Lífið

Tíu ára ósætti Elton John og Madonnu lokið

Elton og Madonna hittust á veitingastað í Frakklandi. Hann sendi henni sáttaskilaboð og borgaði síðan reikninginn fyrir hana.
Elton og Madonna hittust á veitingastað í Frakklandi. Hann sendi henni sáttaskilaboð og borgaði síðan reikninginn fyrir hana.
Tíu ára ósætti Madonnu og Eltons John virðist nú loksins vera lokið en tónlistarfólkið hefur eldað grátt silfur í gegnum tíðina.

Bakgrunnur rifrildisins er gagnrýni Madonnu á Lady Gaga, sem fór fyrir brjóstið á Elton John þar sem hún er góð vinkona hans og guðmóðir sonar hans.

Í fyrrasumar lét söngvarinn góðkunni hafa eftir sér að tónleikaferðalag Madonnu hefði verið ömurlegt.

„Fyrirgefðu, en ferill hennar er búinn,“ sagði John en Madonna var snögg að svara kappanum á tónleikum sínum í haust. „Ég fyrirgef honum því ég veit að hann er aðdáandi minn.“

Í nýlegu viðtali við Huffington Post greindi Elton John frá því að hann hefði fyrir tilviljun hitt Madonnu á veitingastað í Frakklandi. „Hún kom inn og ég sendi henni skilaboð með afsökunarbeiðni vegna þess sem ég sagði í viðtalinu í fyrra. Svo borgaði ég fyrir matinn hennar. Þessu er lokið núna og við erum vinir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.