Aukinn hagnaður Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 15:15 Söluhæsti bíll Volkswagen er Golf Volkswagen kom hlutabréfamarkaðnum enn einu sinni á óvart og skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi en í fyrra. Hagnaður VW nam 552 milljarði króna, en hann var 542 milljarður í fyrra. Helstu ástæður þessa er ný og fjársparandi tækni við þróun bíla Volkswagen samstæðunnar og aukin sala lúxusbíla hennar, þá helst Porsche og Audi. Velta VW var 9% meiri en í fyrra og nam 8.864 milljörðum króna og því er hagnaðurinn 6,2% af veltu. Spámenn bílamarkaðarins áttu von á 485 milljarða hagnaði svo VW fór 14% fram úr þeim spám. Þessum árangri náði Volkswagen samstæðan þrátt fyrir dræma bílasölu í Evrópu. Hagnaður fyrsta ársfjórðungs var 26% undir áætlunum VW en fyrirtækið hefur engu breytt um spá heildarhagnaðar á árinu uppá 1.817 milljarða króna. Nýr MBQ undirvagn sem notaður er í fjölmargar bílgerðir Volkswagen samstæðunnar á stóran þátt í þeim sparnaði sem náðst hefur við þróunarstarf nýrra bíla fyrirtækisins og er áætlað að hann muni spara fyrirtækinu allt að 3.000 milljörðum króna til ársins 2019. Það er ekki lítil tala. Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Volkswagen kom hlutabréfamarkaðnum enn einu sinni á óvart og skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi en í fyrra. Hagnaður VW nam 552 milljarði króna, en hann var 542 milljarður í fyrra. Helstu ástæður þessa er ný og fjársparandi tækni við þróun bíla Volkswagen samstæðunnar og aukin sala lúxusbíla hennar, þá helst Porsche og Audi. Velta VW var 9% meiri en í fyrra og nam 8.864 milljörðum króna og því er hagnaðurinn 6,2% af veltu. Spámenn bílamarkaðarins áttu von á 485 milljarða hagnaði svo VW fór 14% fram úr þeim spám. Þessum árangri náði Volkswagen samstæðan þrátt fyrir dræma bílasölu í Evrópu. Hagnaður fyrsta ársfjórðungs var 26% undir áætlunum VW en fyrirtækið hefur engu breytt um spá heildarhagnaðar á árinu uppá 1.817 milljarða króna. Nýr MBQ undirvagn sem notaður er í fjölmargar bílgerðir Volkswagen samstæðunnar á stóran þátt í þeim sparnaði sem náðst hefur við þróunarstarf nýrra bíla fyrirtækisins og er áætlað að hann muni spara fyrirtækinu allt að 3.000 milljörðum króna til ársins 2019. Það er ekki lítil tala.
Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent