Prófkjör aðeins fyrir þá sem greiða félagsgjöld Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 20. september 2013 15:58 "Það er óheppilegt að hafa þetta svona og gefur þau skilaboð að þetta sé ekki prófkjör fyrir alla sjálfstæðismenn í Reykjavík,“ segir Teitur Björn. mynd/365 Til þess að mega taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni þurfa félagsmenn að hafa greitt félagsgjöld. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi Varðar í gærkvöldi. Reglur flokksins kveða á um að borga þurfi félagsgjöld til þess að mega taka þátt í prófkjöri flokksins en hingað til hefur alltaf verið veitt undanþága frá þessari reglu. Teitur Björn Einarsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segist ekki vita til þess að þessari reglu hafi verið beitt áður, hingað til hafi alltaf verið veitt undanþága. Hann segir þetta vekja upp ýmsar spurningar um hvernig eigi að fara að framkvæmd prófkjörsins. Það sé ljóst að með þessari ákvörðun sitji ekki allir sjálfstæðismenn við sama borð hvað varðar þátttöku í prófkjörinu. Hann segir að sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafi ekki öll sama háttinn á við að rukka félagsgjöld, það sé afar misjafnt hversu mikla áherslu hvert félag leggur á það við félagsmenn sína að greiða gjöldin. „Atkvæðagreiðslan var tæp en um 66% vildu að undanþágunni yrði beitt,“ segir Teitur Björn. „Ég tel að miðstjórn flokksins þurfi í framhaldinu að skoða hvernig á að framkvæma prófkjörið og rað koma í veg fyrir mismunum flokksmanna. Það er mikilvægt að reglurnar séu skýra og tryggja þarf að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa,“ segir hann. Teitur Björn segir að óskýrar reglur megi ekki verða til þess að fæla fólk frá því að taka þátt í prófkjöri en hingað til hafi alltaf verið lögð áhersla á það að fá sem breiðastan hóp til að kjósa í prófkjörum og stilla upp listum fyrir kosningar. „Það er óheppilegt að hafa þetta svona og gefur þau skilaboð að þetta sé ekki prófkjör fyrir alla sjálfstæðismenn í Reykjavík,“ segir Teitur Björn. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Til þess að mega taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni þurfa félagsmenn að hafa greitt félagsgjöld. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi Varðar í gærkvöldi. Reglur flokksins kveða á um að borga þurfi félagsgjöld til þess að mega taka þátt í prófkjöri flokksins en hingað til hefur alltaf verið veitt undanþága frá þessari reglu. Teitur Björn Einarsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segist ekki vita til þess að þessari reglu hafi verið beitt áður, hingað til hafi alltaf verið veitt undanþága. Hann segir þetta vekja upp ýmsar spurningar um hvernig eigi að fara að framkvæmd prófkjörsins. Það sé ljóst að með þessari ákvörðun sitji ekki allir sjálfstæðismenn við sama borð hvað varðar þátttöku í prófkjörinu. Hann segir að sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafi ekki öll sama háttinn á við að rukka félagsgjöld, það sé afar misjafnt hversu mikla áherslu hvert félag leggur á það við félagsmenn sína að greiða gjöldin. „Atkvæðagreiðslan var tæp en um 66% vildu að undanþágunni yrði beitt,“ segir Teitur Björn. „Ég tel að miðstjórn flokksins þurfi í framhaldinu að skoða hvernig á að framkvæma prófkjörið og rað koma í veg fyrir mismunum flokksmanna. Það er mikilvægt að reglurnar séu skýra og tryggja þarf að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa,“ segir hann. Teitur Björn segir að óskýrar reglur megi ekki verða til þess að fæla fólk frá því að taka þátt í prófkjöri en hingað til hafi alltaf verið lögð áhersla á það að fá sem breiðastan hóp til að kjósa í prófkjörum og stilla upp listum fyrir kosningar. „Það er óheppilegt að hafa þetta svona og gefur þau skilaboð að þetta sé ekki prófkjör fyrir alla sjálfstæðismenn í Reykjavík,“ segir Teitur Björn.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira