Lífið

Vill verða 105 ára leikstjóri

Leikstjórinn og fyrrverandi leikarinn ætlar ekki að setjast í helgan stein. Nordicphotos/getty
Leikstjórinn og fyrrverandi leikarinn ætlar ekki að setjast í helgan stein. Nordicphotos/getty
Clint Eastwood vill halda áfram að leikstýra kvikmyndum þangað til hann verður 105 ára gamall. Eastwood, sem er 82 ára, hefur ekki í hyggju að setjast í helgan stein í náinni framtíð. Helst vill hann halda áfram að gera kvikmyndir næstu tuttugu árin.

„Hvaða portúgalski leikstjóri er 105 ára og enn að gera myndir? Það hlýtur að vera draumur allra. Væri það ekki frábært að vera 105 ára og enn að búa til myndir?“ sagði Eastwood á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York og átti þar við Manoel de Oliveira.

Kappinn segist aldrei nota orðið „action!“ þegar hann byrjar tökur á atriðum í myndum sínum. „Ég segi alltaf „af stað þegar þú ert tilbúinn“ í staðinn fyrir hið hefðbundna „action!“. Orðið „action!“ er of neikvætt. Það er eins og flugeldur sem er sprengdur til að koma öllum af stað,“ sagði hann.

Eastwood bætti við að leikstjórar væru dálítið eins og þjófar. Þeir reyndu að herma eftir öðrum varðandi tökur á atriðum. „Maður verður að stela miklu. Maður verður að hafa glæpsamlegan hugsunarhátt ef maður ætlar að verða leikstjóri.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.