á framkvæmdir í Gálgahrauni muni ná fram að ganga. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sátt hefur tekist á milli verktaka nýs vegar í Gálgahrauni á Álftanesi og Hraunavina sem stöðvuðu framkvæmdir í morgun. Sáttin felst í því að verktakinn, ÍAV, mun hverfa frá framkvæmdum í sjálfu Gálgahrauni en þess í stað snúa sér að öðrum framkvæmdum sem ekki hafa óafturkræf áhrif í Gálgahrauni. Ómar Ragnarsson, einn meðlima Hraunavina sem staðið hafa vaktina í dag og hindrað framkvæmdir, segir að ekki séu fyrirhugaðar frekari framkvæmdir í Gálgahrauni fyrr en eftir helgi. Hraunavinir ætla engu að síður að fylgjast grannt með stöðu mála og verða á vakt, dag og nótt, næstu daga. Hraunavinir fóru í dag á fund Vegamálastjóra og óskuðu þess að framkvæmdum yrði frestað þar til að niðurstaða væri komin á lögbannskæru lögð hefur verið fram vegna framkvæmdanna. Ómar segir í samtali við Vísi að Vegamálastjóri hafi afdráttarlaust hafnað beiðni Hraunavina. „Það var mjög athyglisvert svar sem vegamálastjóri gaf frá sér. Ég spurði hvort hann hefði leitt hugann að því hvað myndi gerast ef þeir myndu ráðast í framkvæmdir en síðan tapa málinu. Vegamálastjóri sagðist ekki hafa velt því fyrir sér og ekki ætla að hugsa út í það. Hann telur sig vera með unnið mál í höndunum,“ segir Ómar sem blöskrar þetta viðhorf Vegamálastjóra. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum hvort að lögbannskrafa Hraunavina á framkvæmdir í Gálgahrauni muni ná fram að ganga.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira