Lífið

Ekki glæta - þessi kona er barnshafandi

Ellý Ármanns skrifar
Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem er barnshafandi, leikur aðalhlutverk í auglýsingaherferð fyrir Happdrætti Háskólans. Eins og sjá má í myndskeiðinu tekur leikkonan flikk flakk og heljarstökk eins og sönn fimleikadrottning en ekki er allt sem sýnist.



Ilmur leikkona gengur með sitt annað barn. 

Fimleikastjarnan Ilmur Einarsdóttir tók að sér að leika nöfnu sína í umræddu atriði.

Skemmtilegt að leika Ilmi

„Það var virkilega skemmtilegt að leika Ilmi Kristjáns. Ég var kölluð Ilmur tvö á tökustaðnum og allir héldu að það væri bara vegna þess að ég var að leika hina Ilmi og fólk myndi ekki nafnið á mér. En það var að sjálfsögðu af því að við berum sama nafnið," segir Ilmur fimleikastúlka spurð um hennar hlutverk í auglýsingunni.

„Þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti aðra Ilmi. Við erum ekkert skyldar þó við berum báðar þetta sjaldgæfa nafn svo ég viti."

Dreymdi um að verða leikkona

„Eitt sinn dreymdi mig um að verða leikkona en ég hef með tímanum komist að því að það er ekki mín sérgrein. En ég hef ekki náð að sjá auglýsinguna þar sem ég hef ekki séð sjónvarp undanfarna daga og hlakka mikið til að sjá hana."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.