Innlent

Afhenda borgarstjóra 69 þúsund undirskriftir

Jón Gnarr, borgarstjóri
Jón Gnarr, borgarstjóri
Samtökin Hjartað í Vatnsmýri ætla í hádeginu í dag að afhenda Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að um fjölmennustu áskorun til stjórnvalda frá upphafi sé að ræða, en rúmlega 69.000 manns hafa skrifað undir á vefnum lending.is og á undirskriftalistum um land allt.

Afhendingin fer fram í anddyri Ráðhúss Reykjavíkur.

Í áskorun sem fólkið lagði nafn sitt við segir að lagst sé gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni og skorað á Reykjavíkurborg og Alþingi að tryggja öllum landsmönnum óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×