Handbendi valdsins Pétur Fjeldsted Einarsson skrifar 30. janúar 2013 06:00 Senn líður að kosningum. Atkvæðaveiðar frambjóðenda eru fram undan. Tími loforða, leikja og látbragða er runninn upp. Riddarans á hvíta hestinum með lausnirnar er vænst, sem leiða mun þjóðina úr skugga fortíðar og inn í birtu og yl þeirrar framtíðar er þjóðin þráir. En hvað ef riddarinn kemur ekki? Sitjum við þá uppi með okkur sjálf? Munum við einu sinni enn senda fulltrúa á Alþingi Íslendinga, þar sem flokkurinn kemur fyrst og þjóðin rekur lest? Hver tekur þá á stóru málunum, sem leiða þarf til lykta á grundvelli fjármálaöryggis, atvinnuöryggis, fæðuöryggis, velferðar og sjálfstæðis? Hvaða mál eru það annars og hvernig gætu þau verið öðruvísi en við eigum að venjast? Er verðtrygging á húsnæðislán náttúrulögmál, svo dæmi sé tekið? Er óstöðugleiki í ríkisfjármálum okkar besta svar við þeirri hagsæld, sem við gætum notið? Mun fjórflokkurinn áfram tölta sinn vanagang eða munu smáflokkarnir skeiða í mark með von um betri tíð? Það er stundum sagt að ungdómurinn muni erfa þetta land. En hverjir, nema óvitar, hafa áhuga á því, með öllum þeim göllum sem því fylgir? Kjósendur hafa valdið Í þessu fagra landi hefur þessi ríka þjóð klúðrað nánast öllu sem hægt er að klúðra í ríkisbúskap, lagasetningu varðandi úrbætur á fjármálakerfinu og því lýðræðisfyrirkomulagi, sem við búum við. Einræðisherra myndi hér engu vilja breyta. Með kjörna fulltrúa, sem handbendi valdsins, færi hann sínar leiðir í þeim málum, sem hann skipta. Þjóðin á ekki að sætta sig við þaulsetinn og einsleitan valdakjarna. Kjósendur hafa valdið og eiga ekki að framselja það nema með skýrum skilyrðum. Nokkrir tugir sjálfskipaðra riddara eiga ekki að fá að valsa frjálsir á víðavangi með fjöregg þjóðarinnar í vasanum. Rúmlega 200.000 kosningabærra Íslendinga verða að þétta raðirnar, blása til sóknar, efla beint lýðræði og koma á reglulegum þjóðaratkvæðagreiðslum um einstök mál. Sameinuð getum við betur. Stólum ekki á að aðrir geri þetta fyrir okkur. Við þurfum ekki riddarann á hvíta hestinum. Við þurfum hvíta hestinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum. Atkvæðaveiðar frambjóðenda eru fram undan. Tími loforða, leikja og látbragða er runninn upp. Riddarans á hvíta hestinum með lausnirnar er vænst, sem leiða mun þjóðina úr skugga fortíðar og inn í birtu og yl þeirrar framtíðar er þjóðin þráir. En hvað ef riddarinn kemur ekki? Sitjum við þá uppi með okkur sjálf? Munum við einu sinni enn senda fulltrúa á Alþingi Íslendinga, þar sem flokkurinn kemur fyrst og þjóðin rekur lest? Hver tekur þá á stóru málunum, sem leiða þarf til lykta á grundvelli fjármálaöryggis, atvinnuöryggis, fæðuöryggis, velferðar og sjálfstæðis? Hvaða mál eru það annars og hvernig gætu þau verið öðruvísi en við eigum að venjast? Er verðtrygging á húsnæðislán náttúrulögmál, svo dæmi sé tekið? Er óstöðugleiki í ríkisfjármálum okkar besta svar við þeirri hagsæld, sem við gætum notið? Mun fjórflokkurinn áfram tölta sinn vanagang eða munu smáflokkarnir skeiða í mark með von um betri tíð? Það er stundum sagt að ungdómurinn muni erfa þetta land. En hverjir, nema óvitar, hafa áhuga á því, með öllum þeim göllum sem því fylgir? Kjósendur hafa valdið Í þessu fagra landi hefur þessi ríka þjóð klúðrað nánast öllu sem hægt er að klúðra í ríkisbúskap, lagasetningu varðandi úrbætur á fjármálakerfinu og því lýðræðisfyrirkomulagi, sem við búum við. Einræðisherra myndi hér engu vilja breyta. Með kjörna fulltrúa, sem handbendi valdsins, færi hann sínar leiðir í þeim málum, sem hann skipta. Þjóðin á ekki að sætta sig við þaulsetinn og einsleitan valdakjarna. Kjósendur hafa valdið og eiga ekki að framselja það nema með skýrum skilyrðum. Nokkrir tugir sjálfskipaðra riddara eiga ekki að fá að valsa frjálsir á víðavangi með fjöregg þjóðarinnar í vasanum. Rúmlega 200.000 kosningabærra Íslendinga verða að þétta raðirnar, blása til sóknar, efla beint lýðræði og koma á reglulegum þjóðaratkvæðagreiðslum um einstök mál. Sameinuð getum við betur. Stólum ekki á að aðrir geri þetta fyrir okkur. Við þurfum ekki riddarann á hvíta hestinum. Við þurfum hvíta hestinn.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar