Tæpur þriðjungur undirskrifta frá Reykvíkingum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 20. september 2013 17:12 Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is, Hjartað slær í Vatnsmýrinni. Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni. En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins.Það þarf að fara yfir allar tölur og athugasemdir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það eigi eftir að fara yfir undirskriftirnar, skoða aldur og annað. Hann segir að heildarfjöldi þeirra sem skrifuðu undir sé mikill og hann beri virðingu fyrir söfnuninni. Hann áréttar að tekið verði við öllum athugasemdum og farið verði málaefnalega yfir allar athugasemdir sem berast. „Við höfðum skilið að um helmingur þeirra sem skrifuðu undir á síðunni væru Reykvíkingar en samkvæmt þessum tölum sem við fengum í morgun virðist það ekki vera raunin,“ segir Dagur. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta hafi að mörgu leyti verið vel heppnuð undirskriftasöfnun. „Mér hefur alltaf þótt sjálfsagt að þeir sem vilji ekki flytja flugvöllinn láti skoðanir sínar í ljós. Ég ímynda mér að undirskriftirnar frá Reykvíkingum verði teknar eins og athugasemdir við skipulag og fái eðlilega málsmeðferð eins og aðrar slíkar athugasemdir,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir það ekkert athugavert að fólk í öðrum sveitarfélögum hafi skoðun á málinu og tjái hana. Það hljóti þó allir að sjá að það sé Reykjavík sem fer með skipulagsvaldið. Reykvíkingar hljóti að hafa meira um skipulagsmál borgarinnar að segja en utanbæjarmenn. „Einhverjir höfðu sagt að það næðust hundrað þúsund undirskriftir og ég bjóst sjálfur alveg eins við því, þó það hafi að lokum ekki farið svo hátt, en þetta er mikill fjöldi og við munum fara yfir málið með opnum hug,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að það væru ekki fleiri Reykvíkingar en raun bar vitni sem skrifuðu undir enda sé mikið af borgarbúum og sérstaklega unga fólkið í borginni sem vilji fá byggð í Vatnsmýrinni. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is, Hjartað slær í Vatnsmýrinni. Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni. En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins.Það þarf að fara yfir allar tölur og athugasemdir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það eigi eftir að fara yfir undirskriftirnar, skoða aldur og annað. Hann segir að heildarfjöldi þeirra sem skrifuðu undir sé mikill og hann beri virðingu fyrir söfnuninni. Hann áréttar að tekið verði við öllum athugasemdum og farið verði málaefnalega yfir allar athugasemdir sem berast. „Við höfðum skilið að um helmingur þeirra sem skrifuðu undir á síðunni væru Reykvíkingar en samkvæmt þessum tölum sem við fengum í morgun virðist það ekki vera raunin,“ segir Dagur. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta hafi að mörgu leyti verið vel heppnuð undirskriftasöfnun. „Mér hefur alltaf þótt sjálfsagt að þeir sem vilji ekki flytja flugvöllinn láti skoðanir sínar í ljós. Ég ímynda mér að undirskriftirnar frá Reykvíkingum verði teknar eins og athugasemdir við skipulag og fái eðlilega málsmeðferð eins og aðrar slíkar athugasemdir,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir það ekkert athugavert að fólk í öðrum sveitarfélögum hafi skoðun á málinu og tjái hana. Það hljóti þó allir að sjá að það sé Reykjavík sem fer með skipulagsvaldið. Reykvíkingar hljóti að hafa meira um skipulagsmál borgarinnar að segja en utanbæjarmenn. „Einhverjir höfðu sagt að það næðust hundrað þúsund undirskriftir og ég bjóst sjálfur alveg eins við því, þó það hafi að lokum ekki farið svo hátt, en þetta er mikill fjöldi og við munum fara yfir málið með opnum hug,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að það væru ekki fleiri Reykvíkingar en raun bar vitni sem skrifuðu undir enda sé mikið af borgarbúum og sérstaklega unga fólkið í borginni sem vilji fá byggð í Vatnsmýrinni.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira