
Handbendi valdsins
En hvað ef riddarinn kemur ekki? Sitjum við þá uppi með okkur sjálf? Munum við einu sinni enn senda fulltrúa á Alþingi Íslendinga, þar sem flokkurinn kemur fyrst og þjóðin rekur lest?
Hver tekur þá á stóru málunum, sem leiða þarf til lykta á grundvelli fjármálaöryggis, atvinnuöryggis, fæðuöryggis, velferðar og sjálfstæðis? Hvaða mál eru það annars og hvernig gætu þau verið öðruvísi en við eigum að venjast? Er verðtrygging á húsnæðislán náttúrulögmál, svo dæmi sé tekið? Er óstöðugleiki í ríkisfjármálum okkar besta svar við þeirri hagsæld, sem við gætum notið? Mun fjórflokkurinn áfram tölta sinn vanagang eða munu smáflokkarnir skeiða í mark með von um betri tíð? Það er stundum sagt að ungdómurinn muni erfa þetta land. En hverjir, nema óvitar, hafa áhuga á því, með öllum þeim göllum sem því fylgir?
Kjósendur hafa valdið
Í þessu fagra landi hefur þessi ríka þjóð klúðrað nánast öllu sem hægt er að klúðra í ríkisbúskap, lagasetningu varðandi úrbætur á fjármálakerfinu og því lýðræðisfyrirkomulagi, sem við búum við. Einræðisherra myndi hér engu vilja breyta. Með kjörna fulltrúa, sem handbendi valdsins, færi hann sínar leiðir í þeim málum, sem hann skipta. Þjóðin á ekki að sætta sig við þaulsetinn og einsleitan valdakjarna. Kjósendur hafa valdið og eiga ekki að framselja það nema með skýrum skilyrðum. Nokkrir tugir sjálfskipaðra riddara eiga ekki að fá að valsa frjálsir á víðavangi með fjöregg þjóðarinnar í vasanum.
Rúmlega 200.000 kosningabærra Íslendinga verða að þétta raðirnar, blása til sóknar, efla beint lýðræði og koma á reglulegum þjóðaratkvæðagreiðslum um einstök mál. Sameinuð getum við betur. Stólum ekki á að aðrir geri þetta fyrir okkur. Við þurfum ekki riddarann á hvíta hestinum. Við þurfum hvíta hestinn.
Skoðun

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar