Aukinn hagnaður Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 15:15 Söluhæsti bíll Volkswagen er Golf Volkswagen kom hlutabréfamarkaðnum enn einu sinni á óvart og skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi en í fyrra. Hagnaður VW nam 552 milljarði króna, en hann var 542 milljarður í fyrra. Helstu ástæður þessa er ný og fjársparandi tækni við þróun bíla Volkswagen samstæðunnar og aukin sala lúxusbíla hennar, þá helst Porsche og Audi. Velta VW var 9% meiri en í fyrra og nam 8.864 milljörðum króna og því er hagnaðurinn 6,2% af veltu. Spámenn bílamarkaðarins áttu von á 485 milljarða hagnaði svo VW fór 14% fram úr þeim spám. Þessum árangri náði Volkswagen samstæðan þrátt fyrir dræma bílasölu í Evrópu. Hagnaður fyrsta ársfjórðungs var 26% undir áætlunum VW en fyrirtækið hefur engu breytt um spá heildarhagnaðar á árinu uppá 1.817 milljarða króna. Nýr MBQ undirvagn sem notaður er í fjölmargar bílgerðir Volkswagen samstæðunnar á stóran þátt í þeim sparnaði sem náðst hefur við þróunarstarf nýrra bíla fyrirtækisins og er áætlað að hann muni spara fyrirtækinu allt að 3.000 milljörðum króna til ársins 2019. Það er ekki lítil tala. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent
Volkswagen kom hlutabréfamarkaðnum enn einu sinni á óvart og skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi en í fyrra. Hagnaður VW nam 552 milljarði króna, en hann var 542 milljarður í fyrra. Helstu ástæður þessa er ný og fjársparandi tækni við þróun bíla Volkswagen samstæðunnar og aukin sala lúxusbíla hennar, þá helst Porsche og Audi. Velta VW var 9% meiri en í fyrra og nam 8.864 milljörðum króna og því er hagnaðurinn 6,2% af veltu. Spámenn bílamarkaðarins áttu von á 485 milljarða hagnaði svo VW fór 14% fram úr þeim spám. Þessum árangri náði Volkswagen samstæðan þrátt fyrir dræma bílasölu í Evrópu. Hagnaður fyrsta ársfjórðungs var 26% undir áætlunum VW en fyrirtækið hefur engu breytt um spá heildarhagnaðar á árinu uppá 1.817 milljarða króna. Nýr MBQ undirvagn sem notaður er í fjölmargar bílgerðir Volkswagen samstæðunnar á stóran þátt í þeim sparnaði sem náðst hefur við þróunarstarf nýrra bíla fyrirtækisins og er áætlað að hann muni spara fyrirtækinu allt að 3.000 milljörðum króna til ársins 2019. Það er ekki lítil tala.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent